Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Kristján Már Unnarsson skrifar 11. maí 2018 21:15 Frá Norðurfirði í Árneshreppi. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti varðað við lög, sem tilraun til kosningasvindls, og endað sem lögreglumál. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þetta er bara yfirtaka á hreppnum, sagði íbúi sem ekki vill láta nafns síns getið, og fullyrti að þetta væri skipulögð aðgerð af hálfu andstæðinga Hvalárvirkjunar. Annar íbúi fullyrti það sama en sá þriðji taldi þetta vera fólk úr báðum fylkingum. Þjóðskrá Íslands hefur nú ákveðið að skoða lögheimilisflutninga 17 einstaklinga í kringum síðustu mánaðamót, sem er 38 prósenta fjölgun íbúa í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins. Í minnisblaði, sem lögmannsstofan Sókn ritar fyrir hönd Árneshrepps, segir að aðrir eins lögheimilisflutningar séu líklega einsdæmi, hlutfallslega. Þeir beri það með sér að vera málamyndaskráningar vegna væntanlegra sveitarstjórnarkosninga. Skrifstofa Árneshrepps er í Norðurfirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Heimildarmenn fréttastofu segja meirihluta þessara einstaklinga hafa skráð nýtt lögheimili á jörð sem fór í eyði fyrir hálfri öld og aldrei hefur komist í vegasamband. Reynist þetta vera málamyndaskráningar, til þess eins að komast á kjörskrá, gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi einstaklinga og bendir lögmannstofan á að kosningaspjöll geti varðað allt að tveggja ára fangelsi eða sektum. Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytis er það verkefni lögreglu að rannsaka slík mál. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hvalárvirkjun: Telur friðun ekki vera úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar Hreppsnefnd Árneshrepps á Ströndum hafnaði í gær boði Sigurðar Gísla Pálmasonar um að metnir verið kostir við að virkja Hvalá annars vegar, og hins vegar að vernda svæðið. 31. janúar 2018 13:30 Telja ekki vera neikvæð áhrif af Hvalárvirkjun Hvalárvirkjun myndi ekki á nokkurn hátt hafa neikvæð áhrif á eigendur jarða eða fasteigna í Ísafjarðarbæ. Þetta er mat skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar. 2. október 2017 06:00 Sjálfstæðismenn komnir með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum Varaþingmaður segir náttúruverndarsinna og borgarbúa hræsnara. 3. júlí 2017 13:30 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti varðað við lög, sem tilraun til kosningasvindls, og endað sem lögreglumál. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þetta er bara yfirtaka á hreppnum, sagði íbúi sem ekki vill láta nafns síns getið, og fullyrti að þetta væri skipulögð aðgerð af hálfu andstæðinga Hvalárvirkjunar. Annar íbúi fullyrti það sama en sá þriðji taldi þetta vera fólk úr báðum fylkingum. Þjóðskrá Íslands hefur nú ákveðið að skoða lögheimilisflutninga 17 einstaklinga í kringum síðustu mánaðamót, sem er 38 prósenta fjölgun íbúa í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins. Í minnisblaði, sem lögmannsstofan Sókn ritar fyrir hönd Árneshrepps, segir að aðrir eins lögheimilisflutningar séu líklega einsdæmi, hlutfallslega. Þeir beri það með sér að vera málamyndaskráningar vegna væntanlegra sveitarstjórnarkosninga. Skrifstofa Árneshrepps er í Norðurfirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Heimildarmenn fréttastofu segja meirihluta þessara einstaklinga hafa skráð nýtt lögheimili á jörð sem fór í eyði fyrir hálfri öld og aldrei hefur komist í vegasamband. Reynist þetta vera málamyndaskráningar, til þess eins að komast á kjörskrá, gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi einstaklinga og bendir lögmannstofan á að kosningaspjöll geti varðað allt að tveggja ára fangelsi eða sektum. Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytis er það verkefni lögreglu að rannsaka slík mál. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hvalárvirkjun: Telur friðun ekki vera úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar Hreppsnefnd Árneshrepps á Ströndum hafnaði í gær boði Sigurðar Gísla Pálmasonar um að metnir verið kostir við að virkja Hvalá annars vegar, og hins vegar að vernda svæðið. 31. janúar 2018 13:30 Telja ekki vera neikvæð áhrif af Hvalárvirkjun Hvalárvirkjun myndi ekki á nokkurn hátt hafa neikvæð áhrif á eigendur jarða eða fasteigna í Ísafjarðarbæ. Þetta er mat skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar. 2. október 2017 06:00 Sjálfstæðismenn komnir með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum Varaþingmaður segir náttúruverndarsinna og borgarbúa hræsnara. 3. júlí 2017 13:30 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Hvalárvirkjun: Telur friðun ekki vera úr sögunni eftir afgreiðslu hreppsnefndar Hreppsnefnd Árneshrepps á Ströndum hafnaði í gær boði Sigurðar Gísla Pálmasonar um að metnir verið kostir við að virkja Hvalá annars vegar, og hins vegar að vernda svæðið. 31. janúar 2018 13:30
Telja ekki vera neikvæð áhrif af Hvalárvirkjun Hvalárvirkjun myndi ekki á nokkurn hátt hafa neikvæð áhrif á eigendur jarða eða fasteigna í Ísafjarðarbæ. Þetta er mat skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar. 2. október 2017 06:00
Sjálfstæðismenn komnir með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum Varaþingmaður segir náttúruverndarsinna og borgarbúa hræsnara. 3. júlí 2017 13:30
Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00