Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2018 16:51 Þrátt fyrir höfnun stórs hluta ríkisstjórnar Trump og repúblikana á loftslagsvísindum varaði Dan Coats, forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna, við hættunni á skyndilegum loftslagsbreytingum þegar hann kom fyrir þingnefnd í gær. Vísir/AFP Skyndilegar loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu og stuðlað að hamförum, átökum og fólksflutningum. Þetta sagði yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum þegar hann gaf leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings skýrslu í gær. Orð Dan Coats, forstjóra Leyniþjónustu Bandaríkjanna, ganga þvert á skilaboð ríkisstjórnar Donalds Trump forseta sem hefur gert lítið úr raunveruleika og hættunni af loftslagsbreytingum. Trump hyggst draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu og hefur lýst loftslagsbreytingum sem kínversku „gabbi“. Í skriflegum vitnisburði til þingnefndarinnar lýsti Coats hættunni af „skyndilegum“ loftslagsbreytingum. „Áhrif langtímaþróunar til hlýnandi loftslags, meiri loftmengunar, minnkandi líffræðilegrar fjölbreytni og vatnsskortur er líklegur til þess að knýja áfram efnahagslega og félagslega óánægju og mögulega umrót í gegnum árið 2018,“ stóð í vitnisburði Coats, að því er segir í frétt E&E News.Ekki útilokað að breytingarnar verði skyndilegarMat leyniþjónustunnar væri að loftslagsbreytingar gætu haft í för með sér víðtæka upplausn á heimsvísu. Þannig gæti öfgafyllri veðuratburðir í hlýnandi heimi lagst á eitt með öðrum álagsþáttum og aukið hættuna á mannúðarástandi, átökum, vatns- og matarskorti, fólksflutningum, skorti á vinnuafli, verðáföllum og rafmagnsleysi. „Rannsóknir hafa ekki fundið merki um hvarfpunkta (e. Tipping points) í loftslagskerfi jarðar sem bendir til þess að möguleiki sé á skyndilegum loftslagsbreytingum,“ segir Coats. Viðvörun Coats kemur á sama tíma og ríkisstjórn Trump leggur til að skera verulega niður eða hætta algerlega við fjölda verkefna og rannsókna á sviði loftslagsmála í drögum að fjárlögum næsta árs. Umhverfisstofnun Trump hefur einnig boðað að hún hyggist afnema fjölda reglugerða sem var ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslags- og geimrannsóknir skornar við nögl í fjárlögum Trump Orðið „loftslagsbreytingar“ kemur aðeins einu sinni fyrir í tillögum Trump-stjórnarinnar að fjárlögum 2019. Í heiti verkefnis sem á að leggja niður. 14. febrúar 2018 10:50 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Sjá meira
Skyndilegar loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu og stuðlað að hamförum, átökum og fólksflutningum. Þetta sagði yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum þegar hann gaf leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings skýrslu í gær. Orð Dan Coats, forstjóra Leyniþjónustu Bandaríkjanna, ganga þvert á skilaboð ríkisstjórnar Donalds Trump forseta sem hefur gert lítið úr raunveruleika og hættunni af loftslagsbreytingum. Trump hyggst draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu og hefur lýst loftslagsbreytingum sem kínversku „gabbi“. Í skriflegum vitnisburði til þingnefndarinnar lýsti Coats hættunni af „skyndilegum“ loftslagsbreytingum. „Áhrif langtímaþróunar til hlýnandi loftslags, meiri loftmengunar, minnkandi líffræðilegrar fjölbreytni og vatnsskortur er líklegur til þess að knýja áfram efnahagslega og félagslega óánægju og mögulega umrót í gegnum árið 2018,“ stóð í vitnisburði Coats, að því er segir í frétt E&E News.Ekki útilokað að breytingarnar verði skyndilegarMat leyniþjónustunnar væri að loftslagsbreytingar gætu haft í för með sér víðtæka upplausn á heimsvísu. Þannig gæti öfgafyllri veðuratburðir í hlýnandi heimi lagst á eitt með öðrum álagsþáttum og aukið hættuna á mannúðarástandi, átökum, vatns- og matarskorti, fólksflutningum, skorti á vinnuafli, verðáföllum og rafmagnsleysi. „Rannsóknir hafa ekki fundið merki um hvarfpunkta (e. Tipping points) í loftslagskerfi jarðar sem bendir til þess að möguleiki sé á skyndilegum loftslagsbreytingum,“ segir Coats. Viðvörun Coats kemur á sama tíma og ríkisstjórn Trump leggur til að skera verulega niður eða hætta algerlega við fjölda verkefna og rannsókna á sviði loftslagsmála í drögum að fjárlögum næsta árs. Umhverfisstofnun Trump hefur einnig boðað að hún hyggist afnema fjölda reglugerða sem var ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslags- og geimrannsóknir skornar við nögl í fjárlögum Trump Orðið „loftslagsbreytingar“ kemur aðeins einu sinni fyrir í tillögum Trump-stjórnarinnar að fjárlögum 2019. Í heiti verkefnis sem á að leggja niður. 14. febrúar 2018 10:50 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Sjá meira
Loftslags- og geimrannsóknir skornar við nögl í fjárlögum Trump Orðið „loftslagsbreytingar“ kemur aðeins einu sinni fyrir í tillögum Trump-stjórnarinnar að fjárlögum 2019. Í heiti verkefnis sem á að leggja niður. 14. febrúar 2018 10:50