Fær engin svör um vegabréfið: „Héðan er bara neyðarkall á íslensk stjórnvöld“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. janúar 2018 06:00 Sunna ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Málaga. Mynd/Unnur Birgisdóttir „Þetta er bara eins og ég hélt, það er akkúrat engin umönnun í kringum Sunnu. Hún var að fá að vita það núna að hún er með þrjú brotin rifbein og þurfti að finna það út sjálf,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Sunna hefur legið slösuð á spítala í Málaga í fjórtán daga. Ómögulegt hefur reynst að koma henni heim til Íslands þar sem lögreglan á Spáni hefur vegabréf hennar í sinni vörslu. „Héðan er bara neyðarkall á íslensk stjórnvöld að nota allar sínar diplómatísku leiðir til að leysa þetta mál. Það er enginn hér til að annast hana nema foreldrar hennar, ég hef séð það sjálfur,“ segir Jón. Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu, segist engin svör fá um það hvers vegna vegabréf hennar sé í vörslu lögreglunnar á Spáni. „Ég hef verið í sambandi við embætti Ríkislögreglustjóra en það virðist mest lítið vita um málið. Ég reikna með að það séu einhver samskipti milli lögreglunnar í ríkjunum tveimur en við fáum engar upplýsingar,“ segir Páll. Stefnt var að því að Sunna kæmi til Íslands með sjúkraflugi í síðustu viku en það hefur ekki gengið eftir þar sem vegabréf hennar er í vörslu spænsku lögreglunnar. Eiginmaður Sunnu er í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnamáli. „Mögulega er lögreglan að reyna að fiska einhverjar upplýsingar með þessu en hún veit ekkert um það mál. Hún er að einblína á að ná heilsu aftur,“ segir Páll. Hann segir að umbjóðandi hans hafi ekki stöðu sakbornings og sé ekki í farbanni. Því þyki honum málið hið undarlegasta. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. 30. janúar 2018 08:49 Telur farbann ástæðu þess að Sunna fær ekki vegabréfið Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu sem er nýlentur í Malaga, segist skilja stöðuna þannig að Sunna fái ekki vegabréfið vegna farbanns. 30. janúar 2018 21:00 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
„Þetta er bara eins og ég hélt, það er akkúrat engin umönnun í kringum Sunnu. Hún var að fá að vita það núna að hún er með þrjú brotin rifbein og þurfti að finna það út sjálf,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Sunna hefur legið slösuð á spítala í Málaga í fjórtán daga. Ómögulegt hefur reynst að koma henni heim til Íslands þar sem lögreglan á Spáni hefur vegabréf hennar í sinni vörslu. „Héðan er bara neyðarkall á íslensk stjórnvöld að nota allar sínar diplómatísku leiðir til að leysa þetta mál. Það er enginn hér til að annast hana nema foreldrar hennar, ég hef séð það sjálfur,“ segir Jón. Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu, segist engin svör fá um það hvers vegna vegabréf hennar sé í vörslu lögreglunnar á Spáni. „Ég hef verið í sambandi við embætti Ríkislögreglustjóra en það virðist mest lítið vita um málið. Ég reikna með að það séu einhver samskipti milli lögreglunnar í ríkjunum tveimur en við fáum engar upplýsingar,“ segir Páll. Stefnt var að því að Sunna kæmi til Íslands með sjúkraflugi í síðustu viku en það hefur ekki gengið eftir þar sem vegabréf hennar er í vörslu spænsku lögreglunnar. Eiginmaður Sunnu er í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnamáli. „Mögulega er lögreglan að reyna að fiska einhverjar upplýsingar með þessu en hún veit ekkert um það mál. Hún er að einblína á að ná heilsu aftur,“ segir Páll. Hann segir að umbjóðandi hans hafi ekki stöðu sakbornings og sé ekki í farbanni. Því þyki honum málið hið undarlegasta.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. 30. janúar 2018 08:49 Telur farbann ástæðu þess að Sunna fær ekki vegabréfið Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu sem er nýlentur í Malaga, segist skilja stöðuna þannig að Sunna fái ekki vegabréfið vegna farbanns. 30. janúar 2018 21:00 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. 30. janúar 2018 08:49
Telur farbann ástæðu þess að Sunna fær ekki vegabréfið Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu sem er nýlentur í Malaga, segist skilja stöðuna þannig að Sunna fái ekki vegabréfið vegna farbanns. 30. janúar 2018 21:00
Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00