Fær engin svör um vegabréfið: „Héðan er bara neyðarkall á íslensk stjórnvöld“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. janúar 2018 06:00 Sunna ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Málaga. Mynd/Unnur Birgisdóttir „Þetta er bara eins og ég hélt, það er akkúrat engin umönnun í kringum Sunnu. Hún var að fá að vita það núna að hún er með þrjú brotin rifbein og þurfti að finna það út sjálf,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Sunna hefur legið slösuð á spítala í Málaga í fjórtán daga. Ómögulegt hefur reynst að koma henni heim til Íslands þar sem lögreglan á Spáni hefur vegabréf hennar í sinni vörslu. „Héðan er bara neyðarkall á íslensk stjórnvöld að nota allar sínar diplómatísku leiðir til að leysa þetta mál. Það er enginn hér til að annast hana nema foreldrar hennar, ég hef séð það sjálfur,“ segir Jón. Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu, segist engin svör fá um það hvers vegna vegabréf hennar sé í vörslu lögreglunnar á Spáni. „Ég hef verið í sambandi við embætti Ríkislögreglustjóra en það virðist mest lítið vita um málið. Ég reikna með að það séu einhver samskipti milli lögreglunnar í ríkjunum tveimur en við fáum engar upplýsingar,“ segir Páll. Stefnt var að því að Sunna kæmi til Íslands með sjúkraflugi í síðustu viku en það hefur ekki gengið eftir þar sem vegabréf hennar er í vörslu spænsku lögreglunnar. Eiginmaður Sunnu er í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnamáli. „Mögulega er lögreglan að reyna að fiska einhverjar upplýsingar með þessu en hún veit ekkert um það mál. Hún er að einblína á að ná heilsu aftur,“ segir Páll. Hann segir að umbjóðandi hans hafi ekki stöðu sakbornings og sé ekki í farbanni. Því þyki honum málið hið undarlegasta. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. 30. janúar 2018 08:49 Telur farbann ástæðu þess að Sunna fær ekki vegabréfið Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu sem er nýlentur í Malaga, segist skilja stöðuna þannig að Sunna fái ekki vegabréfið vegna farbanns. 30. janúar 2018 21:00 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
„Þetta er bara eins og ég hélt, það er akkúrat engin umönnun í kringum Sunnu. Hún var að fá að vita það núna að hún er með þrjú brotin rifbein og þurfti að finna það út sjálf,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Sunna hefur legið slösuð á spítala í Málaga í fjórtán daga. Ómögulegt hefur reynst að koma henni heim til Íslands þar sem lögreglan á Spáni hefur vegabréf hennar í sinni vörslu. „Héðan er bara neyðarkall á íslensk stjórnvöld að nota allar sínar diplómatísku leiðir til að leysa þetta mál. Það er enginn hér til að annast hana nema foreldrar hennar, ég hef séð það sjálfur,“ segir Jón. Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu, segist engin svör fá um það hvers vegna vegabréf hennar sé í vörslu lögreglunnar á Spáni. „Ég hef verið í sambandi við embætti Ríkislögreglustjóra en það virðist mest lítið vita um málið. Ég reikna með að það séu einhver samskipti milli lögreglunnar í ríkjunum tveimur en við fáum engar upplýsingar,“ segir Páll. Stefnt var að því að Sunna kæmi til Íslands með sjúkraflugi í síðustu viku en það hefur ekki gengið eftir þar sem vegabréf hennar er í vörslu spænsku lögreglunnar. Eiginmaður Sunnu er í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnamáli. „Mögulega er lögreglan að reyna að fiska einhverjar upplýsingar með þessu en hún veit ekkert um það mál. Hún er að einblína á að ná heilsu aftur,“ segir Páll. Hann segir að umbjóðandi hans hafi ekki stöðu sakbornings og sé ekki í farbanni. Því þyki honum málið hið undarlegasta.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. 30. janúar 2018 08:49 Telur farbann ástæðu þess að Sunna fær ekki vegabréfið Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu sem er nýlentur í Malaga, segist skilja stöðuna þannig að Sunna fái ekki vegabréfið vegna farbanns. 30. janúar 2018 21:00 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. 30. janúar 2018 08:49
Telur farbann ástæðu þess að Sunna fær ekki vegabréfið Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu sem er nýlentur í Malaga, segist skilja stöðuna þannig að Sunna fái ekki vegabréfið vegna farbanns. 30. janúar 2018 21:00
Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00