Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 08:49 Sunna Elvira ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Malaga. Mynd/Unnur Birgisdóttir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. Hann segir óvissuna versta en Jón Kristinn er nú sjálfur á leið til Spánar til að veita Sunnu og fjölskyldu hennar stuðning og reyna að þoka málinu áfram. Sunna liggur á sjúkrahúsi í Malaga eftir slys sem hún lenti í fyrr í mánuðinum. Hún er lömuð upp að brjósti og segir Jón Kristinn að ástand hennar fari stöðugt versnandi. Sett var af stað söfnun til að koma henni heim til Íslands og hefur náðst að safna fyrir flugfarinu en kostnaðurinn við það er 5,5 milljónir króna. Alls óvíst er hins vegar hvenær Sunna kemst heim. Jón Kristinn ræddi mál Sunnu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var þar spurður hvað væri í gangi. „Ef ég vissi það þá mynd ég segja ykkur það. En það virðist vera sem svo að yfirvöld á Spáni haldi passanum einhverra hluta vegna og útskýri það ekki frekar. Hún er ekki með réttarstöðu grunaðs eða sakbornings í því máli sem maðurinn hennar tengist nú [...] sem er þetta mál sem er kennt við Skáksambandið sem er innflutningur á eiturlyfjum,“ sagði Jón Kristinn í Bítinu og vísaði þar í mál sem kom upp fyrir tæpum þremur vikum og snýr að innflutningi á töluverði magni fíkniefna.Hvorki sérfræðiaðstoð né andleg aðstoð og takmörkuð enskukunnátta Maður Sunnu, Sigurður Kristinsson, var handtekinn við komuna til Íslands í liðinni viku vegna gruns um aðild að málinu og var í kjölfarið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. „Þetta er alveg óskylt mál og ekkert komið fram sem hindrar það að hún eigi að komast heim því með hverri stundu þá fer hennar líðan versnandi og við vinir hennar og ættingjar erum mjög uggandi yfir hennar stöðu. Eftir ráðleggingar mér vitrari manna þá ákvað ég að fara út til að reyna að þoka þessu máli því þetta er algjörlega óviðunandi því hún er þarna á sjúkrahúsi í Malaga við mjög litla og takmarkaða umönnun,“ sagði Jón Kristinn. Hann sagði Sunnu ekki fá neina sérfræðiaðstoð eða andlega aðstoð. Þá væri enskukunnátta heilbrigðisstarfsmanna á sjúkrahúsinu takmörkuð. „Þetta er mikil óvissa og óvissan er náttúrulega verst þegar um svona hluti er að ræða.“ Jón Kristinn segir bæði lögregluyfirvöld og utanríkisráðuneytið hér heima vinna að því fullum fetum að leysa málið. Þá ítrekar hann þakklæti Sunnu og fjölskyldu hennar til þjóðarinnar vegna söfnunarinnar sem gekk svo vel. Heilbrigðismál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. Hann segir óvissuna versta en Jón Kristinn er nú sjálfur á leið til Spánar til að veita Sunnu og fjölskyldu hennar stuðning og reyna að þoka málinu áfram. Sunna liggur á sjúkrahúsi í Malaga eftir slys sem hún lenti í fyrr í mánuðinum. Hún er lömuð upp að brjósti og segir Jón Kristinn að ástand hennar fari stöðugt versnandi. Sett var af stað söfnun til að koma henni heim til Íslands og hefur náðst að safna fyrir flugfarinu en kostnaðurinn við það er 5,5 milljónir króna. Alls óvíst er hins vegar hvenær Sunna kemst heim. Jón Kristinn ræddi mál Sunnu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var þar spurður hvað væri í gangi. „Ef ég vissi það þá mynd ég segja ykkur það. En það virðist vera sem svo að yfirvöld á Spáni haldi passanum einhverra hluta vegna og útskýri það ekki frekar. Hún er ekki með réttarstöðu grunaðs eða sakbornings í því máli sem maðurinn hennar tengist nú [...] sem er þetta mál sem er kennt við Skáksambandið sem er innflutningur á eiturlyfjum,“ sagði Jón Kristinn í Bítinu og vísaði þar í mál sem kom upp fyrir tæpum þremur vikum og snýr að innflutningi á töluverði magni fíkniefna.Hvorki sérfræðiaðstoð né andleg aðstoð og takmörkuð enskukunnátta Maður Sunnu, Sigurður Kristinsson, var handtekinn við komuna til Íslands í liðinni viku vegna gruns um aðild að málinu og var í kjölfarið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. „Þetta er alveg óskylt mál og ekkert komið fram sem hindrar það að hún eigi að komast heim því með hverri stundu þá fer hennar líðan versnandi og við vinir hennar og ættingjar erum mjög uggandi yfir hennar stöðu. Eftir ráðleggingar mér vitrari manna þá ákvað ég að fara út til að reyna að þoka þessu máli því þetta er algjörlega óviðunandi því hún er þarna á sjúkrahúsi í Malaga við mjög litla og takmarkaða umönnun,“ sagði Jón Kristinn. Hann sagði Sunnu ekki fá neina sérfræðiaðstoð eða andlega aðstoð. Þá væri enskukunnátta heilbrigðisstarfsmanna á sjúkrahúsinu takmörkuð. „Þetta er mikil óvissa og óvissan er náttúrulega verst þegar um svona hluti er að ræða.“ Jón Kristinn segir bæði lögregluyfirvöld og utanríkisráðuneytið hér heima vinna að því fullum fetum að leysa málið. Þá ítrekar hann þakklæti Sunnu og fjölskyldu hennar til þjóðarinnar vegna söfnunarinnar sem gekk svo vel.
Heilbrigðismál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15
Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00
Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00