Félagaskiptaglugginn lokaði í Evrópu í kvöld. Fjölmörg félög voru mjög iðin á markaðnum á meðan önnur tóku því rólega, sátt með sinn hóp.
Þriggja félaga púsluspil sem náði á milli tveggja landa kláraðist. Pierre-Emerick Aubameyang kláraði loksins skipti sín yfir til Arsenal, en þau höfðu verið yfirvofandi í nokkurn tíma. Þá þurfti Dortmund hins vegar að finna sér nýjan mann í sóknarlínuna og sótti Michi Batshuayi á lán til Chelsea. Englandsmeistararnir bættu upp fyrir það með kaupum á Olivier Giroud, sem mátti fara frá Arsenal því Aubameyang var kominn.
Vísir fylgdist vel með gangi gluggans í dag og má sjá lýsinguna hér fyrir neðan.
Helstu félagaskipti dagsins:
