Komast ensku liðin áfram í 16 liða úrslitin? Hjörvar Ólafsson skrifar 11. desember 2018 11:00 Kemst Liverpool áfram? vísir/getty Það ræðst í kvöld hvort Liverpool kemst í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla en lokaumferð í A-D riðlum keppninnar verður leikin í kvöld. Riðlakeppninni lýkur svo með átta leikjum í E-H riðlum annað kvöld. Napoli sem trónir á toppi C-riðilsins með níu stig sækir Liverpool, silfurlið Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili sem er með sex stig fyrir lokaumferðina, heim á Anfield í kvöld. Paris Saint-Germain sem hefur átta stig í öðru sæti riðilsins heimsækir svo Rauðu stjörnuna sem er úr leik í Meistaradeildinni en á enn veika von um að ná 3. sæti riðilsins og komast þannig í Evrópudeildina eftir áramót. Ljóst er að 1-0 sigur Liverpool myndi fleyta Bítlaborgarliðinu áfram en nái Napoli að skora í leiknum þurfa heimamenn tveggja marka sigur til þess að tryggja sér áframhaldandi þátttöku í Meistaradeildinni. Napoli vann fyrri leikinn gegn Liverpool með einu marki gegn engu. Stuðningsmenn Rauða hersins geta yljað sér við þá staðreynd að liðið er ósigrað í 18 Evrópuleikjum á Anfield í röð. Tottenham Hotspur á nokkuð erfitt verkefni fyrir höndum gegn Barcelona á Nývangi. Spurs á í baráttu við Inter um að fylgja Barcelona í 16 liða úrslitin. Inter mætir PSV Eindhoven á San Siro. Tottenham tryggir sér sæti í 16 liða úrslitunum með sigri á Barcelona eða svo lengi sem liðið nær í betri úrslit en Inter. Börsungar eru búnir að vinna B-riðilinn en þeir hafa fengið 13 stig af 15 mögulegum í Meistaradeildinni í vetur. Barcelona vann fyrri leikinn gegn Tottenham á Wembley, 2-4. Atlético Mardrid og Borussia Dortmund eru komin upp úr A-riðlinum. Atlético mætir Club Brugge á útivelli og með sigri er toppsætið í riðlinum þeirra. Dortmund getur unnið riðilinn en til þess að það gerist þarf liðið að vinna Monaco á útivelli og treysta á að Club Brugge taki stig af Atlético. Porto og Schalke eru komin í 16 liða úrslitin úr D-riðlinum. Lítil spenna er fyrir leiki kvöldsins í D-riðlinum því ljóst er að Porto endar í 1. sæti hans og Schalke í 2. sætinu. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira
Það ræðst í kvöld hvort Liverpool kemst í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla en lokaumferð í A-D riðlum keppninnar verður leikin í kvöld. Riðlakeppninni lýkur svo með átta leikjum í E-H riðlum annað kvöld. Napoli sem trónir á toppi C-riðilsins með níu stig sækir Liverpool, silfurlið Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili sem er með sex stig fyrir lokaumferðina, heim á Anfield í kvöld. Paris Saint-Germain sem hefur átta stig í öðru sæti riðilsins heimsækir svo Rauðu stjörnuna sem er úr leik í Meistaradeildinni en á enn veika von um að ná 3. sæti riðilsins og komast þannig í Evrópudeildina eftir áramót. Ljóst er að 1-0 sigur Liverpool myndi fleyta Bítlaborgarliðinu áfram en nái Napoli að skora í leiknum þurfa heimamenn tveggja marka sigur til þess að tryggja sér áframhaldandi þátttöku í Meistaradeildinni. Napoli vann fyrri leikinn gegn Liverpool með einu marki gegn engu. Stuðningsmenn Rauða hersins geta yljað sér við þá staðreynd að liðið er ósigrað í 18 Evrópuleikjum á Anfield í röð. Tottenham Hotspur á nokkuð erfitt verkefni fyrir höndum gegn Barcelona á Nývangi. Spurs á í baráttu við Inter um að fylgja Barcelona í 16 liða úrslitin. Inter mætir PSV Eindhoven á San Siro. Tottenham tryggir sér sæti í 16 liða úrslitunum með sigri á Barcelona eða svo lengi sem liðið nær í betri úrslit en Inter. Börsungar eru búnir að vinna B-riðilinn en þeir hafa fengið 13 stig af 15 mögulegum í Meistaradeildinni í vetur. Barcelona vann fyrri leikinn gegn Tottenham á Wembley, 2-4. Atlético Mardrid og Borussia Dortmund eru komin upp úr A-riðlinum. Atlético mætir Club Brugge á útivelli og með sigri er toppsætið í riðlinum þeirra. Dortmund getur unnið riðilinn en til þess að það gerist þarf liðið að vinna Monaco á útivelli og treysta á að Club Brugge taki stig af Atlético. Porto og Schalke eru komin í 16 liða úrslitin úr D-riðlinum. Lítil spenna er fyrir leiki kvöldsins í D-riðlinum því ljóst er að Porto endar í 1. sæti hans og Schalke í 2. sætinu.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira