Miðvörðurinn Guðrún Arnardóttir hefur samið við sænska liðið Djurgården í Svíþjóð. Þetta staðfesti umboðsmaður hennar við 433.is í dag.
Guðrún hóf meistarflokksferil sinn með Selfossi en gekk síðar til liðs við Breiðablik og hefur verið lykilmaður í liði Blika meðfram því að hún spilaði í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.
Miðvörðurinn hefur verið í kringum A-landsliðið síðustu ár og á fimm A-landsleiki á baki fyrir Ísland.
Hún sagði upp samningi sínum við Blika á dögunum og hefur nú skrifað undir hhjá Djurgården. Djurgården lauk leik í sænsku úrvalsdeildinni í áttunda sæti á nýliðnu tímabili.
Hjá Djurgården leika íslensku landsliðskonurnar Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir.
Guðrún Arnar til Djurgården
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn






Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn

Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn