TF-EIR og TF-GRO koma í þjónustu Landhelgisgæslunnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. desember 2018 19:00 Á sjö árum hefur útköllum hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar fjölgað um 65 prósent og það sem af er áru eru útköllin orðin 265. Tvær nýjar þyrlur sem koma í þjónustu gæslunnar eftir áramót hafa fengið heitin TF-GRO og TF-EIR. Af þeim 265 útköllum sem flugdeild Landhelgisgæslunnar hefur sinnt það sem af er ári eru 30 prósent á sjó og 29 prósent Suðurlandi. 20 prósent á Vesturlandi og Vestfjörðum og níu prósent á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Flest voru útköllin á milli klukkan tólf á hádegi til klukkan sex á kvöldin en rúm 40 prósent allra útkalla hafa verið á hæsta forgangsstigi þar sem líf fólks er í húfi. Fyrir tíu árum síðan var heildar fjöldi útkalla 154 og frá árinu 2011 og til dagsins í dag hefur útköllum fjölgað um 65 prósent. Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu ÍslandsVísir/Friðrik ÞórSjúkraflug inn í land er að aukast „Þetta þýðir aukið álag og þá minnkandi tíma til annarra starfa eins og löggæslu og eftirlits en bitnar einna helst á æfingartíma,“ segir Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands. Þó liggur fyrir að á næsta ári verður fjölgað um eina áhöfn í þyrluvakt Landhelgisgæslunnar. „Þetta er gríðarstórt skref og gerir það að verkum að okkur tekst að vera meira til taks með tvær áhafnir stærri hluta ársins,“ segir Georg. Georg segir að miðað við tölfræði síðustu ára mundi sjúkraflug aukast á næstu árum. „Sjúkraflug inn á land hefur aukist gríðarmikið þannig að við reiknum með því að svo verði,“ segir Georg.Önnur af leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar sem verður skilað á næsta áriVísir/VilhelmTF-EIR og TF-GRO koma til þjónustu á nýju ári Til umræðu hefur verið hvort staðsetja eigi minni sjúkraþyrlu á Suðurlandi og skilaði starfshópur skýrslu til heilbrigðisráðherra í sumar og kosti þess og galla. Georg segir að heppilegast væri að þyrlur væru staðsettar sem víðast um landið. „Það er alveg klárt, en á meðan skóinn kreppir að í fjármálum að þá er kannski ekki raunhæft að setja upp annað ríkisrekið flugfélag, heldur þá að berja í brestina hjá Landhelgisgæslunni og efla þá starfsemi sem þar er fyrir. En auðvitað er það okkar markmið að hafa þyrlu sem víðast,"segir Georg. Í lok janúar og byrjun apríl koma tvær nýjar þyrlur í flota gæslunnar í staðinn fyrir TF-SYN og TF-GNÁ. Þær hafa fengið einkennisstafina TF-GRO og TF-EIR.TF-EIR, önnur af tveimur nýjum leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar sem er væntanleg til landsins í janúar. Hin ber einkennisstafina TF-GROMynd/Landhelgisgæslan Landhelgisgæslan Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Á sjö árum hefur útköllum hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar fjölgað um 65 prósent og það sem af er áru eru útköllin orðin 265. Tvær nýjar þyrlur sem koma í þjónustu gæslunnar eftir áramót hafa fengið heitin TF-GRO og TF-EIR. Af þeim 265 útköllum sem flugdeild Landhelgisgæslunnar hefur sinnt það sem af er ári eru 30 prósent á sjó og 29 prósent Suðurlandi. 20 prósent á Vesturlandi og Vestfjörðum og níu prósent á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Flest voru útköllin á milli klukkan tólf á hádegi til klukkan sex á kvöldin en rúm 40 prósent allra útkalla hafa verið á hæsta forgangsstigi þar sem líf fólks er í húfi. Fyrir tíu árum síðan var heildar fjöldi útkalla 154 og frá árinu 2011 og til dagsins í dag hefur útköllum fjölgað um 65 prósent. Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu ÍslandsVísir/Friðrik ÞórSjúkraflug inn í land er að aukast „Þetta þýðir aukið álag og þá minnkandi tíma til annarra starfa eins og löggæslu og eftirlits en bitnar einna helst á æfingartíma,“ segir Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands. Þó liggur fyrir að á næsta ári verður fjölgað um eina áhöfn í þyrluvakt Landhelgisgæslunnar. „Þetta er gríðarstórt skref og gerir það að verkum að okkur tekst að vera meira til taks með tvær áhafnir stærri hluta ársins,“ segir Georg. Georg segir að miðað við tölfræði síðustu ára mundi sjúkraflug aukast á næstu árum. „Sjúkraflug inn á land hefur aukist gríðarmikið þannig að við reiknum með því að svo verði,“ segir Georg.Önnur af leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar sem verður skilað á næsta áriVísir/VilhelmTF-EIR og TF-GRO koma til þjónustu á nýju ári Til umræðu hefur verið hvort staðsetja eigi minni sjúkraþyrlu á Suðurlandi og skilaði starfshópur skýrslu til heilbrigðisráðherra í sumar og kosti þess og galla. Georg segir að heppilegast væri að þyrlur væru staðsettar sem víðast um landið. „Það er alveg klárt, en á meðan skóinn kreppir að í fjármálum að þá er kannski ekki raunhæft að setja upp annað ríkisrekið flugfélag, heldur þá að berja í brestina hjá Landhelgisgæslunni og efla þá starfsemi sem þar er fyrir. En auðvitað er það okkar markmið að hafa þyrlu sem víðast,"segir Georg. Í lok janúar og byrjun apríl koma tvær nýjar þyrlur í flota gæslunnar í staðinn fyrir TF-SYN og TF-GNÁ. Þær hafa fengið einkennisstafina TF-GRO og TF-EIR.TF-EIR, önnur af tveimur nýjum leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar sem er væntanleg til landsins í janúar. Hin ber einkennisstafina TF-GROMynd/Landhelgisgæslan
Landhelgisgæslan Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira