Ásmundi blöskrar skóleysi Björns Levís Birgir Olgeirsson skrifar 11. desember 2018 18:11 Ásmundur Friðriksson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Hanna Ásmundur Friðriksson segir Björn Leví Gunnarsson sýna Alþingi mikla vanvirðingu með því að ganga um þingsalinn á sokkaleistunum. Þetta sagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins um þingmann Pírata í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag.Ásmundur kvaddi sér hljóðs á Alþingi í dag þar sem hann gerði að umræðuefni klæðnað þingmanna í þingsal. Sagði hann það óviðeigandi af þingmönnum að klæðast gallabuxum við þingstörf og velti fyrir sér hvers vegna bindisskyldan var afnumin þingveturinn 2009 til 2013.Konurnar oftast huggulega klæddar Í Reykjavík síðdegis sagði hann karla sem sitja á þingi eiga að lágmarki að vera í jakkafötum og skyrtu. Klæðnaður kvenna sé ögn frjálslegir en Ásmundur sagði að sér hugnaðist ekki að þær væru í gallabuxum í þinginu. „Þær eru oftast mjög huggulega klæddar en stundum í gallabuxum,“ sagði Ásmundur á Bylgjunni.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.FBL/ERNIRHann sagði einn þingmann ganga um á sokkaleistunum en það sé Björn Leví Gunnarsson. Ásmundur sagðist telja að ekki væri kveðið á um það í reglum Alþingis að þingmenn ættu að vera klæddir í skó við þingstörf. „Menn hafa mögulega ekki haft hugmyndaflug til að láta sér detta það til hugar einhver myndi sýna þinginu þá vanvirðingu að vera á sokkaleistunum,“ sagði Ásmundur.Sagði nei við skrifstofustjórann „Er hann í skónum heima hjá sér? Ég er hvergi innandyra í skóm,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi um málið. Björn segist vera ögn heitfengur og svitni óþarflega mikið ef hann er lengi í skónum. „Ég er að spara fólki lykt og svoleiðis,“ segir Björn. Hann segist fáar athugasemdir hafa fengið vegna skóleysisins á Alþingi. Oftast sé honum hrósað fyrir fallega sokka. Skrifstofustjóri Alþingis hafi þó eitt sinn spurt hann hvort hann gæti verið í skóm? „Ég sagði bara; nei!“ Alþingi Tengdar fréttir Níu þingmenn hafa fengið samtals 173 milljónir króna vegna ferða á eigin bíl Níu þingmenn hafa fengið alls 173.283.106 króna greiddar í aksturskostnað vegna ferða á eigin bíl frá Alþingi frá árinu 2007 til og með árinu í ár. 5. desember 2018 14:00 Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28 Telur „afar óviðeigandi“ að vera í gallabuxum í þingsal Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði klæðaburð þingmanna að umtalsefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 11. desember 2018 14:15 Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Ásmundur Friðriksson segir Björn Leví Gunnarsson sýna Alþingi mikla vanvirðingu með því að ganga um þingsalinn á sokkaleistunum. Þetta sagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins um þingmann Pírata í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag.Ásmundur kvaddi sér hljóðs á Alþingi í dag þar sem hann gerði að umræðuefni klæðnað þingmanna í þingsal. Sagði hann það óviðeigandi af þingmönnum að klæðast gallabuxum við þingstörf og velti fyrir sér hvers vegna bindisskyldan var afnumin þingveturinn 2009 til 2013.Konurnar oftast huggulega klæddar Í Reykjavík síðdegis sagði hann karla sem sitja á þingi eiga að lágmarki að vera í jakkafötum og skyrtu. Klæðnaður kvenna sé ögn frjálslegir en Ásmundur sagði að sér hugnaðist ekki að þær væru í gallabuxum í þinginu. „Þær eru oftast mjög huggulega klæddar en stundum í gallabuxum,“ sagði Ásmundur á Bylgjunni.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.FBL/ERNIRHann sagði einn þingmann ganga um á sokkaleistunum en það sé Björn Leví Gunnarsson. Ásmundur sagðist telja að ekki væri kveðið á um það í reglum Alþingis að þingmenn ættu að vera klæddir í skó við þingstörf. „Menn hafa mögulega ekki haft hugmyndaflug til að láta sér detta það til hugar einhver myndi sýna þinginu þá vanvirðingu að vera á sokkaleistunum,“ sagði Ásmundur.Sagði nei við skrifstofustjórann „Er hann í skónum heima hjá sér? Ég er hvergi innandyra í skóm,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi um málið. Björn segist vera ögn heitfengur og svitni óþarflega mikið ef hann er lengi í skónum. „Ég er að spara fólki lykt og svoleiðis,“ segir Björn. Hann segist fáar athugasemdir hafa fengið vegna skóleysisins á Alþingi. Oftast sé honum hrósað fyrir fallega sokka. Skrifstofustjóri Alþingis hafi þó eitt sinn spurt hann hvort hann gæti verið í skóm? „Ég sagði bara; nei!“
Alþingi Tengdar fréttir Níu þingmenn hafa fengið samtals 173 milljónir króna vegna ferða á eigin bíl Níu þingmenn hafa fengið alls 173.283.106 króna greiddar í aksturskostnað vegna ferða á eigin bíl frá Alþingi frá árinu 2007 til og með árinu í ár. 5. desember 2018 14:00 Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28 Telur „afar óviðeigandi“ að vera í gallabuxum í þingsal Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði klæðaburð þingmanna að umtalsefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 11. desember 2018 14:15 Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Níu þingmenn hafa fengið samtals 173 milljónir króna vegna ferða á eigin bíl Níu þingmenn hafa fengið alls 173.283.106 króna greiddar í aksturskostnað vegna ferða á eigin bíl frá Alþingi frá árinu 2007 til og með árinu í ár. 5. desember 2018 14:00
Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28
Telur „afar óviðeigandi“ að vera í gallabuxum í þingsal Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði klæðaburð þingmanna að umtalsefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 11. desember 2018 14:15
Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15