Ásmundi blöskrar skóleysi Björns Levís Birgir Olgeirsson skrifar 11. desember 2018 18:11 Ásmundur Friðriksson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Hanna Ásmundur Friðriksson segir Björn Leví Gunnarsson sýna Alþingi mikla vanvirðingu með því að ganga um þingsalinn á sokkaleistunum. Þetta sagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins um þingmann Pírata í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag.Ásmundur kvaddi sér hljóðs á Alþingi í dag þar sem hann gerði að umræðuefni klæðnað þingmanna í þingsal. Sagði hann það óviðeigandi af þingmönnum að klæðast gallabuxum við þingstörf og velti fyrir sér hvers vegna bindisskyldan var afnumin þingveturinn 2009 til 2013.Konurnar oftast huggulega klæddar Í Reykjavík síðdegis sagði hann karla sem sitja á þingi eiga að lágmarki að vera í jakkafötum og skyrtu. Klæðnaður kvenna sé ögn frjálslegir en Ásmundur sagði að sér hugnaðist ekki að þær væru í gallabuxum í þinginu. „Þær eru oftast mjög huggulega klæddar en stundum í gallabuxum,“ sagði Ásmundur á Bylgjunni.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.FBL/ERNIRHann sagði einn þingmann ganga um á sokkaleistunum en það sé Björn Leví Gunnarsson. Ásmundur sagðist telja að ekki væri kveðið á um það í reglum Alþingis að þingmenn ættu að vera klæddir í skó við þingstörf. „Menn hafa mögulega ekki haft hugmyndaflug til að láta sér detta það til hugar einhver myndi sýna þinginu þá vanvirðingu að vera á sokkaleistunum,“ sagði Ásmundur.Sagði nei við skrifstofustjórann „Er hann í skónum heima hjá sér? Ég er hvergi innandyra í skóm,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi um málið. Björn segist vera ögn heitfengur og svitni óþarflega mikið ef hann er lengi í skónum. „Ég er að spara fólki lykt og svoleiðis,“ segir Björn. Hann segist fáar athugasemdir hafa fengið vegna skóleysisins á Alþingi. Oftast sé honum hrósað fyrir fallega sokka. Skrifstofustjóri Alþingis hafi þó eitt sinn spurt hann hvort hann gæti verið í skóm? „Ég sagði bara; nei!“ Alþingi Tengdar fréttir Níu þingmenn hafa fengið samtals 173 milljónir króna vegna ferða á eigin bíl Níu þingmenn hafa fengið alls 173.283.106 króna greiddar í aksturskostnað vegna ferða á eigin bíl frá Alþingi frá árinu 2007 til og með árinu í ár. 5. desember 2018 14:00 Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28 Telur „afar óviðeigandi“ að vera í gallabuxum í þingsal Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði klæðaburð þingmanna að umtalsefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 11. desember 2018 14:15 Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Ásmundur Friðriksson segir Björn Leví Gunnarsson sýna Alþingi mikla vanvirðingu með því að ganga um þingsalinn á sokkaleistunum. Þetta sagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins um þingmann Pírata í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag.Ásmundur kvaddi sér hljóðs á Alþingi í dag þar sem hann gerði að umræðuefni klæðnað þingmanna í þingsal. Sagði hann það óviðeigandi af þingmönnum að klæðast gallabuxum við þingstörf og velti fyrir sér hvers vegna bindisskyldan var afnumin þingveturinn 2009 til 2013.Konurnar oftast huggulega klæddar Í Reykjavík síðdegis sagði hann karla sem sitja á þingi eiga að lágmarki að vera í jakkafötum og skyrtu. Klæðnaður kvenna sé ögn frjálslegir en Ásmundur sagði að sér hugnaðist ekki að þær væru í gallabuxum í þinginu. „Þær eru oftast mjög huggulega klæddar en stundum í gallabuxum,“ sagði Ásmundur á Bylgjunni.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.FBL/ERNIRHann sagði einn þingmann ganga um á sokkaleistunum en það sé Björn Leví Gunnarsson. Ásmundur sagðist telja að ekki væri kveðið á um það í reglum Alþingis að þingmenn ættu að vera klæddir í skó við þingstörf. „Menn hafa mögulega ekki haft hugmyndaflug til að láta sér detta það til hugar einhver myndi sýna þinginu þá vanvirðingu að vera á sokkaleistunum,“ sagði Ásmundur.Sagði nei við skrifstofustjórann „Er hann í skónum heima hjá sér? Ég er hvergi innandyra í skóm,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi um málið. Björn segist vera ögn heitfengur og svitni óþarflega mikið ef hann er lengi í skónum. „Ég er að spara fólki lykt og svoleiðis,“ segir Björn. Hann segist fáar athugasemdir hafa fengið vegna skóleysisins á Alþingi. Oftast sé honum hrósað fyrir fallega sokka. Skrifstofustjóri Alþingis hafi þó eitt sinn spurt hann hvort hann gæti verið í skóm? „Ég sagði bara; nei!“
Alþingi Tengdar fréttir Níu þingmenn hafa fengið samtals 173 milljónir króna vegna ferða á eigin bíl Níu þingmenn hafa fengið alls 173.283.106 króna greiddar í aksturskostnað vegna ferða á eigin bíl frá Alþingi frá árinu 2007 til og með árinu í ár. 5. desember 2018 14:00 Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28 Telur „afar óviðeigandi“ að vera í gallabuxum í þingsal Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði klæðaburð þingmanna að umtalsefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 11. desember 2018 14:15 Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Níu þingmenn hafa fengið samtals 173 milljónir króna vegna ferða á eigin bíl Níu þingmenn hafa fengið alls 173.283.106 króna greiddar í aksturskostnað vegna ferða á eigin bíl frá Alþingi frá árinu 2007 til og með árinu í ár. 5. desember 2018 14:00
Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28
Telur „afar óviðeigandi“ að vera í gallabuxum í þingsal Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði klæðaburð þingmanna að umtalsefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 11. desember 2018 14:15
Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15