Albert er þakklátur Phillip Cocu | Fékk að velja á milli Orlando og Indónesíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2018 13:00 Albert Guðmundsson. Vísir/Getty Janúarmánuður ætlar að vera heldur betur eftirminnilegur fyrir hinn tvítuga Albert Guðmundsson sem er að stimpla sig inn bæði hjá A-landsliðinu og liði PSV. Albert Guðmundsson opnaði markareikning sinn með íslenska landsliðinu í Indónesíuferðinni á dögunum og átti síðan frábæra innkomu hjá PSV á sunnudaginn, innkomu sem var þriggja stiga virði. Albert hefði hinsvegar aldrei farið í æfingaferðina með íslenska landsliðinu nema af því að hann fékk sérstakt leyfi frá þjálfara PSV Eindhoven, Phillip Cocu. Albert hefur fengið mikla athygli í Hollandi eftir innkomu sína um helgina þar sem hann lagði upp sigurmark liðsins í uppbótartíma eftir að hafa komið inná sem varamaður aðeins nokkrum mínútum áður. Albert fékk að velja á milli æfingaferða. Hann hefði getað farið með liði PSV í æfingaferð til Orlando í Bandaríkjunum en valdi það að stimpla sig inn hjá íslenska A-landsliðinu. Eftir að hafa lagt upp fjögur mörk í fyrri leiknum á móti Indónesíu og skorað þrjú mörk í þeim síðari þá sýndi Albert að hann getur vel verið í HM-hóp Íslands næsta sumar. „Ég fékk að velja sjálfur. Hann lofaði mér að staða mín innan PSV liðsins myndi ekki breytast sama hvað ég gerði,“ sagði Albert í viðtali við Eindhoven Dagblad.PSV'er Albert Gudmundsson: 'Assist was goed, de afronding van Luuk nog beter' https://t.co/41O9LbCKk5pic.twitter.com/AKbcOtJk73 — Eindhovens Dagblad (@ED_Eindhoven) January 21, 2018 „Ég er mjög þakklátur honum fyrir það. Það eru ekki allir þjálfarar sem myndu gefa leikmanni sínum slíkt frelsi ekki síst þar sem að leikirnir í Indónesíu voru ekki á opinberum landsleikjadögum,“ sagði Albert. Albert launaði Phillip Cocu þetta strax með því að tryggja liðinu þrjú stig á móti Heracles Almelo á sunnudaginn. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvað hann fær svo að spila mikið með aðalliði PSV Eindhoven í næstu leikjum. Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira
Janúarmánuður ætlar að vera heldur betur eftirminnilegur fyrir hinn tvítuga Albert Guðmundsson sem er að stimpla sig inn bæði hjá A-landsliðinu og liði PSV. Albert Guðmundsson opnaði markareikning sinn með íslenska landsliðinu í Indónesíuferðinni á dögunum og átti síðan frábæra innkomu hjá PSV á sunnudaginn, innkomu sem var þriggja stiga virði. Albert hefði hinsvegar aldrei farið í æfingaferðina með íslenska landsliðinu nema af því að hann fékk sérstakt leyfi frá þjálfara PSV Eindhoven, Phillip Cocu. Albert hefur fengið mikla athygli í Hollandi eftir innkomu sína um helgina þar sem hann lagði upp sigurmark liðsins í uppbótartíma eftir að hafa komið inná sem varamaður aðeins nokkrum mínútum áður. Albert fékk að velja á milli æfingaferða. Hann hefði getað farið með liði PSV í æfingaferð til Orlando í Bandaríkjunum en valdi það að stimpla sig inn hjá íslenska A-landsliðinu. Eftir að hafa lagt upp fjögur mörk í fyrri leiknum á móti Indónesíu og skorað þrjú mörk í þeim síðari þá sýndi Albert að hann getur vel verið í HM-hóp Íslands næsta sumar. „Ég fékk að velja sjálfur. Hann lofaði mér að staða mín innan PSV liðsins myndi ekki breytast sama hvað ég gerði,“ sagði Albert í viðtali við Eindhoven Dagblad.PSV'er Albert Gudmundsson: 'Assist was goed, de afronding van Luuk nog beter' https://t.co/41O9LbCKk5pic.twitter.com/AKbcOtJk73 — Eindhovens Dagblad (@ED_Eindhoven) January 21, 2018 „Ég er mjög þakklátur honum fyrir það. Það eru ekki allir þjálfarar sem myndu gefa leikmanni sínum slíkt frelsi ekki síst þar sem að leikirnir í Indónesíu voru ekki á opinberum landsleikjadögum,“ sagði Albert. Albert launaði Phillip Cocu þetta strax með því að tryggja liðinu þrjú stig á móti Heracles Almelo á sunnudaginn. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvað hann fær svo að spila mikið með aðalliði PSV Eindhoven í næstu leikjum.
Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira