Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2018 16:45 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Rannsakendur Robert S. Mueller, sérstaks saksóknara, ræddu við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í síðustu viku vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Hann er fyrsti meðlimur ríkisstjórnar Donald Trump, forseta, sem rannsakendur hafa rætt við og var rætt við hann í margar klukkustundir samkvæmt frétt New York Times.Mueller rannsakar afskipti yfirvalda í Rússlandi af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim afskiptum. Hann var skipaður í embætti sérstaks saksóknara eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglunnar, vegna rannsóknar stofnunarinnar á afskiptum Rússa af kosningunum sem Comey leiddi.Mögulegt lykilvitni Rannsókn Mueller snýr meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Sessions gæti verið lykilvitni Mueller varðandi brottrekstur Comey þar sem hann kom var einn af fáum sem ræddu brottreksturinn beint við forsetann. Þar að auki leiddi Sessions utanríkismálanefnd framboðs Trump og tók þátt í að mynda stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Rússlandi.Sjá einnig: Sagði Ástrala að Rússar sætu á upplýsingum um Clinton áður en það var opinbertSessions sjálfur hefur sagt sig frá rannsókninni eftir að í ljós kom að hann hafði sagt ósatt frá fundum sínum og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands. Sessions var einn af fyrstu og dyggustu stuðningsmönnum Trump og var fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn til að lýsa yfir stuðningi við framboð Trump. Forsetinn er þó reiður við hann og segir ákvörðun hans um að segja sig frá rannsókninni hafa leitt til þess að Robert Mueller var skipaður sérstakur saksóknari til að rannsaka afskiptin og mögulegt samstarf framboðs Trump með yfirvöldum í Rússlandi. Trump hefur einnig gagnrýnt Sessions fyrir að vernda sig ekki. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að Sessions segi af sér og saka hann um að hafa ekki tekist að stöðva rannsókn FBI, sem þeir segja vera glæfralega.Gagnrýni Repúblikana á Muell, FBI og Dómsmálaráðuneytið hefur færst mjög svo í aukana á undanförnum mánuðum.Sjá einnig: Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árásaFormaður þingnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Devin Nunes, hefur sett saman minnisblað sem hann og aðrir þingmenn Repúblikanaflokksins, segja að sýni fram á starfsmenn FBI og Dómsmálaráðuneytisins hafi brotið lög við framkvæmd Rússarannsóknarinnar og hleranir á framboði Trump. Þingmennirnir hafa neitað að afhenda FBI og ráðuneytinu umrætt minnisblað og vilja þess í stað að Trump opinberi það sjálfur. Demókratar segja að um enn eina tilraunina til að grafa undan rannsókninni sé að ræða. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15 Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42 Hvíta húsið múlbatt Bannon Fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump í Hvíta húsinu neitaði að svara spurningum þingmanna í gær. 17. janúar 2018 07:43 Trump segir viðtal við Mueller ólíklegt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ólíklegt að hann muni ræða við rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara, vegna rannsóknarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum þar í landi árið 2016. 10. janúar 2018 23:33 Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Rannsakendur Robert S. Mueller, sérstaks saksóknara, ræddu við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í síðustu viku vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Hann er fyrsti meðlimur ríkisstjórnar Donald Trump, forseta, sem rannsakendur hafa rætt við og var rætt við hann í margar klukkustundir samkvæmt frétt New York Times.Mueller rannsakar afskipti yfirvalda í Rússlandi af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim afskiptum. Hann var skipaður í embætti sérstaks saksóknara eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglunnar, vegna rannsóknar stofnunarinnar á afskiptum Rússa af kosningunum sem Comey leiddi.Mögulegt lykilvitni Rannsókn Mueller snýr meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Sessions gæti verið lykilvitni Mueller varðandi brottrekstur Comey þar sem hann kom var einn af fáum sem ræddu brottreksturinn beint við forsetann. Þar að auki leiddi Sessions utanríkismálanefnd framboðs Trump og tók þátt í að mynda stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Rússlandi.Sjá einnig: Sagði Ástrala að Rússar sætu á upplýsingum um Clinton áður en það var opinbertSessions sjálfur hefur sagt sig frá rannsókninni eftir að í ljós kom að hann hafði sagt ósatt frá fundum sínum og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands. Sessions var einn af fyrstu og dyggustu stuðningsmönnum Trump og var fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn til að lýsa yfir stuðningi við framboð Trump. Forsetinn er þó reiður við hann og segir ákvörðun hans um að segja sig frá rannsókninni hafa leitt til þess að Robert Mueller var skipaður sérstakur saksóknari til að rannsaka afskiptin og mögulegt samstarf framboðs Trump með yfirvöldum í Rússlandi. Trump hefur einnig gagnrýnt Sessions fyrir að vernda sig ekki. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að Sessions segi af sér og saka hann um að hafa ekki tekist að stöðva rannsókn FBI, sem þeir segja vera glæfralega.Gagnrýni Repúblikana á Muell, FBI og Dómsmálaráðuneytið hefur færst mjög svo í aukana á undanförnum mánuðum.Sjá einnig: Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árásaFormaður þingnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Devin Nunes, hefur sett saman minnisblað sem hann og aðrir þingmenn Repúblikanaflokksins, segja að sýni fram á starfsmenn FBI og Dómsmálaráðuneytisins hafi brotið lög við framkvæmd Rússarannsóknarinnar og hleranir á framboði Trump. Þingmennirnir hafa neitað að afhenda FBI og ráðuneytinu umrætt minnisblað og vilja þess í stað að Trump opinberi það sjálfur. Demókratar segja að um enn eina tilraunina til að grafa undan rannsókninni sé að ræða.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15 Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42 Hvíta húsið múlbatt Bannon Fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump í Hvíta húsinu neitaði að svara spurningum þingmanna í gær. 17. janúar 2018 07:43 Trump segir viðtal við Mueller ólíklegt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ólíklegt að hann muni ræða við rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara, vegna rannsóknarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum þar í landi árið 2016. 10. janúar 2018 23:33 Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15
Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27
Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42
Hvíta húsið múlbatt Bannon Fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump í Hvíta húsinu neitaði að svara spurningum þingmanna í gær. 17. janúar 2018 07:43
Trump segir viðtal við Mueller ólíklegt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ólíklegt að hann muni ræða við rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara, vegna rannsóknarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum þar í landi árið 2016. 10. janúar 2018 23:33
Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03