Hjartnæm saga og fjáröflun reyndist svikamylla Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2018 10:01 Johnny Bobbitt Jr, Kate McClure og Mark D'Amico AP/Elizabeth Robertson Það vakti mikla athygli á heimsvísu þegar bandarísk kona birti í fyrra sögu um að heimilislaus maður eyddi síðustu peningunum sínum til að hjálpa henni þegar hún varð eldsneytislaus í New Jersey. Í stað þess að hún þyrfti að ganga ein um hættulegan hluta borgarinnar fór heimilislausi maðurinn og keypti eldsneyti fyrir hana.Sagan fór eins og eldur í sinu um heiminn og fjölmargir fjölmiðlar ræddu við þau. Konan og eiginmaður hennar þökkuðu manninum fyrir með því að setja á laggirnar hópfjáröflun til stuðnings heimilislausa mannsins. Þannig söfnuðu þau milljónum króna handa heimilislausa manninum og var útlit fyrir að líf hans myndi taka stakkaskiptum. Gallinn er bara sá að lögreglan segir þetta allt vera lygi. Þau Johnny Bobbitt, Katelyn McClure og Mark D‘Amico hafa verið handtekin fyrir fjársvik og saksóknarar í Burlingtonsýslu segja að allir þeir sem hafi lagt fé til hópfjáröflunarinnar muni fá endurgreitt frá fyrirtækinu GoFundMe.Sagði vini að sagan væri uppspuni „Öll þessi atburðarás byggði á lygi. Þetta voru allt lygar. Þetta var ólöglegt og það verða afleiðingar,“ sagði saksóknarinn Scott Coffina á blaðamannafundi í gær. Hann sagði McClure ekki hafa orðið eldsneytislausa og að Bobbitt hefði ekki komið henni til hjálpar. Þess hefðu þau hist skömmu áður og lagt á ráðin um að koma svikamyllunni á laggirnar. McClure sendi textaskilaboð á vin sinn innan við klukkustund eftir að söfnunin var komin af stað, þar sem hún sagði að sagan væri uppspuni.Hér má sjá hluta blaðamannafundar Coffina í gær.Saksóknar segja McClure hafa sagt þessum vini sínum að þau hefðu fundið upp á þessari sögu til að leika á tilfinningar fólks. Þau fóru saman í viðtöl, myndatökur og voru gestir í sjónvarpsþáttum. Vísir er meðal þeirra miðla sem hefur fjallað um málið byggt á umfjöllun vestan hafs.Eyddu peningunum hratt Talið er að þau hafi safnað 367 þúsund dölum, að sögn Coffina, sem samsvarar um 45,6 milljónum króna miðað við gengið í dag. Washington Post segir þau þó hafa safnað rúmlega 400 þúsund dölum. Þau eyddu þessum peningum mjög hratt og er ekki króna eftir í dag. Miklum hluta peninganna virðist hafa verið eytt í spilavítum. Í skilaboðum á milli McClure og D‘Amico frá því í mars hafði hún áhyggjur af því að þau ættu lítið af peningum eftir. Hann hafði þó engar áhyggjur og sagði að samningurinn sem þau höfðu gert varðandi bókarútgáfu myndu skila þeim gífurlegum tekjum. Eitthvað virðist þó hafa slitnað upp úr samstarfinu og virðist sem að parið hafi ekki látið Bobbitt fá sinn hluta. Hann höfðaði mál gegn McClure og D‘Amico fyrir nokkrum mánuðum og sakaði þau um að hafa eytt öllum peningum. Í kjölfar þess sagði D‘Amico að parið væri að geyma 150 þúsund dali fyrir Bobbitt þar til hann næði sér á strik, hætti að nota fíkniefni og fengi sér vinnu.AP fréttaveitan segir rannsakendur hafa kafað í saumana á málinu eftir lögsókn Bobbitt og þá hafi svikin komið í ljós.Coffina sagði blaðamönnum í gær að ef Bobbitt hefði ekki höfðað mál gegn hjónunum hefðu svikin líklega aldrei uppgötvast. Saksóknarinnar sagðist hafa samúð með Bobbitt, sem er fyrrverandi hermaður, vegna málsins en sagði ljóst að hann hefði tekið virkan þátt í því að svíkja fólk. Bobbitt var handtekinn í öðru ríki á miðvikudaginn og í kjölfarið gáfu McClure og D‘Amico sig fram við lögreglu. Bobbitt er enn í haldi og verður fluttur til New Jersey en hjónunum var sleppt. Verði þau dæmd sek gætu þau setið í fangelsi í fimm til tíu ár. Bandaríkin Tengdar fréttir Söfnuðu milljónum fyrir góðhjartaðan heimilislausan mann Johnny Bobbitt eyddi síðasta peningnum sínum til að kaupa eldsneyti fyrir konu í basli. Konan og kærasti hennar efndu til hópfjáröflunar fyrir Bobbitt sem sló í gegn. 24. nóvember 2017 16:42 Sakar miskunnsömu samverjana um að eyða milljónunum í lúxusvarning Johnny Bobbitt, heimilislaus maður sem var miðpunktur milljónahópfjáröflunar bandarísks pars í fyrra, sakar parið, Kate McClure og Mark D'Amico, um að stela peningunum sem söfnuðust fyrir hann og verja þeim í allskyns lúxusvarning. 27. ágúst 2018 08:52 Stefnir miskunnsömu samverjunum fyrir fjársvik Síðustu vikur hefur Bobbitt sakað parið um að stela af sér peningunum sem söfnuðust fyrir hann og verja þeim í allskyns lúxusvarning. 30. ágúst 2018 08:55 Parinu fyrirskipað að skila milljónunum Maðurinn, Johnny Bobbitt, hefur staðið í deilum við parið undanfarna mánuði og sakað það um að eyða fénu í lúxusvarning. 31. ágúst 2018 14:26 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Það vakti mikla athygli á heimsvísu þegar bandarísk kona birti í fyrra sögu um að heimilislaus maður eyddi síðustu peningunum sínum til að hjálpa henni þegar hún varð eldsneytislaus í New Jersey. Í stað þess að hún þyrfti að ganga ein um hættulegan hluta borgarinnar fór heimilislausi maðurinn og keypti eldsneyti fyrir hana.Sagan fór eins og eldur í sinu um heiminn og fjölmargir fjölmiðlar ræddu við þau. Konan og eiginmaður hennar þökkuðu manninum fyrir með því að setja á laggirnar hópfjáröflun til stuðnings heimilislausa mannsins. Þannig söfnuðu þau milljónum króna handa heimilislausa manninum og var útlit fyrir að líf hans myndi taka stakkaskiptum. Gallinn er bara sá að lögreglan segir þetta allt vera lygi. Þau Johnny Bobbitt, Katelyn McClure og Mark D‘Amico hafa verið handtekin fyrir fjársvik og saksóknarar í Burlingtonsýslu segja að allir þeir sem hafi lagt fé til hópfjáröflunarinnar muni fá endurgreitt frá fyrirtækinu GoFundMe.Sagði vini að sagan væri uppspuni „Öll þessi atburðarás byggði á lygi. Þetta voru allt lygar. Þetta var ólöglegt og það verða afleiðingar,“ sagði saksóknarinn Scott Coffina á blaðamannafundi í gær. Hann sagði McClure ekki hafa orðið eldsneytislausa og að Bobbitt hefði ekki komið henni til hjálpar. Þess hefðu þau hist skömmu áður og lagt á ráðin um að koma svikamyllunni á laggirnar. McClure sendi textaskilaboð á vin sinn innan við klukkustund eftir að söfnunin var komin af stað, þar sem hún sagði að sagan væri uppspuni.Hér má sjá hluta blaðamannafundar Coffina í gær.Saksóknar segja McClure hafa sagt þessum vini sínum að þau hefðu fundið upp á þessari sögu til að leika á tilfinningar fólks. Þau fóru saman í viðtöl, myndatökur og voru gestir í sjónvarpsþáttum. Vísir er meðal þeirra miðla sem hefur fjallað um málið byggt á umfjöllun vestan hafs.Eyddu peningunum hratt Talið er að þau hafi safnað 367 þúsund dölum, að sögn Coffina, sem samsvarar um 45,6 milljónum króna miðað við gengið í dag. Washington Post segir þau þó hafa safnað rúmlega 400 þúsund dölum. Þau eyddu þessum peningum mjög hratt og er ekki króna eftir í dag. Miklum hluta peninganna virðist hafa verið eytt í spilavítum. Í skilaboðum á milli McClure og D‘Amico frá því í mars hafði hún áhyggjur af því að þau ættu lítið af peningum eftir. Hann hafði þó engar áhyggjur og sagði að samningurinn sem þau höfðu gert varðandi bókarútgáfu myndu skila þeim gífurlegum tekjum. Eitthvað virðist þó hafa slitnað upp úr samstarfinu og virðist sem að parið hafi ekki látið Bobbitt fá sinn hluta. Hann höfðaði mál gegn McClure og D‘Amico fyrir nokkrum mánuðum og sakaði þau um að hafa eytt öllum peningum. Í kjölfar þess sagði D‘Amico að parið væri að geyma 150 þúsund dali fyrir Bobbitt þar til hann næði sér á strik, hætti að nota fíkniefni og fengi sér vinnu.AP fréttaveitan segir rannsakendur hafa kafað í saumana á málinu eftir lögsókn Bobbitt og þá hafi svikin komið í ljós.Coffina sagði blaðamönnum í gær að ef Bobbitt hefði ekki höfðað mál gegn hjónunum hefðu svikin líklega aldrei uppgötvast. Saksóknarinnar sagðist hafa samúð með Bobbitt, sem er fyrrverandi hermaður, vegna málsins en sagði ljóst að hann hefði tekið virkan þátt í því að svíkja fólk. Bobbitt var handtekinn í öðru ríki á miðvikudaginn og í kjölfarið gáfu McClure og D‘Amico sig fram við lögreglu. Bobbitt er enn í haldi og verður fluttur til New Jersey en hjónunum var sleppt. Verði þau dæmd sek gætu þau setið í fangelsi í fimm til tíu ár.
Bandaríkin Tengdar fréttir Söfnuðu milljónum fyrir góðhjartaðan heimilislausan mann Johnny Bobbitt eyddi síðasta peningnum sínum til að kaupa eldsneyti fyrir konu í basli. Konan og kærasti hennar efndu til hópfjáröflunar fyrir Bobbitt sem sló í gegn. 24. nóvember 2017 16:42 Sakar miskunnsömu samverjana um að eyða milljónunum í lúxusvarning Johnny Bobbitt, heimilislaus maður sem var miðpunktur milljónahópfjáröflunar bandarísks pars í fyrra, sakar parið, Kate McClure og Mark D'Amico, um að stela peningunum sem söfnuðust fyrir hann og verja þeim í allskyns lúxusvarning. 27. ágúst 2018 08:52 Stefnir miskunnsömu samverjunum fyrir fjársvik Síðustu vikur hefur Bobbitt sakað parið um að stela af sér peningunum sem söfnuðust fyrir hann og verja þeim í allskyns lúxusvarning. 30. ágúst 2018 08:55 Parinu fyrirskipað að skila milljónunum Maðurinn, Johnny Bobbitt, hefur staðið í deilum við parið undanfarna mánuði og sakað það um að eyða fénu í lúxusvarning. 31. ágúst 2018 14:26 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Söfnuðu milljónum fyrir góðhjartaðan heimilislausan mann Johnny Bobbitt eyddi síðasta peningnum sínum til að kaupa eldsneyti fyrir konu í basli. Konan og kærasti hennar efndu til hópfjáröflunar fyrir Bobbitt sem sló í gegn. 24. nóvember 2017 16:42
Sakar miskunnsömu samverjana um að eyða milljónunum í lúxusvarning Johnny Bobbitt, heimilislaus maður sem var miðpunktur milljónahópfjáröflunar bandarísks pars í fyrra, sakar parið, Kate McClure og Mark D'Amico, um að stela peningunum sem söfnuðust fyrir hann og verja þeim í allskyns lúxusvarning. 27. ágúst 2018 08:52
Stefnir miskunnsömu samverjunum fyrir fjársvik Síðustu vikur hefur Bobbitt sakað parið um að stela af sér peningunum sem söfnuðust fyrir hann og verja þeim í allskyns lúxusvarning. 30. ágúst 2018 08:55
Parinu fyrirskipað að skila milljónunum Maðurinn, Johnny Bobbitt, hefur staðið í deilum við parið undanfarna mánuði og sakað það um að eyða fénu í lúxusvarning. 31. ágúst 2018 14:26