Hjartnæm saga og fjáröflun reyndist svikamylla Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2018 10:01 Johnny Bobbitt Jr, Kate McClure og Mark D'Amico AP/Elizabeth Robertson Það vakti mikla athygli á heimsvísu þegar bandarísk kona birti í fyrra sögu um að heimilislaus maður eyddi síðustu peningunum sínum til að hjálpa henni þegar hún varð eldsneytislaus í New Jersey. Í stað þess að hún þyrfti að ganga ein um hættulegan hluta borgarinnar fór heimilislausi maðurinn og keypti eldsneyti fyrir hana.Sagan fór eins og eldur í sinu um heiminn og fjölmargir fjölmiðlar ræddu við þau. Konan og eiginmaður hennar þökkuðu manninum fyrir með því að setja á laggirnar hópfjáröflun til stuðnings heimilislausa mannsins. Þannig söfnuðu þau milljónum króna handa heimilislausa manninum og var útlit fyrir að líf hans myndi taka stakkaskiptum. Gallinn er bara sá að lögreglan segir þetta allt vera lygi. Þau Johnny Bobbitt, Katelyn McClure og Mark D‘Amico hafa verið handtekin fyrir fjársvik og saksóknarar í Burlingtonsýslu segja að allir þeir sem hafi lagt fé til hópfjáröflunarinnar muni fá endurgreitt frá fyrirtækinu GoFundMe.Sagði vini að sagan væri uppspuni „Öll þessi atburðarás byggði á lygi. Þetta voru allt lygar. Þetta var ólöglegt og það verða afleiðingar,“ sagði saksóknarinn Scott Coffina á blaðamannafundi í gær. Hann sagði McClure ekki hafa orðið eldsneytislausa og að Bobbitt hefði ekki komið henni til hjálpar. Þess hefðu þau hist skömmu áður og lagt á ráðin um að koma svikamyllunni á laggirnar. McClure sendi textaskilaboð á vin sinn innan við klukkustund eftir að söfnunin var komin af stað, þar sem hún sagði að sagan væri uppspuni.Hér má sjá hluta blaðamannafundar Coffina í gær.Saksóknar segja McClure hafa sagt þessum vini sínum að þau hefðu fundið upp á þessari sögu til að leika á tilfinningar fólks. Þau fóru saman í viðtöl, myndatökur og voru gestir í sjónvarpsþáttum. Vísir er meðal þeirra miðla sem hefur fjallað um málið byggt á umfjöllun vestan hafs.Eyddu peningunum hratt Talið er að þau hafi safnað 367 þúsund dölum, að sögn Coffina, sem samsvarar um 45,6 milljónum króna miðað við gengið í dag. Washington Post segir þau þó hafa safnað rúmlega 400 þúsund dölum. Þau eyddu þessum peningum mjög hratt og er ekki króna eftir í dag. Miklum hluta peninganna virðist hafa verið eytt í spilavítum. Í skilaboðum á milli McClure og D‘Amico frá því í mars hafði hún áhyggjur af því að þau ættu lítið af peningum eftir. Hann hafði þó engar áhyggjur og sagði að samningurinn sem þau höfðu gert varðandi bókarútgáfu myndu skila þeim gífurlegum tekjum. Eitthvað virðist þó hafa slitnað upp úr samstarfinu og virðist sem að parið hafi ekki látið Bobbitt fá sinn hluta. Hann höfðaði mál gegn McClure og D‘Amico fyrir nokkrum mánuðum og sakaði þau um að hafa eytt öllum peningum. Í kjölfar þess sagði D‘Amico að parið væri að geyma 150 þúsund dali fyrir Bobbitt þar til hann næði sér á strik, hætti að nota fíkniefni og fengi sér vinnu.AP fréttaveitan segir rannsakendur hafa kafað í saumana á málinu eftir lögsókn Bobbitt og þá hafi svikin komið í ljós.Coffina sagði blaðamönnum í gær að ef Bobbitt hefði ekki höfðað mál gegn hjónunum hefðu svikin líklega aldrei uppgötvast. Saksóknarinnar sagðist hafa samúð með Bobbitt, sem er fyrrverandi hermaður, vegna málsins en sagði ljóst að hann hefði tekið virkan þátt í því að svíkja fólk. Bobbitt var handtekinn í öðru ríki á miðvikudaginn og í kjölfarið gáfu McClure og D‘Amico sig fram við lögreglu. Bobbitt er enn í haldi og verður fluttur til New Jersey en hjónunum var sleppt. Verði þau dæmd sek gætu þau setið í fangelsi í fimm til tíu ár. Bandaríkin Tengdar fréttir Söfnuðu milljónum fyrir góðhjartaðan heimilislausan mann Johnny Bobbitt eyddi síðasta peningnum sínum til að kaupa eldsneyti fyrir konu í basli. Konan og kærasti hennar efndu til hópfjáröflunar fyrir Bobbitt sem sló í gegn. 24. nóvember 2017 16:42 Sakar miskunnsömu samverjana um að eyða milljónunum í lúxusvarning Johnny Bobbitt, heimilislaus maður sem var miðpunktur milljónahópfjáröflunar bandarísks pars í fyrra, sakar parið, Kate McClure og Mark D'Amico, um að stela peningunum sem söfnuðust fyrir hann og verja þeim í allskyns lúxusvarning. 27. ágúst 2018 08:52 Stefnir miskunnsömu samverjunum fyrir fjársvik Síðustu vikur hefur Bobbitt sakað parið um að stela af sér peningunum sem söfnuðust fyrir hann og verja þeim í allskyns lúxusvarning. 30. ágúst 2018 08:55 Parinu fyrirskipað að skila milljónunum Maðurinn, Johnny Bobbitt, hefur staðið í deilum við parið undanfarna mánuði og sakað það um að eyða fénu í lúxusvarning. 31. ágúst 2018 14:26 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Það vakti mikla athygli á heimsvísu þegar bandarísk kona birti í fyrra sögu um að heimilislaus maður eyddi síðustu peningunum sínum til að hjálpa henni þegar hún varð eldsneytislaus í New Jersey. Í stað þess að hún þyrfti að ganga ein um hættulegan hluta borgarinnar fór heimilislausi maðurinn og keypti eldsneyti fyrir hana.Sagan fór eins og eldur í sinu um heiminn og fjölmargir fjölmiðlar ræddu við þau. Konan og eiginmaður hennar þökkuðu manninum fyrir með því að setja á laggirnar hópfjáröflun til stuðnings heimilislausa mannsins. Þannig söfnuðu þau milljónum króna handa heimilislausa manninum og var útlit fyrir að líf hans myndi taka stakkaskiptum. Gallinn er bara sá að lögreglan segir þetta allt vera lygi. Þau Johnny Bobbitt, Katelyn McClure og Mark D‘Amico hafa verið handtekin fyrir fjársvik og saksóknarar í Burlingtonsýslu segja að allir þeir sem hafi lagt fé til hópfjáröflunarinnar muni fá endurgreitt frá fyrirtækinu GoFundMe.Sagði vini að sagan væri uppspuni „Öll þessi atburðarás byggði á lygi. Þetta voru allt lygar. Þetta var ólöglegt og það verða afleiðingar,“ sagði saksóknarinn Scott Coffina á blaðamannafundi í gær. Hann sagði McClure ekki hafa orðið eldsneytislausa og að Bobbitt hefði ekki komið henni til hjálpar. Þess hefðu þau hist skömmu áður og lagt á ráðin um að koma svikamyllunni á laggirnar. McClure sendi textaskilaboð á vin sinn innan við klukkustund eftir að söfnunin var komin af stað, þar sem hún sagði að sagan væri uppspuni.Hér má sjá hluta blaðamannafundar Coffina í gær.Saksóknar segja McClure hafa sagt þessum vini sínum að þau hefðu fundið upp á þessari sögu til að leika á tilfinningar fólks. Þau fóru saman í viðtöl, myndatökur og voru gestir í sjónvarpsþáttum. Vísir er meðal þeirra miðla sem hefur fjallað um málið byggt á umfjöllun vestan hafs.Eyddu peningunum hratt Talið er að þau hafi safnað 367 þúsund dölum, að sögn Coffina, sem samsvarar um 45,6 milljónum króna miðað við gengið í dag. Washington Post segir þau þó hafa safnað rúmlega 400 þúsund dölum. Þau eyddu þessum peningum mjög hratt og er ekki króna eftir í dag. Miklum hluta peninganna virðist hafa verið eytt í spilavítum. Í skilaboðum á milli McClure og D‘Amico frá því í mars hafði hún áhyggjur af því að þau ættu lítið af peningum eftir. Hann hafði þó engar áhyggjur og sagði að samningurinn sem þau höfðu gert varðandi bókarútgáfu myndu skila þeim gífurlegum tekjum. Eitthvað virðist þó hafa slitnað upp úr samstarfinu og virðist sem að parið hafi ekki látið Bobbitt fá sinn hluta. Hann höfðaði mál gegn McClure og D‘Amico fyrir nokkrum mánuðum og sakaði þau um að hafa eytt öllum peningum. Í kjölfar þess sagði D‘Amico að parið væri að geyma 150 þúsund dali fyrir Bobbitt þar til hann næði sér á strik, hætti að nota fíkniefni og fengi sér vinnu.AP fréttaveitan segir rannsakendur hafa kafað í saumana á málinu eftir lögsókn Bobbitt og þá hafi svikin komið í ljós.Coffina sagði blaðamönnum í gær að ef Bobbitt hefði ekki höfðað mál gegn hjónunum hefðu svikin líklega aldrei uppgötvast. Saksóknarinnar sagðist hafa samúð með Bobbitt, sem er fyrrverandi hermaður, vegna málsins en sagði ljóst að hann hefði tekið virkan þátt í því að svíkja fólk. Bobbitt var handtekinn í öðru ríki á miðvikudaginn og í kjölfarið gáfu McClure og D‘Amico sig fram við lögreglu. Bobbitt er enn í haldi og verður fluttur til New Jersey en hjónunum var sleppt. Verði þau dæmd sek gætu þau setið í fangelsi í fimm til tíu ár.
Bandaríkin Tengdar fréttir Söfnuðu milljónum fyrir góðhjartaðan heimilislausan mann Johnny Bobbitt eyddi síðasta peningnum sínum til að kaupa eldsneyti fyrir konu í basli. Konan og kærasti hennar efndu til hópfjáröflunar fyrir Bobbitt sem sló í gegn. 24. nóvember 2017 16:42 Sakar miskunnsömu samverjana um að eyða milljónunum í lúxusvarning Johnny Bobbitt, heimilislaus maður sem var miðpunktur milljónahópfjáröflunar bandarísks pars í fyrra, sakar parið, Kate McClure og Mark D'Amico, um að stela peningunum sem söfnuðust fyrir hann og verja þeim í allskyns lúxusvarning. 27. ágúst 2018 08:52 Stefnir miskunnsömu samverjunum fyrir fjársvik Síðustu vikur hefur Bobbitt sakað parið um að stela af sér peningunum sem söfnuðust fyrir hann og verja þeim í allskyns lúxusvarning. 30. ágúst 2018 08:55 Parinu fyrirskipað að skila milljónunum Maðurinn, Johnny Bobbitt, hefur staðið í deilum við parið undanfarna mánuði og sakað það um að eyða fénu í lúxusvarning. 31. ágúst 2018 14:26 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Söfnuðu milljónum fyrir góðhjartaðan heimilislausan mann Johnny Bobbitt eyddi síðasta peningnum sínum til að kaupa eldsneyti fyrir konu í basli. Konan og kærasti hennar efndu til hópfjáröflunar fyrir Bobbitt sem sló í gegn. 24. nóvember 2017 16:42
Sakar miskunnsömu samverjana um að eyða milljónunum í lúxusvarning Johnny Bobbitt, heimilislaus maður sem var miðpunktur milljónahópfjáröflunar bandarísks pars í fyrra, sakar parið, Kate McClure og Mark D'Amico, um að stela peningunum sem söfnuðust fyrir hann og verja þeim í allskyns lúxusvarning. 27. ágúst 2018 08:52
Stefnir miskunnsömu samverjunum fyrir fjársvik Síðustu vikur hefur Bobbitt sakað parið um að stela af sér peningunum sem söfnuðust fyrir hann og verja þeim í allskyns lúxusvarning. 30. ágúst 2018 08:55
Parinu fyrirskipað að skila milljónunum Maðurinn, Johnny Bobbitt, hefur staðið í deilum við parið undanfarna mánuði og sakað það um að eyða fénu í lúxusvarning. 31. ágúst 2018 14:26