Söfnuðu milljónum fyrir góðhjartaðan heimilislausan mann Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2017 16:42 Kate McClure og Johnny Bobbitt. Kate McClure var að keyra eftir hraðbraut í New Jersy þegar hún varð eldsneytislaus í síðasta mánuði. Hún var hrædd og stressuð þegar hún gekk eftir veginum að kvöldi til að næstu bensínstöð. Áður en langt um leið hitti hún heimilislausan mann sem sagði henni að fara aftur í bílinn sinn og læsa honum. Skömmu seinna kom hann aftur og var með bensínbrúsa. Johnny Bobbitt hafði þá eytt síðasta peningnum sínum til að kaupa bensín fyrir McClure. Bobbitt bað ekki um neitt í staðinn. Á næstu vikum stoppaði McClure nokkrum sinnum hjá Bobbitt. Hún endurgreiddi honum fyrir eldsneytið og gaf honum hlý föt og peninga. Hún vildi þó alltaf gera meira fyrir hann. Nú hefur McClure og kærasti hennar Mark D‘Amico safnað rúmlega 300 þúsund dölum fyrir Bobbitt. Það samsvarar rúmlega 31 milljón króna. Þau McClure og D‘Amico gripu til þess ráðs að efna til hópfjáröflunar þar sem þau sögðu frá umræddu kvöldi þegar hún varð eldsneytislaus og samskiptum sínum við Bobbitt. Markmið þeirra var að safna fyrir innborgun á íbúð og ódýrum og traustum bíl fyrir Bobbitt.Sagan fór þó eins og eldur í sinum um internetið og hafa fjölmiðlar ytra fjallað um málið einnig. Nú hafa tæplega ellefu þúsund manns gefið til söfnunarinnar og þegar þetta er skrifað hefur 307.561 dalur safnast. D‘Amico sagði í samtali við CNN að hann hefði aldrei átt von á að svo mikið myndi safnast. Hann segist ekki geta útskýrt hvernig þetta hafi gerst.Bobbitt er nú kominn á hótel og með tölvu og er hann að átta sig á því hvað hann vill gera við alla peningana. D‘Amico sagði CNN að Bobbitt hefði hug á því að gefa hluta þeirra til nokkurra staða eins og athvarfa sem hann hefur getað treyst á í heimilisleysi sínu. Hann vildi þakka fyrir sig með því að hjálpa öðrum. „Hann dreymir ekki um kampavín og kavíar.“Hér má sjá myndband þar sem parið tilkynnti Bobbitt að söfnunin væri komin í 769 dali fyrr í mánuðinum. #fresh pic.twitter.com/lRRmxfYl2Z— Kate McClure (@getjohnnyahome) November 24, 2017 Bandaríkin Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Kate McClure var að keyra eftir hraðbraut í New Jersy þegar hún varð eldsneytislaus í síðasta mánuði. Hún var hrædd og stressuð þegar hún gekk eftir veginum að kvöldi til að næstu bensínstöð. Áður en langt um leið hitti hún heimilislausan mann sem sagði henni að fara aftur í bílinn sinn og læsa honum. Skömmu seinna kom hann aftur og var með bensínbrúsa. Johnny Bobbitt hafði þá eytt síðasta peningnum sínum til að kaupa bensín fyrir McClure. Bobbitt bað ekki um neitt í staðinn. Á næstu vikum stoppaði McClure nokkrum sinnum hjá Bobbitt. Hún endurgreiddi honum fyrir eldsneytið og gaf honum hlý föt og peninga. Hún vildi þó alltaf gera meira fyrir hann. Nú hefur McClure og kærasti hennar Mark D‘Amico safnað rúmlega 300 þúsund dölum fyrir Bobbitt. Það samsvarar rúmlega 31 milljón króna. Þau McClure og D‘Amico gripu til þess ráðs að efna til hópfjáröflunar þar sem þau sögðu frá umræddu kvöldi þegar hún varð eldsneytislaus og samskiptum sínum við Bobbitt. Markmið þeirra var að safna fyrir innborgun á íbúð og ódýrum og traustum bíl fyrir Bobbitt.Sagan fór þó eins og eldur í sinum um internetið og hafa fjölmiðlar ytra fjallað um málið einnig. Nú hafa tæplega ellefu þúsund manns gefið til söfnunarinnar og þegar þetta er skrifað hefur 307.561 dalur safnast. D‘Amico sagði í samtali við CNN að hann hefði aldrei átt von á að svo mikið myndi safnast. Hann segist ekki geta útskýrt hvernig þetta hafi gerst.Bobbitt er nú kominn á hótel og með tölvu og er hann að átta sig á því hvað hann vill gera við alla peningana. D‘Amico sagði CNN að Bobbitt hefði hug á því að gefa hluta þeirra til nokkurra staða eins og athvarfa sem hann hefur getað treyst á í heimilisleysi sínu. Hann vildi þakka fyrir sig með því að hjálpa öðrum. „Hann dreymir ekki um kampavín og kavíar.“Hér má sjá myndband þar sem parið tilkynnti Bobbitt að söfnunin væri komin í 769 dali fyrr í mánuðinum. #fresh pic.twitter.com/lRRmxfYl2Z— Kate McClure (@getjohnnyahome) November 24, 2017
Bandaríkin Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira