Fangelsisdómur við því að segja útrýmingarbúðir hafa verið pólskar Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2018 23:00 Helfarinnar var minnst á laugardaginn. 73 ár eru liðin frá því henni lauk. Vísir/Getty Neðri deild pólska þingsins samþykkti á föstudaginn nýtt frumvarp varðandi Helförina og útrýmingarbúðir Nasista í Póllandi. Verði frumvarpið að lögum gæti það varðað allt að þriggja ára fangelsisvist að segja umræddar útrýmingarbúðir vera pólskar. Lögin myndu eiga jafnt yfir heima- og ferðamenn. Fyrst þarf þó öldungadeild þingsins að samþykkja frumvarpið og Andrzej Duda, forseti, að skrifa undir það. Duda hefur þó lýst því yfir að hann muni skoða frumvarpið vandlega, verði það samþykkt á öldungadeildinni, áður en hann skrifi undir það.Samkvæmt AFP fréttaveitunni segir einnig í frumvarpinu að hver sá sem varpar ábyrgð vegna glæpa Þriðja ríkis Þýskalands á pólsku þjóðina eða ríkið geti verið sektaður eða dæmdur í fangelsi. Einnig væri hægt að sekta eða fangelsa aðila sem saka Pólverja um aðra glæpi gegn mannkyninu, gegn friði eða stríðsglæpi.Anna Azari, sendiherra Ísrael í Póllandi, segir Ísraela telja að ef frumvarpið verði að lögum væri hægt að lögsækja gyðinga sem lifðu Helförina af fyrir að bera vitni um reynslu sína, ef einhverjir Pólverjar hafi komið þar við sögu. Azari segir ísraelska ríkið ekki sátt við umrætt frumvarp og að Ísraelar átti sig fullvel á því hverjir byggðu útrýmingarbúðirnar. Það hefðu ekki verið Pólverjar. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað Pólverja um að reyna að breyta sögunni með frumvarpinu. Hann sagði Ísrael ekki hafa þolinmæði fyrir þeim sem vilji endurskrifa söguna eða neita því að Helförin hafi átt sér stað. Ráðuneyti Netanyahu sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem sagt var frá því að hann hefði rætt við Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, í dag og að þeir hefðu sammælst um að komast að samkomulagi varðandi frumvarpið. Um sex milljónir Pólverja dóu í hersetu Þýskalands í seinni heimsstyrjöldinni. Þar af voru þrjár milljónir gyðinga. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Neðri deild pólska þingsins samþykkti á föstudaginn nýtt frumvarp varðandi Helförina og útrýmingarbúðir Nasista í Póllandi. Verði frumvarpið að lögum gæti það varðað allt að þriggja ára fangelsisvist að segja umræddar útrýmingarbúðir vera pólskar. Lögin myndu eiga jafnt yfir heima- og ferðamenn. Fyrst þarf þó öldungadeild þingsins að samþykkja frumvarpið og Andrzej Duda, forseti, að skrifa undir það. Duda hefur þó lýst því yfir að hann muni skoða frumvarpið vandlega, verði það samþykkt á öldungadeildinni, áður en hann skrifi undir það.Samkvæmt AFP fréttaveitunni segir einnig í frumvarpinu að hver sá sem varpar ábyrgð vegna glæpa Þriðja ríkis Þýskalands á pólsku þjóðina eða ríkið geti verið sektaður eða dæmdur í fangelsi. Einnig væri hægt að sekta eða fangelsa aðila sem saka Pólverja um aðra glæpi gegn mannkyninu, gegn friði eða stríðsglæpi.Anna Azari, sendiherra Ísrael í Póllandi, segir Ísraela telja að ef frumvarpið verði að lögum væri hægt að lögsækja gyðinga sem lifðu Helförina af fyrir að bera vitni um reynslu sína, ef einhverjir Pólverjar hafi komið þar við sögu. Azari segir ísraelska ríkið ekki sátt við umrætt frumvarp og að Ísraelar átti sig fullvel á því hverjir byggðu útrýmingarbúðirnar. Það hefðu ekki verið Pólverjar. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað Pólverja um að reyna að breyta sögunni með frumvarpinu. Hann sagði Ísrael ekki hafa þolinmæði fyrir þeim sem vilji endurskrifa söguna eða neita því að Helförin hafi átt sér stað. Ráðuneyti Netanyahu sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem sagt var frá því að hann hefði rætt við Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, í dag og að þeir hefðu sammælst um að komast að samkomulagi varðandi frumvarpið. Um sex milljónir Pólverja dóu í hersetu Þýskalands í seinni heimsstyrjöldinni. Þar af voru þrjár milljónir gyðinga.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira