Markamaskínan fékk útrás á brettinu eftir engar mínútur í mikilvægustu leikjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2018 12:00 Sandra María Jessen var með á EM 2017. Vísir/Getty Íslenska kvennalandsliðið komst ekki á HM í fyrsta sinn þrátt fyrir vonir og væntingar fyrir lokaleik liðsins. Leikmenn liðsins voru skiljanlega svekktir en sumir fengu ekkert tækifæri til að hjálpa til við að ná markmiðinu. Íslenska landsliðskonan og fyrirliði Íslandsmeistara Þór/KA, Sandra María Jessen, fékk ekki að spila eina mínútu í leikjum landsliðsins á móti Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM. Sandra María Jessen hefur skorað 13 mörk í Pepsi-deildinni í sumar en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson leitaði ekki til hennar í þessum mikilvægu leikjum. Miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir var sú eina sem skoraði í þremur síðustu leikjum íslenska liðsins í undankeppninni en þeir voru allir á Laugardalsvellinum. Glódís Perla skoraði tvö mörk á móti Slóvenum og svo eitt í gær á móti Tékkum. Engum miðjumanni eða sóknarmanni tókst að skora á þessum 270 mínútum. Telja má líklegt að Sandra María hafi verið mjög hungruð í að fá að spila í þessum leikjum.Sandra María hljóp 13 kílómetra á tæpum 79 mínútum sem verður að teljast fínasti tími.Instagram Söndru MaríuSandra María Jessen þekkir vel til leikmanna í báðum liðum því hún hefur spilað bæði í Þýskalandi (Bayer Leverkusen) og í Tékklandi (Slavia Prag). Í liði Tékka í gær voru margir fyrrum liðsfélagar Söndru í Slavia Prag. Sandra María var skiljanlega svekkt eftir að þurft að sitja á bekknum í þessar 180 mínútur og þurfti að fá útrás, ef marka má færslu hennar á Instagram. Hún flaug strax norður til Akureyrar og ákvað síðan að drífa sig í ræktina og hlaupa 13 kílómetra á hlaupabrettinu. Sandra María sagði frá þessu á Instagram þar sem hún birti mynd af hlaupabreyttinu undir orðunum „Smá útrás“. Fylgjendur hennar á fengu reyndar ekki að sjá tímann en hann hefur örugglega verið góður. Næst á dagskrá hjá Söndru Maríu er að hjálpa Þór/KA liðinu að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Liðið er þar í harðri baráttu við Breiðablik en liðin mætast einmitt í hálfgerðum úrslitaleik um titilinn í Kópavogi á laugardaginn kemur. HM 2019 í Frakklandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið komst ekki á HM í fyrsta sinn þrátt fyrir vonir og væntingar fyrir lokaleik liðsins. Leikmenn liðsins voru skiljanlega svekktir en sumir fengu ekkert tækifæri til að hjálpa til við að ná markmiðinu. Íslenska landsliðskonan og fyrirliði Íslandsmeistara Þór/KA, Sandra María Jessen, fékk ekki að spila eina mínútu í leikjum landsliðsins á móti Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM. Sandra María Jessen hefur skorað 13 mörk í Pepsi-deildinni í sumar en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson leitaði ekki til hennar í þessum mikilvægu leikjum. Miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir var sú eina sem skoraði í þremur síðustu leikjum íslenska liðsins í undankeppninni en þeir voru allir á Laugardalsvellinum. Glódís Perla skoraði tvö mörk á móti Slóvenum og svo eitt í gær á móti Tékkum. Engum miðjumanni eða sóknarmanni tókst að skora á þessum 270 mínútum. Telja má líklegt að Sandra María hafi verið mjög hungruð í að fá að spila í þessum leikjum.Sandra María hljóp 13 kílómetra á tæpum 79 mínútum sem verður að teljast fínasti tími.Instagram Söndru MaríuSandra María Jessen þekkir vel til leikmanna í báðum liðum því hún hefur spilað bæði í Þýskalandi (Bayer Leverkusen) og í Tékklandi (Slavia Prag). Í liði Tékka í gær voru margir fyrrum liðsfélagar Söndru í Slavia Prag. Sandra María var skiljanlega svekkt eftir að þurft að sitja á bekknum í þessar 180 mínútur og þurfti að fá útrás, ef marka má færslu hennar á Instagram. Hún flaug strax norður til Akureyrar og ákvað síðan að drífa sig í ræktina og hlaupa 13 kílómetra á hlaupabrettinu. Sandra María sagði frá þessu á Instagram þar sem hún birti mynd af hlaupabreyttinu undir orðunum „Smá útrás“. Fylgjendur hennar á fengu reyndar ekki að sjá tímann en hann hefur örugglega verið góður. Næst á dagskrá hjá Söndru Maríu er að hjálpa Þór/KA liðinu að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Liðið er þar í harðri baráttu við Breiðablik en liðin mætast einmitt í hálfgerðum úrslitaleik um titilinn í Kópavogi á laugardaginn kemur.
HM 2019 í Frakklandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Sjá meira