„Það er kraftaverk að hann skuli vera á lífi" Birgir Olgeirsson skrifar 23. desember 2018 12:30 Óskar Aðils Kemp og Rúnar Jón Hermannsson síðastliðið föstudagskvöld. Inda Hrönn Björnsdóttir „Það er kraftaverk að hann skuli vera á lífi,“ segir Inda Hrönn Björnsdóttir um manninn sinn Óskar Aðils Kemp sem slasaðist lífshættulega á Reykjanesbraut 28. apríl síðastliðinn. Óskari var haldið sofandi í fjórar vikur eftir slysið en er á batavegi í dag, þó hann eigi enn langt í land. Áreksturinn átti sér stað um hádegisbil 28. apríl síðastliðinn. Umferðaröngþveiti hafði myndast á Reykjanesbrautinni við Vallarhverfið í Hafnarfirði því fótbolti hafði skoppað inn á brautina. Var það til þess að ökumönnum varð mörgum hverjum brugðið, hægðu á sér og reyndu að sveigja framhjá boltanum sem olli mikilli röskun á umferð. Óskar brá á það ráð að stöðva bifreið sína og gefa öðrum merki um að nema staðar á meðan hann fjarlægði boltann af veginum.Frá vettvangi slyssins á Reykjanesbraut í apríl síðastliðnum.Vísir/ÍvarÍ þann mund sem Óskar gengur aftur að bílnum sínum er bíl ekið á bílinn sem hafði numið staðar fyrir aftan bíl Óskars. Bíllinn, sem ekið var á, kastaðist á Óskar og hafnaði svo á bíl Óskars þar sem dætur hans tvær voru. Inda Hrönn deildi mynd á Facebook í gær af Óskari og Rúnari Jóni Hermannssyni sem var í bílnum sem ekið var á. Rúnar hafði numið staðar á miðri akrein og sett á aðvörunarljós eftir að Óskar hafði stöðvað bíl sinn til að sækja boltann. Óskar, Inda og Rúnar og kona hans Bryndís Eyjólfsdóttir föðmuðust og fóru yfir atburðina á Reykjanesbraut 28. apríl síðastliðinn. Inda sagði hug hennar og Óskars hafa oft leitað til Rúnars og hans fjölskyldu þessa mánuði sem liðnir eru frá slysinu. Inda segir í samtali við Vísi að það hafi gert öllum gott að hittast og fara yfir hlutina og ná þannig að púsla saman þessum atburði sem breytti lífi þeirra á örskotsstund.Bandaríski ferðamaðurinn var á hvíta smábílnum sem sést hér á myndinni.Vísir/ÍvarÓskar slasaðist lang mest af þeim sem lentu í þessu slysi en hlaut mikla höfuðáverka og mundi lítið sem ekkert á meðan Rúnar hefði setið uppi með andlega þáttinn, minnugur þess sem gerðist. Sá sem olli slysinu er bandarískur ferðamaður sem kom á mikill ferð fram fyrir bílaröðina og hafnaði beint á bíl Rúnars. Var maðurinn úrskurðaður í farbann í Héraðsdómi Reykjaness en Landsréttur sneri þeim úrskurði í maí með þeim rökum að ekkert hefði komi fram sem benti til þess að ferðamaðurinn mundi reyna að leynast eða koma sér með hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, ef til þess kæmi.Sjá einnig: Tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
„Það er kraftaverk að hann skuli vera á lífi,“ segir Inda Hrönn Björnsdóttir um manninn sinn Óskar Aðils Kemp sem slasaðist lífshættulega á Reykjanesbraut 28. apríl síðastliðinn. Óskari var haldið sofandi í fjórar vikur eftir slysið en er á batavegi í dag, þó hann eigi enn langt í land. Áreksturinn átti sér stað um hádegisbil 28. apríl síðastliðinn. Umferðaröngþveiti hafði myndast á Reykjanesbrautinni við Vallarhverfið í Hafnarfirði því fótbolti hafði skoppað inn á brautina. Var það til þess að ökumönnum varð mörgum hverjum brugðið, hægðu á sér og reyndu að sveigja framhjá boltanum sem olli mikilli röskun á umferð. Óskar brá á það ráð að stöðva bifreið sína og gefa öðrum merki um að nema staðar á meðan hann fjarlægði boltann af veginum.Frá vettvangi slyssins á Reykjanesbraut í apríl síðastliðnum.Vísir/ÍvarÍ þann mund sem Óskar gengur aftur að bílnum sínum er bíl ekið á bílinn sem hafði numið staðar fyrir aftan bíl Óskars. Bíllinn, sem ekið var á, kastaðist á Óskar og hafnaði svo á bíl Óskars þar sem dætur hans tvær voru. Inda Hrönn deildi mynd á Facebook í gær af Óskari og Rúnari Jóni Hermannssyni sem var í bílnum sem ekið var á. Rúnar hafði numið staðar á miðri akrein og sett á aðvörunarljós eftir að Óskar hafði stöðvað bíl sinn til að sækja boltann. Óskar, Inda og Rúnar og kona hans Bryndís Eyjólfsdóttir föðmuðust og fóru yfir atburðina á Reykjanesbraut 28. apríl síðastliðinn. Inda sagði hug hennar og Óskars hafa oft leitað til Rúnars og hans fjölskyldu þessa mánuði sem liðnir eru frá slysinu. Inda segir í samtali við Vísi að það hafi gert öllum gott að hittast og fara yfir hlutina og ná þannig að púsla saman þessum atburði sem breytti lífi þeirra á örskotsstund.Bandaríski ferðamaðurinn var á hvíta smábílnum sem sést hér á myndinni.Vísir/ÍvarÓskar slasaðist lang mest af þeim sem lentu í þessu slysi en hlaut mikla höfuðáverka og mundi lítið sem ekkert á meðan Rúnar hefði setið uppi með andlega þáttinn, minnugur þess sem gerðist. Sá sem olli slysinu er bandarískur ferðamaður sem kom á mikill ferð fram fyrir bílaröðina og hafnaði beint á bíl Rúnars. Var maðurinn úrskurðaður í farbann í Héraðsdómi Reykjaness en Landsréttur sneri þeim úrskurði í maí með þeim rökum að ekkert hefði komi fram sem benti til þess að ferðamaðurinn mundi reyna að leynast eða koma sér með hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, ef til þess kæmi.Sjá einnig: Tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut
Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira