Segir lög um staðgöngumæðrun þarfnast skoðunar Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. ágúst 2018 21:00 Formaður velferðarnefndar Alþingis hyggst kanna hvort tilefni sé til að skoða lagaumhverfi staðgöngumæðrunar innan nefndarinnar, en engar breytingar í málaflokknum eru á dagskrá hjá heilbrigðisráðherra. Talsmaður stuðningsfélagsins Staðgöngu segir ótækt að fullunnið frumvarp liggi óhreyft ofan í skúffu hjá ráðherra. Líkt og fjallað hefur verið um undanfarna daga býður ísraelskt staðgöngumæðrunarfyrirtæki upp á milligöngu um þjónustu hér á landi. Notast er við þjónustu staðgöngumæðra erlendis – enda slíkt ferli ólöglegt á Íslandi.Frétt Stöðvar 2: Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lög Í samtali við kvöldfréttir á dögunum benti lagaprófessor aftur á móti á að erfiðleikar gætu skapast við að koma með börn sem alin eru af staðgöngumóður erlendis til landsins, enda lagarammi um efnið ekki ýkja skýr.Frétt Stöðvar 2: Erfitt gæti reynst að koma með barnið til landsins „Þó að fólk fari eftir öllum lögum og reglum á þeim stöðum þar sem það fer í gegnum ferlið og jafnvel sé búið að breyta fæðingarvottorðum hjá dómstólum ytra þá er það bara ekki tekið gilt þegar fólk kemur heim,“ segir Soffía Fransiska Rafnsdóttir Hede, talsmaður Staðgöngu. Þannig eru dæmi um að Íslendingar hafi lent í umtalsverðum vandræðum og þurft að kljást við dómstóla eftir heimkomu með börn sem alin eru með þessum hætti.Fréttir Vísis: Komast ekki heim með barn staðgöngumóðurVerða ekki foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóðurSoffía segir nauðsynlegt að réttarstaðan verði skýrari, óháð því hvort rýmka eigi heimildir til staðgöngumæðrunar hérlendis. „Það er mjög brýnt að setja lög um þetta finnst okkur. Það var náttúrulega mikil vinna á sínum tíma sem fór í gang með það frumvarp sem er til í heilbrigðisráðuneytinu,“ segir Soffía. Frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni var samið af starfshópi eftir þingsályktun árið 2012 og lagt fram á þingi í tvígang.Frumvarpið lagt fram fyrir þremur árum Frumvarpið var síðast lagt fram á Alþingi 2015, en var aldrei samþykkt. Staðgöngumæðrun hefur ekki verið tekin fyrir með þessum hætti í þinginu síðan og er ekki á dagskrá í haust. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem þá var í stjórnarandstöðu, lýsti efasemdum um frumvarpið í ræðu á þinginu 2015 og velti fyrir sér hvers vegna í ósköpunum verið væri að fjalla um að leyfa staðgöngumæðrun.Ræða Svandísar á þingi 20. október 2015 Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins, samstarfsflokks Vinstri grænna í ríkisstjórn, síðan í mars – segir hins vegar að leyfa eigi staðgöngumæðrun.Ályktun velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins í mars Í skriflegu svari til fréttastofu í gær kvaðst heilbrigðisráðherra ekki hafa neinar lagabreytingar um málið á dagskrá og sagði það þarfnast víðtækrar samfélagsumræðu.Frétt Stöðvar 2: Stefnir ekki að breytingum á lögum um staðgöngumæðrun Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, segir núverandi stöðu bagalega, en vill ekki taka afstöðu til þess hvort þrengja ætti eða rýmka heimildir til staðgöngumæðrunar hérlendis. „Auðvitað viljum við ekki að það sé einhver lagaleg óvissa um réttindi fólks þannig að það ber að laga ef svo er,“ segir Halldóra. Hún segir tilefni til að skoða málið á þingi. „Ég mun gera það og skoða hvort ég tek þetta á borð velferðarnefndar.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Formaður velferðarnefndar Alþingis hyggst kanna hvort tilefni sé til að skoða lagaumhverfi staðgöngumæðrunar innan nefndarinnar, en engar breytingar í málaflokknum eru á dagskrá hjá heilbrigðisráðherra. Talsmaður stuðningsfélagsins Staðgöngu segir ótækt að fullunnið frumvarp liggi óhreyft ofan í skúffu hjá ráðherra. Líkt og fjallað hefur verið um undanfarna daga býður ísraelskt staðgöngumæðrunarfyrirtæki upp á milligöngu um þjónustu hér á landi. Notast er við þjónustu staðgöngumæðra erlendis – enda slíkt ferli ólöglegt á Íslandi.Frétt Stöðvar 2: Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lög Í samtali við kvöldfréttir á dögunum benti lagaprófessor aftur á móti á að erfiðleikar gætu skapast við að koma með börn sem alin eru af staðgöngumóður erlendis til landsins, enda lagarammi um efnið ekki ýkja skýr.Frétt Stöðvar 2: Erfitt gæti reynst að koma með barnið til landsins „Þó að fólk fari eftir öllum lögum og reglum á þeim stöðum þar sem það fer í gegnum ferlið og jafnvel sé búið að breyta fæðingarvottorðum hjá dómstólum ytra þá er það bara ekki tekið gilt þegar fólk kemur heim,“ segir Soffía Fransiska Rafnsdóttir Hede, talsmaður Staðgöngu. Þannig eru dæmi um að Íslendingar hafi lent í umtalsverðum vandræðum og þurft að kljást við dómstóla eftir heimkomu með börn sem alin eru með þessum hætti.Fréttir Vísis: Komast ekki heim með barn staðgöngumóðurVerða ekki foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóðurSoffía segir nauðsynlegt að réttarstaðan verði skýrari, óháð því hvort rýmka eigi heimildir til staðgöngumæðrunar hérlendis. „Það er mjög brýnt að setja lög um þetta finnst okkur. Það var náttúrulega mikil vinna á sínum tíma sem fór í gang með það frumvarp sem er til í heilbrigðisráðuneytinu,“ segir Soffía. Frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni var samið af starfshópi eftir þingsályktun árið 2012 og lagt fram á þingi í tvígang.Frumvarpið lagt fram fyrir þremur árum Frumvarpið var síðast lagt fram á Alþingi 2015, en var aldrei samþykkt. Staðgöngumæðrun hefur ekki verið tekin fyrir með þessum hætti í þinginu síðan og er ekki á dagskrá í haust. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem þá var í stjórnarandstöðu, lýsti efasemdum um frumvarpið í ræðu á þinginu 2015 og velti fyrir sér hvers vegna í ósköpunum verið væri að fjalla um að leyfa staðgöngumæðrun.Ræða Svandísar á þingi 20. október 2015 Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins, samstarfsflokks Vinstri grænna í ríkisstjórn, síðan í mars – segir hins vegar að leyfa eigi staðgöngumæðrun.Ályktun velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins í mars Í skriflegu svari til fréttastofu í gær kvaðst heilbrigðisráðherra ekki hafa neinar lagabreytingar um málið á dagskrá og sagði það þarfnast víðtækrar samfélagsumræðu.Frétt Stöðvar 2: Stefnir ekki að breytingum á lögum um staðgöngumæðrun Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, segir núverandi stöðu bagalega, en vill ekki taka afstöðu til þess hvort þrengja ætti eða rýmka heimildir til staðgöngumæðrunar hérlendis. „Auðvitað viljum við ekki að það sé einhver lagaleg óvissa um réttindi fólks þannig að það ber að laga ef svo er,“ segir Halldóra. Hún segir tilefni til að skoða málið á þingi. „Ég mun gera það og skoða hvort ég tek þetta á borð velferðarnefndar.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira