Segir lög um staðgöngumæðrun þarfnast skoðunar Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. ágúst 2018 21:00 Formaður velferðarnefndar Alþingis hyggst kanna hvort tilefni sé til að skoða lagaumhverfi staðgöngumæðrunar innan nefndarinnar, en engar breytingar í málaflokknum eru á dagskrá hjá heilbrigðisráðherra. Talsmaður stuðningsfélagsins Staðgöngu segir ótækt að fullunnið frumvarp liggi óhreyft ofan í skúffu hjá ráðherra. Líkt og fjallað hefur verið um undanfarna daga býður ísraelskt staðgöngumæðrunarfyrirtæki upp á milligöngu um þjónustu hér á landi. Notast er við þjónustu staðgöngumæðra erlendis – enda slíkt ferli ólöglegt á Íslandi.Frétt Stöðvar 2: Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lög Í samtali við kvöldfréttir á dögunum benti lagaprófessor aftur á móti á að erfiðleikar gætu skapast við að koma með börn sem alin eru af staðgöngumóður erlendis til landsins, enda lagarammi um efnið ekki ýkja skýr.Frétt Stöðvar 2: Erfitt gæti reynst að koma með barnið til landsins „Þó að fólk fari eftir öllum lögum og reglum á þeim stöðum þar sem það fer í gegnum ferlið og jafnvel sé búið að breyta fæðingarvottorðum hjá dómstólum ytra þá er það bara ekki tekið gilt þegar fólk kemur heim,“ segir Soffía Fransiska Rafnsdóttir Hede, talsmaður Staðgöngu. Þannig eru dæmi um að Íslendingar hafi lent í umtalsverðum vandræðum og þurft að kljást við dómstóla eftir heimkomu með börn sem alin eru með þessum hætti.Fréttir Vísis: Komast ekki heim með barn staðgöngumóðurVerða ekki foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóðurSoffía segir nauðsynlegt að réttarstaðan verði skýrari, óháð því hvort rýmka eigi heimildir til staðgöngumæðrunar hérlendis. „Það er mjög brýnt að setja lög um þetta finnst okkur. Það var náttúrulega mikil vinna á sínum tíma sem fór í gang með það frumvarp sem er til í heilbrigðisráðuneytinu,“ segir Soffía. Frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni var samið af starfshópi eftir þingsályktun árið 2012 og lagt fram á þingi í tvígang.Frumvarpið lagt fram fyrir þremur árum Frumvarpið var síðast lagt fram á Alþingi 2015, en var aldrei samþykkt. Staðgöngumæðrun hefur ekki verið tekin fyrir með þessum hætti í þinginu síðan og er ekki á dagskrá í haust. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem þá var í stjórnarandstöðu, lýsti efasemdum um frumvarpið í ræðu á þinginu 2015 og velti fyrir sér hvers vegna í ósköpunum verið væri að fjalla um að leyfa staðgöngumæðrun.Ræða Svandísar á þingi 20. október 2015 Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins, samstarfsflokks Vinstri grænna í ríkisstjórn, síðan í mars – segir hins vegar að leyfa eigi staðgöngumæðrun.Ályktun velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins í mars Í skriflegu svari til fréttastofu í gær kvaðst heilbrigðisráðherra ekki hafa neinar lagabreytingar um málið á dagskrá og sagði það þarfnast víðtækrar samfélagsumræðu.Frétt Stöðvar 2: Stefnir ekki að breytingum á lögum um staðgöngumæðrun Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, segir núverandi stöðu bagalega, en vill ekki taka afstöðu til þess hvort þrengja ætti eða rýmka heimildir til staðgöngumæðrunar hérlendis. „Auðvitað viljum við ekki að það sé einhver lagaleg óvissa um réttindi fólks þannig að það ber að laga ef svo er,“ segir Halldóra. Hún segir tilefni til að skoða málið á þingi. „Ég mun gera það og skoða hvort ég tek þetta á borð velferðarnefndar.“ Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Formaður velferðarnefndar Alþingis hyggst kanna hvort tilefni sé til að skoða lagaumhverfi staðgöngumæðrunar innan nefndarinnar, en engar breytingar í málaflokknum eru á dagskrá hjá heilbrigðisráðherra. Talsmaður stuðningsfélagsins Staðgöngu segir ótækt að fullunnið frumvarp liggi óhreyft ofan í skúffu hjá ráðherra. Líkt og fjallað hefur verið um undanfarna daga býður ísraelskt staðgöngumæðrunarfyrirtæki upp á milligöngu um þjónustu hér á landi. Notast er við þjónustu staðgöngumæðra erlendis – enda slíkt ferli ólöglegt á Íslandi.Frétt Stöðvar 2: Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lög Í samtali við kvöldfréttir á dögunum benti lagaprófessor aftur á móti á að erfiðleikar gætu skapast við að koma með börn sem alin eru af staðgöngumóður erlendis til landsins, enda lagarammi um efnið ekki ýkja skýr.Frétt Stöðvar 2: Erfitt gæti reynst að koma með barnið til landsins „Þó að fólk fari eftir öllum lögum og reglum á þeim stöðum þar sem það fer í gegnum ferlið og jafnvel sé búið að breyta fæðingarvottorðum hjá dómstólum ytra þá er það bara ekki tekið gilt þegar fólk kemur heim,“ segir Soffía Fransiska Rafnsdóttir Hede, talsmaður Staðgöngu. Þannig eru dæmi um að Íslendingar hafi lent í umtalsverðum vandræðum og þurft að kljást við dómstóla eftir heimkomu með börn sem alin eru með þessum hætti.Fréttir Vísis: Komast ekki heim með barn staðgöngumóðurVerða ekki foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóðurSoffía segir nauðsynlegt að réttarstaðan verði skýrari, óháð því hvort rýmka eigi heimildir til staðgöngumæðrunar hérlendis. „Það er mjög brýnt að setja lög um þetta finnst okkur. Það var náttúrulega mikil vinna á sínum tíma sem fór í gang með það frumvarp sem er til í heilbrigðisráðuneytinu,“ segir Soffía. Frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni var samið af starfshópi eftir þingsályktun árið 2012 og lagt fram á þingi í tvígang.Frumvarpið lagt fram fyrir þremur árum Frumvarpið var síðast lagt fram á Alþingi 2015, en var aldrei samþykkt. Staðgöngumæðrun hefur ekki verið tekin fyrir með þessum hætti í þinginu síðan og er ekki á dagskrá í haust. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem þá var í stjórnarandstöðu, lýsti efasemdum um frumvarpið í ræðu á þinginu 2015 og velti fyrir sér hvers vegna í ósköpunum verið væri að fjalla um að leyfa staðgöngumæðrun.Ræða Svandísar á þingi 20. október 2015 Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins, samstarfsflokks Vinstri grænna í ríkisstjórn, síðan í mars – segir hins vegar að leyfa eigi staðgöngumæðrun.Ályktun velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins í mars Í skriflegu svari til fréttastofu í gær kvaðst heilbrigðisráðherra ekki hafa neinar lagabreytingar um málið á dagskrá og sagði það þarfnast víðtækrar samfélagsumræðu.Frétt Stöðvar 2: Stefnir ekki að breytingum á lögum um staðgöngumæðrun Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, segir núverandi stöðu bagalega, en vill ekki taka afstöðu til þess hvort þrengja ætti eða rýmka heimildir til staðgöngumæðrunar hérlendis. „Auðvitað viljum við ekki að það sé einhver lagaleg óvissa um réttindi fólks þannig að það ber að laga ef svo er,“ segir Halldóra. Hún segir tilefni til að skoða málið á þingi. „Ég mun gera það og skoða hvort ég tek þetta á borð velferðarnefndar.“
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira