Stefnir ekki að breytingum á lögum um staðgöngumæðrun Hersir Aron Ólafsson skrifar 13. ágúst 2018 20:00 Heilbrigðisráðherra hyggst ekki leggja til lagabreytingar um staðgöngumæðrun á komandi þingi þrátt fyrir réttaróvissu í málaflokknum. Lagaprófessor segir þörf á skýrari löggjöf, hvort sem henni sé ætlað að rýmka eða takmarka heimildir til staðgöngumæðrunar. Líkt og sagt var frá á föstudag hyggst ísraelska staðgöngumæðrunarfyrirtækið Tammuz Nordic bjóða upp á milligöngu um staðgöngumæðrun hér á landi. Forsvarsmaður fyrirtækisins sagði beiðnir hafa borist frá Íslandi og því verið ákveðið að kynna þjónustuna hér.Frétt Stöðvar 2: Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lögÞingsályktun um staðgöngumæðrun var samþykkt í janúar 2012 og í kjölfarið skipaður starfshópur af þáverandi velferðarráðherra. Frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni var svo lagt fram á þingi 2015, en var hins vegar aldrei samþykkt.Engin heildstæð löggjöf Engin heildstæð löggjöf gildir því um staðgöngumæðrun í dag, utan einnar greinar í lögum um tæknifrjóvgun. Ekkert bannar hins vegar að Íslendingar nýti þjónustu staðgöngumæðra erlendis, líkt og ísraelska fyrirtækið býður. Í frumvarpinu 2015 var lagt til að staðgöngumæðrun yrði heimiluð með miklum takmörkunum og án þess að greiðsla kæmi fyrir. Þar var einnig tekið af skarið um að óheimilt væri að hafa milligöngu hér á landi um staðgöngumæðrun í útlöndum.Aukin eftirspurn eftir þjónustunni Í skýrslu sem unnin var á vegum Sameinuðu þjóðanna í ársbyrjun er ítrekað mikilvægi þess að aðildarríkin setji skýrar reglur um málaflokkinn á tímum síaukinnar eftirspurnar eftir slíkri þjónustu, bæði löglegri og ólöglegri. Í samtali við fréttastofu á laugardag sagði Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við lagadeild HÍ, að þörf væri á heildstæðari löggjöf óháð því hvort til stæði að rýmka eða þrengja heimildir til staðgöngumæðrunar.Frétt Stöðvar 2: Erfitt gæti reynst að koma með barnið til landsins„Jafnvel þó menn séu ekki á því þá held ég að það væri kostur að við settum okkur skýrari reglur um hvað það er sem við bönnum eða viljum ekki og líka tækjum þá afstöðu til þess hvernig við ætlum að framfylgja slíku banni, ef það er það sem við ætlum að halda okkur við,“ sagði Hrefna. Þá benti hún á að foreldrar gætu lent í vandræðum þegar að því kemur að flytja barnið til landsins. „Flækjustigin eru líka mismunandi. Geta farið eftir því hverjir eiga í hlut, hverjir eru hinir væntanlegu foreldrar, hvert ferðast þau, hvaða reglur gilda í því landi til dæmis um staðgöngumæðrunina sem slíka og hvaða reglur gilda um ríkisborgararétt og þá líka sérstaklega hvaðan kynfrumurnar koma,” benti hún á.Ekki endilega skráðir foreldrar Þannig komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fengju ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. Frétt Vísis: Verða ekki skráðar foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóðurSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitti ekki viðtal vegna málsins í dag. Fréttastofa sendi hins vegar skriflegar spurningar um hvernig málið horfði við ráðherra, hvort ástæða væri til að rýmka eða þrengja möguleika á að veita slíka þjónustu hér og hvort til stæði að skerpa á löggjöf. Í skriflegu svari segir m.a. að lagabreytingar um málið séu ekki á þingskrá ráðherra og mat hennar sé að ekki sé ástæða til að breyta lögum varðandi staðgöngumæðrun til þess að greiða fyrir því að erlend fyrirtæki geti boðið Íslendingum upp á þjónustu staðgöngumæðra, en svarið má lesa í heild sinni hér að neðan.Lagabreytingar tengdar staðgöngumæðrun eru ekki á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra á komandi þingi. Það er mat ráðherra að ekki sé ástæða til þess að breyta lögum varðandi staðgöngumæðrun til þess að greiða fyrir því að erlend fyrirtæki geti boðið Íslendingum upp á þjónustu staðgöngumæðra. Þetta er málefni sem þarfnast víðtækrar samfélagsumræðu til þess að mögulegt sé að taka afstöðu til þess hvort rétt sé að gera breytingar á lögum, og þá hverjar. Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hyggst ekki leggja til lagabreytingar um staðgöngumæðrun á komandi þingi þrátt fyrir réttaróvissu í málaflokknum. Lagaprófessor segir þörf á skýrari löggjöf, hvort sem henni sé ætlað að rýmka eða takmarka heimildir til staðgöngumæðrunar. Líkt og sagt var frá á föstudag hyggst ísraelska staðgöngumæðrunarfyrirtækið Tammuz Nordic bjóða upp á milligöngu um staðgöngumæðrun hér á landi. Forsvarsmaður fyrirtækisins sagði beiðnir hafa borist frá Íslandi og því verið ákveðið að kynna þjónustuna hér.Frétt Stöðvar 2: Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lögÞingsályktun um staðgöngumæðrun var samþykkt í janúar 2012 og í kjölfarið skipaður starfshópur af þáverandi velferðarráðherra. Frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni var svo lagt fram á þingi 2015, en var hins vegar aldrei samþykkt.Engin heildstæð löggjöf Engin heildstæð löggjöf gildir því um staðgöngumæðrun í dag, utan einnar greinar í lögum um tæknifrjóvgun. Ekkert bannar hins vegar að Íslendingar nýti þjónustu staðgöngumæðra erlendis, líkt og ísraelska fyrirtækið býður. Í frumvarpinu 2015 var lagt til að staðgöngumæðrun yrði heimiluð með miklum takmörkunum og án þess að greiðsla kæmi fyrir. Þar var einnig tekið af skarið um að óheimilt væri að hafa milligöngu hér á landi um staðgöngumæðrun í útlöndum.Aukin eftirspurn eftir þjónustunni Í skýrslu sem unnin var á vegum Sameinuðu þjóðanna í ársbyrjun er ítrekað mikilvægi þess að aðildarríkin setji skýrar reglur um málaflokkinn á tímum síaukinnar eftirspurnar eftir slíkri þjónustu, bæði löglegri og ólöglegri. Í samtali við fréttastofu á laugardag sagði Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við lagadeild HÍ, að þörf væri á heildstæðari löggjöf óháð því hvort til stæði að rýmka eða þrengja heimildir til staðgöngumæðrunar.Frétt Stöðvar 2: Erfitt gæti reynst að koma með barnið til landsins„Jafnvel þó menn séu ekki á því þá held ég að það væri kostur að við settum okkur skýrari reglur um hvað það er sem við bönnum eða viljum ekki og líka tækjum þá afstöðu til þess hvernig við ætlum að framfylgja slíku banni, ef það er það sem við ætlum að halda okkur við,“ sagði Hrefna. Þá benti hún á að foreldrar gætu lent í vandræðum þegar að því kemur að flytja barnið til landsins. „Flækjustigin eru líka mismunandi. Geta farið eftir því hverjir eiga í hlut, hverjir eru hinir væntanlegu foreldrar, hvert ferðast þau, hvaða reglur gilda í því landi til dæmis um staðgöngumæðrunina sem slíka og hvaða reglur gilda um ríkisborgararétt og þá líka sérstaklega hvaðan kynfrumurnar koma,” benti hún á.Ekki endilega skráðir foreldrar Þannig komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fengju ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. Frétt Vísis: Verða ekki skráðar foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóðurSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitti ekki viðtal vegna málsins í dag. Fréttastofa sendi hins vegar skriflegar spurningar um hvernig málið horfði við ráðherra, hvort ástæða væri til að rýmka eða þrengja möguleika á að veita slíka þjónustu hér og hvort til stæði að skerpa á löggjöf. Í skriflegu svari segir m.a. að lagabreytingar um málið séu ekki á þingskrá ráðherra og mat hennar sé að ekki sé ástæða til að breyta lögum varðandi staðgöngumæðrun til þess að greiða fyrir því að erlend fyrirtæki geti boðið Íslendingum upp á þjónustu staðgöngumæðra, en svarið má lesa í heild sinni hér að neðan.Lagabreytingar tengdar staðgöngumæðrun eru ekki á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra á komandi þingi. Það er mat ráðherra að ekki sé ástæða til þess að breyta lögum varðandi staðgöngumæðrun til þess að greiða fyrir því að erlend fyrirtæki geti boðið Íslendingum upp á þjónustu staðgöngumæðra. Þetta er málefni sem þarfnast víðtækrar samfélagsumræðu til þess að mögulegt sé að taka afstöðu til þess hvort rétt sé að gera breytingar á lögum, og þá hverjar.
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira