Segir lög um staðgöngumæðrun þarfnast skoðunar Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. ágúst 2018 21:00 Formaður velferðarnefndar Alþingis hyggst kanna hvort tilefni sé til að skoða lagaumhverfi staðgöngumæðrunar innan nefndarinnar, en engar breytingar í málaflokknum eru á dagskrá hjá heilbrigðisráðherra. Talsmaður stuðningsfélagsins Staðgöngu segir ótækt að fullunnið frumvarp liggi óhreyft ofan í skúffu hjá ráðherra. Líkt og fjallað hefur verið um undanfarna daga býður ísraelskt staðgöngumæðrunarfyrirtæki upp á milligöngu um þjónustu hér á landi. Notast er við þjónustu staðgöngumæðra erlendis – enda slíkt ferli ólöglegt á Íslandi.Frétt Stöðvar 2: Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lög Í samtali við kvöldfréttir á dögunum benti lagaprófessor aftur á móti á að erfiðleikar gætu skapast við að koma með börn sem alin eru af staðgöngumóður erlendis til landsins, enda lagarammi um efnið ekki ýkja skýr.Frétt Stöðvar 2: Erfitt gæti reynst að koma með barnið til landsins „Þó að fólk fari eftir öllum lögum og reglum á þeim stöðum þar sem það fer í gegnum ferlið og jafnvel sé búið að breyta fæðingarvottorðum hjá dómstólum ytra þá er það bara ekki tekið gilt þegar fólk kemur heim,“ segir Soffía Fransiska Rafnsdóttir Hede, talsmaður Staðgöngu. Þannig eru dæmi um að Íslendingar hafi lent í umtalsverðum vandræðum og þurft að kljást við dómstóla eftir heimkomu með börn sem alin eru með þessum hætti.Fréttir Vísis: Komast ekki heim með barn staðgöngumóðurVerða ekki foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóðurSoffía segir nauðsynlegt að réttarstaðan verði skýrari, óháð því hvort rýmka eigi heimildir til staðgöngumæðrunar hérlendis. „Það er mjög brýnt að setja lög um þetta finnst okkur. Það var náttúrulega mikil vinna á sínum tíma sem fór í gang með það frumvarp sem er til í heilbrigðisráðuneytinu,“ segir Soffía. Frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni var samið af starfshópi eftir þingsályktun árið 2012 og lagt fram á þingi í tvígang.Frumvarpið lagt fram fyrir þremur árum Frumvarpið var síðast lagt fram á Alþingi 2015, en var aldrei samþykkt. Staðgöngumæðrun hefur ekki verið tekin fyrir með þessum hætti í þinginu síðan og er ekki á dagskrá í haust. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem þá var í stjórnarandstöðu, lýsti efasemdum um frumvarpið í ræðu á þinginu 2015 og velti fyrir sér hvers vegna í ósköpunum verið væri að fjalla um að leyfa staðgöngumæðrun.Ræða Svandísar á þingi 20. október 2015 Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins, samstarfsflokks Vinstri grænna í ríkisstjórn, síðan í mars – segir hins vegar að leyfa eigi staðgöngumæðrun.Ályktun velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins í mars Í skriflegu svari til fréttastofu í gær kvaðst heilbrigðisráðherra ekki hafa neinar lagabreytingar um málið á dagskrá og sagði það þarfnast víðtækrar samfélagsumræðu.Frétt Stöðvar 2: Stefnir ekki að breytingum á lögum um staðgöngumæðrun Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, segir núverandi stöðu bagalega, en vill ekki taka afstöðu til þess hvort þrengja ætti eða rýmka heimildir til staðgöngumæðrunar hérlendis. „Auðvitað viljum við ekki að það sé einhver lagaleg óvissa um réttindi fólks þannig að það ber að laga ef svo er,“ segir Halldóra. Hún segir tilefni til að skoða málið á þingi. „Ég mun gera það og skoða hvort ég tek þetta á borð velferðarnefndar.“ Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Sjá meira
Formaður velferðarnefndar Alþingis hyggst kanna hvort tilefni sé til að skoða lagaumhverfi staðgöngumæðrunar innan nefndarinnar, en engar breytingar í málaflokknum eru á dagskrá hjá heilbrigðisráðherra. Talsmaður stuðningsfélagsins Staðgöngu segir ótækt að fullunnið frumvarp liggi óhreyft ofan í skúffu hjá ráðherra. Líkt og fjallað hefur verið um undanfarna daga býður ísraelskt staðgöngumæðrunarfyrirtæki upp á milligöngu um þjónustu hér á landi. Notast er við þjónustu staðgöngumæðra erlendis – enda slíkt ferli ólöglegt á Íslandi.Frétt Stöðvar 2: Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lög Í samtali við kvöldfréttir á dögunum benti lagaprófessor aftur á móti á að erfiðleikar gætu skapast við að koma með börn sem alin eru af staðgöngumóður erlendis til landsins, enda lagarammi um efnið ekki ýkja skýr.Frétt Stöðvar 2: Erfitt gæti reynst að koma með barnið til landsins „Þó að fólk fari eftir öllum lögum og reglum á þeim stöðum þar sem það fer í gegnum ferlið og jafnvel sé búið að breyta fæðingarvottorðum hjá dómstólum ytra þá er það bara ekki tekið gilt þegar fólk kemur heim,“ segir Soffía Fransiska Rafnsdóttir Hede, talsmaður Staðgöngu. Þannig eru dæmi um að Íslendingar hafi lent í umtalsverðum vandræðum og þurft að kljást við dómstóla eftir heimkomu með börn sem alin eru með þessum hætti.Fréttir Vísis: Komast ekki heim með barn staðgöngumóðurVerða ekki foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóðurSoffía segir nauðsynlegt að réttarstaðan verði skýrari, óháð því hvort rýmka eigi heimildir til staðgöngumæðrunar hérlendis. „Það er mjög brýnt að setja lög um þetta finnst okkur. Það var náttúrulega mikil vinna á sínum tíma sem fór í gang með það frumvarp sem er til í heilbrigðisráðuneytinu,“ segir Soffía. Frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni var samið af starfshópi eftir þingsályktun árið 2012 og lagt fram á þingi í tvígang.Frumvarpið lagt fram fyrir þremur árum Frumvarpið var síðast lagt fram á Alþingi 2015, en var aldrei samþykkt. Staðgöngumæðrun hefur ekki verið tekin fyrir með þessum hætti í þinginu síðan og er ekki á dagskrá í haust. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem þá var í stjórnarandstöðu, lýsti efasemdum um frumvarpið í ræðu á þinginu 2015 og velti fyrir sér hvers vegna í ósköpunum verið væri að fjalla um að leyfa staðgöngumæðrun.Ræða Svandísar á þingi 20. október 2015 Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins, samstarfsflokks Vinstri grænna í ríkisstjórn, síðan í mars – segir hins vegar að leyfa eigi staðgöngumæðrun.Ályktun velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins í mars Í skriflegu svari til fréttastofu í gær kvaðst heilbrigðisráðherra ekki hafa neinar lagabreytingar um málið á dagskrá og sagði það þarfnast víðtækrar samfélagsumræðu.Frétt Stöðvar 2: Stefnir ekki að breytingum á lögum um staðgöngumæðrun Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, segir núverandi stöðu bagalega, en vill ekki taka afstöðu til þess hvort þrengja ætti eða rýmka heimildir til staðgöngumæðrunar hérlendis. „Auðvitað viljum við ekki að það sé einhver lagaleg óvissa um réttindi fólks þannig að það ber að laga ef svo er,“ segir Halldóra. Hún segir tilefni til að skoða málið á þingi. „Ég mun gera það og skoða hvort ég tek þetta á borð velferðarnefndar.“
Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Sjá meira