Verða ekki skráðar foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2017 08:41 Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. vísir/gva Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra þess efnis að tvær íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fái ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. Forsaga málsins er sú að konurnar, sem þá voru í hjúskap, leituðu til stofnunar í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem hafði milligöngu um að finna staðgöngumóður fyrir þær. Konurnar undirrituðu samning þess efnis og gekkst staðgöngumóðirin undir tæknifrjóvgun en til þess voru notuð sæði og egg úr nafnlausum gjöfum. Staðgöngumóðirin ól svo dreng í febrúar 2013 en með úrskurði dómstóls í Kaliforníu var kveðið á um að staðgöngumóðirin væri hvorki erfðafræðileg né lagaleg móðir barnsins heldur væru íslensku konurnar tvær einu lögmætu og fyrirhuguðu foreldrar þess. Í samræmi við það var gefið út fæðingarvottorð þar sem önnur konan var skráð faðir barnsins og hin móðir þess. Þegar þær komu svo til Íslands sendu þær beiðni til Þjóðskrár Íslands um að skrá drenginn í þjóðskrá. Beiðninni fylgdi frumrit af fæðingarvottorði og var hún móttekin þann 4. apríl 2013. „Þegar óskað var eftir að lögð yrðu fram frekari gögn því til sönnunar að B hefði alið barnið var upplýst að staðgöngumóðir hafi gengið með barnið og fætt það. Með bréfi Þjóðskrár Íslands til A og B 18. júní sama ár var beiðni þeirra hafnað. Í bréfinu sagði meðal annars: „Fyrir liggur að drengurinn [C] fæddist í Bandaríkjunum af staðgöngumóður. Þar af leiðandi geta ákvæði íslenskra barnalaga um feðrun og móðerni ekki átt við og hefur því ekki stofnast sjálfkrafa réttur til handa barninu til íslensks ríkisfangs samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt.“ Þessari ákvörðun stefnda var skotið til innanríkisráðuneytisins sem staðfesti hana með úrskurði 27. mars 2014,“ eins og segir í dómi Hæstaréttar. Konurnar kröfðust þess fyrir dómstólum að úrskurður innanríkisráðuneytisins yrði ógiltur en ekki var fallist á það af dómnum. Nú hefur Hæstiréttur staðfest þann dóm eins og áður meðal annars á grundvelli þess að staðgöngumæðrun er bönnuð hér á landi. Drengurinn verður því ekki skráður sem sonur þeirra í Þjóðskrá en konurnar sóttu á sínum tíma um að ættleiða hann. Umsókn þeirra féll síðan niður þegar þær skildur en þá var gerður nýr fóstursamningur við aðra konuna og hefur hin konan jafnan rétt til umgengni við drenginn. Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Tengdar fréttir Íslenskt par fann staðgöngumóður í Idaho og eignaðist tvíbura Greiddu á annan tug milljóna króna. 28. desember 2016 14:45 Fá ekki að vera foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Tvær konur eignuðust barn saman með aðstoð staðgöngumóður. Kröfu þeirra um að verða foreldrar drengsins var hafnað í héraðsdómi. 2. mars 2016 23:26 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra þess efnis að tvær íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fái ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. Forsaga málsins er sú að konurnar, sem þá voru í hjúskap, leituðu til stofnunar í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem hafði milligöngu um að finna staðgöngumóður fyrir þær. Konurnar undirrituðu samning þess efnis og gekkst staðgöngumóðirin undir tæknifrjóvgun en til þess voru notuð sæði og egg úr nafnlausum gjöfum. Staðgöngumóðirin ól svo dreng í febrúar 2013 en með úrskurði dómstóls í Kaliforníu var kveðið á um að staðgöngumóðirin væri hvorki erfðafræðileg né lagaleg móðir barnsins heldur væru íslensku konurnar tvær einu lögmætu og fyrirhuguðu foreldrar þess. Í samræmi við það var gefið út fæðingarvottorð þar sem önnur konan var skráð faðir barnsins og hin móðir þess. Þegar þær komu svo til Íslands sendu þær beiðni til Þjóðskrár Íslands um að skrá drenginn í þjóðskrá. Beiðninni fylgdi frumrit af fæðingarvottorði og var hún móttekin þann 4. apríl 2013. „Þegar óskað var eftir að lögð yrðu fram frekari gögn því til sönnunar að B hefði alið barnið var upplýst að staðgöngumóðir hafi gengið með barnið og fætt það. Með bréfi Þjóðskrár Íslands til A og B 18. júní sama ár var beiðni þeirra hafnað. Í bréfinu sagði meðal annars: „Fyrir liggur að drengurinn [C] fæddist í Bandaríkjunum af staðgöngumóður. Þar af leiðandi geta ákvæði íslenskra barnalaga um feðrun og móðerni ekki átt við og hefur því ekki stofnast sjálfkrafa réttur til handa barninu til íslensks ríkisfangs samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt.“ Þessari ákvörðun stefnda var skotið til innanríkisráðuneytisins sem staðfesti hana með úrskurði 27. mars 2014,“ eins og segir í dómi Hæstaréttar. Konurnar kröfðust þess fyrir dómstólum að úrskurður innanríkisráðuneytisins yrði ógiltur en ekki var fallist á það af dómnum. Nú hefur Hæstiréttur staðfest þann dóm eins og áður meðal annars á grundvelli þess að staðgöngumæðrun er bönnuð hér á landi. Drengurinn verður því ekki skráður sem sonur þeirra í Þjóðskrá en konurnar sóttu á sínum tíma um að ættleiða hann. Umsókn þeirra féll síðan niður þegar þær skildur en þá var gerður nýr fóstursamningur við aðra konuna og hefur hin konan jafnan rétt til umgengni við drenginn. Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Íslenskt par fann staðgöngumóður í Idaho og eignaðist tvíbura Greiddu á annan tug milljóna króna. 28. desember 2016 14:45 Fá ekki að vera foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Tvær konur eignuðust barn saman með aðstoð staðgöngumóður. Kröfu þeirra um að verða foreldrar drengsins var hafnað í héraðsdómi. 2. mars 2016 23:26 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Íslenskt par fann staðgöngumóður í Idaho og eignaðist tvíbura Greiddu á annan tug milljóna króna. 28. desember 2016 14:45
Fá ekki að vera foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Tvær konur eignuðust barn saman með aðstoð staðgöngumóður. Kröfu þeirra um að verða foreldrar drengsins var hafnað í héraðsdómi. 2. mars 2016 23:26