Hann hefur verið lánaður til ítalska úrvalsdeildarliðsins AC MIlan. Lánssamningnum fylgir ákvæði um að AC Milan geti keypt Bakayoko fyrir 30 milljónir punda að lánstímanum loknum.
Chelsea borgaði 40 milljónir punda til Monaco fyrir einu ári síðan fyrir Bakayoko en þessi stóri og stæðilegi miðjumaður náði ekki að slá í gegn í enska boltanum þó hann hafi spilað mikið fyrir Chelsea.
Hann var ekki inn í myndinni hjá Maurizio Sarri sem tók við stjórnartaumunum hjá Chelsea í sumar en Lundúnarliðið fjárfesti í tveimur nýjum miðjumönnum í sumar; þeim Jorginho og Mateo Kovacic.
/ 08 / 2018
— AC Milan (@acmilan) August 14, 2018
Who had a good day today?
Qui a eu une très bonne journée?
Chi ha avuto una bella giornata oggi?
#TB14 #WelcomeBakayoko pic.twitter.com/fCLEAQZesq