Þarf meiri spiltíma á næstunni Hjörvar Ólafsson skrifar 18. apríl 2018 08:00 Albert Guðmundsson hefur lítið fengið að spila fyrir aðallið PSV. vísir Albert Guðmundsson varð um síðustu helgi hollenskur meistari með liði sínu, PSV Eindhoven, en liðið tryggði sér titilinn með öruggum 3-0 sigri gegn Ajax. PSV náði með sigrinum tíu stiga forskoti á Ajax þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Albert kom ekki við sögu hjá PSV í leiknum, en hann hefur mátt þola mikla bekkjarsetu á yfirstandandi leiktíð. „Þetta hefur reynt þó nokkuð á þolinmæðina, þessi leiktíð. Þó svo að ég sé sáttur við mína stöðu þá komu augnablik á tímabilinu þar sem ég hefði viljað fá tækifæri í byrjunarliðinu. Það er hins vegar mikil krafa um árangur hjá PSV og þess er krafist á hverri leiktíð að liðið berjist um titilinn. Það er því enginn tími fyrir tilraunastarfsemi og því hef ég skilning á minni stöðu,“ sagði Albert um stöðu sína hjá PSV. Albert hefur þó verið að brjóta sér hægt og rólega leið inn í lið hollensku meistaranna frá því að hann gekk til liðs við félagið frá Heerenveen 18 ára gamall sumarið 2015. Albert var færður upp í æfingahóp aðalliðsins fyrir þessa leiktíð, en hann hefur komið við sögu í sjö deildarleikjum liðsins á leiktíðinni. Albert hefur í öll skiptin komið inn á sem varamaður. Hann hefur hins vegar farið mikinn með varaliði PSV sem leikur í hollensku B-deildinni. „Ég æfi alla daga með aðalliðinu og mér líður klárlega eins og ég sé hluti af hópnum. Þess vegna finnst mér ég eiga hlut í þessum titli. Það var gaman að vera hluti af liði sem verður landsmeistari og þetta var frábær dagur á sunnudaginn,“ segir Albert. „Nú þarf ég hins vegar að fara að sjá það í verki að þeir treysti mér með aðalliðinu, þessir leikir með varaliðinu fullnægja ekki mínum vangaveltum um spiltíma. Við munum fara yfir málin í vor og ég sé til hvað ég geri. Fyrsti kostur er að spila reglulega með aðalliði PSV, mér líður mjög vel hérna. Ef það gengur ekki upp verð ég hins vegar að leita annað og fá meiri spiltíma.“ Albert hefur auk þess að freista þess að komast nær aðalliði PSV fengið tækifæri með íslenska A-landsliðinu. Albert lék til að mynda annan af vináttulandsleikjunum tveimur í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Tæpur mánuður er þar til HM-hópurinn verður valinn. Albert er vongóður um að frammistaða hans hafi heillað þjálfara landsliðsins. „Ég hef tekið þann pól í hæðina að vera jákvæður og bjartsýnn á það að ég fari með til Rússlands. Mér fannst ég sýna nýja hlið á mér í leiknum gegn Mexíkó; að ég geti haldið skipulagi, sýnt dugnað og fylgt fyrirmælum hvað varðar hlaupaleiðir í varnarleiknum. Ég tel mig einnig hafa ýmislegt fram að færa í sóknarleik liðsins. Nú er bara að bíða og sjá, ég verð allavega klár ef kallið kemur,“ segir Albert. Fótbolti Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Albert Guðmundsson varð um síðustu helgi hollenskur meistari með liði sínu, PSV Eindhoven, en liðið tryggði sér titilinn með öruggum 3-0 sigri gegn Ajax. PSV náði með sigrinum tíu stiga forskoti á Ajax þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Albert kom ekki við sögu hjá PSV í leiknum, en hann hefur mátt þola mikla bekkjarsetu á yfirstandandi leiktíð. „Þetta hefur reynt þó nokkuð á þolinmæðina, þessi leiktíð. Þó svo að ég sé sáttur við mína stöðu þá komu augnablik á tímabilinu þar sem ég hefði viljað fá tækifæri í byrjunarliðinu. Það er hins vegar mikil krafa um árangur hjá PSV og þess er krafist á hverri leiktíð að liðið berjist um titilinn. Það er því enginn tími fyrir tilraunastarfsemi og því hef ég skilning á minni stöðu,“ sagði Albert um stöðu sína hjá PSV. Albert hefur þó verið að brjóta sér hægt og rólega leið inn í lið hollensku meistaranna frá því að hann gekk til liðs við félagið frá Heerenveen 18 ára gamall sumarið 2015. Albert var færður upp í æfingahóp aðalliðsins fyrir þessa leiktíð, en hann hefur komið við sögu í sjö deildarleikjum liðsins á leiktíðinni. Albert hefur í öll skiptin komið inn á sem varamaður. Hann hefur hins vegar farið mikinn með varaliði PSV sem leikur í hollensku B-deildinni. „Ég æfi alla daga með aðalliðinu og mér líður klárlega eins og ég sé hluti af hópnum. Þess vegna finnst mér ég eiga hlut í þessum titli. Það var gaman að vera hluti af liði sem verður landsmeistari og þetta var frábær dagur á sunnudaginn,“ segir Albert. „Nú þarf ég hins vegar að fara að sjá það í verki að þeir treysti mér með aðalliðinu, þessir leikir með varaliðinu fullnægja ekki mínum vangaveltum um spiltíma. Við munum fara yfir málin í vor og ég sé til hvað ég geri. Fyrsti kostur er að spila reglulega með aðalliði PSV, mér líður mjög vel hérna. Ef það gengur ekki upp verð ég hins vegar að leita annað og fá meiri spiltíma.“ Albert hefur auk þess að freista þess að komast nær aðalliði PSV fengið tækifæri með íslenska A-landsliðinu. Albert lék til að mynda annan af vináttulandsleikjunum tveimur í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Tæpur mánuður er þar til HM-hópurinn verður valinn. Albert er vongóður um að frammistaða hans hafi heillað þjálfara landsliðsins. „Ég hef tekið þann pól í hæðina að vera jákvæður og bjartsýnn á það að ég fari með til Rússlands. Mér fannst ég sýna nýja hlið á mér í leiknum gegn Mexíkó; að ég geti haldið skipulagi, sýnt dugnað og fylgt fyrirmælum hvað varðar hlaupaleiðir í varnarleiknum. Ég tel mig einnig hafa ýmislegt fram að færa í sóknarleik liðsins. Nú er bara að bíða og sjá, ég verð allavega klár ef kallið kemur,“ segir Albert.
Fótbolti Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn