Jóhanna harðorð: Erlendis væri ráðherra með fortíð Bjarna farinn frá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 07:22 Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Framsóknarflokks. vísir/vilhelm Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, skýtur föstum skotum í færslu sem hún setti á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Tilefnið er frétt Stundarinnar þar sem fjallað var um fjármál fyrirtækja í eigu fjölskyldu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en fréttin birtist eftir að lögbanni var aflétt af fréttaflutningi miðilsins upp úr hinum svokölluðu Glitnisskjölum. Í fréttinni var greint frá því að Bjarni hafi tekið virkan þátt í stjórnun fjárfestingarfélaga í eigu fjölskyldunnar en félögin hafa fengið afskriftir upp á 130 milljarða króna. Þá segir jafnframt að flest fyrirtækjanna sem tilheyrðu fjölskyldunni hafi í kjölfar hrunsins orðið gjaldþrota eða verið yfirtekin af kröfuhöfum en mikilvægasta félagið sem fjölskyldan hélt eftir hafi verið Kynnisferðir. Jóhanna leggur út af fréttinni í færslu sinni og gagnrýnir hversu lítið aðrir fjölmiðlar en Stundin hafi fjallað um málið. Hún furðar sig jafnframt á svörum Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á Alþingi í gær þegar hún var spurð út í þessa fortíð Bjarna þar sem ráðherrann sagði að athafnir fyrir hrun ráði ekki ráðherradómi. Jóhanna er algjörlega ósammála þessu og segir að erlendis væri fjármálaráðherra með þessa fortíð löngu farinn frá: „Bjarni og hans fjölskylda hafði sem sagt allt sitt á þurru meðan almenningur tapaði fúlgum frjár í hruninu. Það sem undrun sætir er að þegar Logi Einarsson tók málið upp á Alþingi í dag kom Katrín Jakobsdóttir Bjarna í skjól og sá ekkert athugavert við að hann sæti í stóli fjármálaráðherra. Erlendis væri fjármálaráðherra með þessa fortíð löngu farinn frá og ítarleg rannsókn sett í gang. Ætlar stjórnarandstaðan að gera eitthvað í málinu, krefjast umræðu og rannsóknar á þessu, eða ætlar hún að þegja eins og flestir fjölmiðlar? Þetta mál er hneyksli og á ekki að líðast,“ segir Jóhanna í færslunni sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan. Alþingi Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, skýtur föstum skotum í færslu sem hún setti á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Tilefnið er frétt Stundarinnar þar sem fjallað var um fjármál fyrirtækja í eigu fjölskyldu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en fréttin birtist eftir að lögbanni var aflétt af fréttaflutningi miðilsins upp úr hinum svokölluðu Glitnisskjölum. Í fréttinni var greint frá því að Bjarni hafi tekið virkan þátt í stjórnun fjárfestingarfélaga í eigu fjölskyldunnar en félögin hafa fengið afskriftir upp á 130 milljarða króna. Þá segir jafnframt að flest fyrirtækjanna sem tilheyrðu fjölskyldunni hafi í kjölfar hrunsins orðið gjaldþrota eða verið yfirtekin af kröfuhöfum en mikilvægasta félagið sem fjölskyldan hélt eftir hafi verið Kynnisferðir. Jóhanna leggur út af fréttinni í færslu sinni og gagnrýnir hversu lítið aðrir fjölmiðlar en Stundin hafi fjallað um málið. Hún furðar sig jafnframt á svörum Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á Alþingi í gær þegar hún var spurð út í þessa fortíð Bjarna þar sem ráðherrann sagði að athafnir fyrir hrun ráði ekki ráðherradómi. Jóhanna er algjörlega ósammála þessu og segir að erlendis væri fjármálaráðherra með þessa fortíð löngu farinn frá: „Bjarni og hans fjölskylda hafði sem sagt allt sitt á þurru meðan almenningur tapaði fúlgum frjár í hruninu. Það sem undrun sætir er að þegar Logi Einarsson tók málið upp á Alþingi í dag kom Katrín Jakobsdóttir Bjarna í skjól og sá ekkert athugavert við að hann sæti í stóli fjármálaráðherra. Erlendis væri fjármálaráðherra með þessa fortíð löngu farinn frá og ítarleg rannsókn sett í gang. Ætlar stjórnarandstaðan að gera eitthvað í málinu, krefjast umræðu og rannsóknar á þessu, eða ætlar hún að þegja eins og flestir fjölmiðlar? Þetta mál er hneyksli og á ekki að líðast,“ segir Jóhanna í færslunni sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.
Alþingi Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira