Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 06:34 Hinar alræmdu útrýmingarbúðir í Auschwitz eru til að mynda í Póllandi. VÍSIR/AFP Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. Segi einhver að búðirnar sem hinir þýsku héldu í Póllandi hafi verið pólskar kann sá hinn sami að hljóta þriggja ára fangelsisdóm. Löggjöfin hefur þegar valdið víðtækum usla en Ísraelsríki sakar Pólverja um að hagræða sannleikanum og breiða yfir óþægilegan blett í sögu þjóðarinnar. Upphaf síðari heimsstyrjaldar er almennt talin markast af innrás Þjóðverja inn í Pólland þann 1. september 1939. Þeir hernámu landið og komu upp fjölda útrýmingarbúða þar sem milljónir manna, þar af 3 milljónir pólskra gyðinga, biðu bana. Fyrrnefnd lög taka þó ekki gildi fyrr en forseti landsins hefur samþykkt þau. Fastlega er þó búist við því að Andrzej Duda geri það án þess að hreyfa miklum mótbárum enda njóta lögin mikils stuðnings meðal pólskra þingmanna. Þannig greiddu 57 öldungadeildarþingmenn atkvæði með lögunum en 23 á móti samkvæmt talningu fréttastofu AFP.Alþjóðlegar afleiðingarForseti Ísraels, Benjamín Netanyahu, hafði barist opinberlega fyrir því að pólska þingið myndi einbeita sér að öðrum málum en „hagræðingu á sögunni,“ eins og hann komst að orði. „Ég er hjartanlega andsnúinn lögunum. Þú getur ekki breytt sögunni og Helförinni er ekki hægt að neita,“ sagði Netanyahu. Fyrrnefndur Duda gaf lítið fyrir ummæli ísraelska starfsbróður síns og sagði að Pólverjar hefðu fullan rétt á því að standa vörð um „söguleg sannindi.“ Bandaríkjamenn, sem lengi hafa verið dyggir stuðningsmenn Ísraelsríkis, hafa jafnframt farið fram á það við Pólverja að þeir endurskoði ákvörðun sína. Bandarísk stjórnvöld segja lögin grafa undan tjáningarfrelsinu og gætu orðið til þess að einangra Pólverja á hinu alþjóðlega sviði. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. Segi einhver að búðirnar sem hinir þýsku héldu í Póllandi hafi verið pólskar kann sá hinn sami að hljóta þriggja ára fangelsisdóm. Löggjöfin hefur þegar valdið víðtækum usla en Ísraelsríki sakar Pólverja um að hagræða sannleikanum og breiða yfir óþægilegan blett í sögu þjóðarinnar. Upphaf síðari heimsstyrjaldar er almennt talin markast af innrás Þjóðverja inn í Pólland þann 1. september 1939. Þeir hernámu landið og komu upp fjölda útrýmingarbúða þar sem milljónir manna, þar af 3 milljónir pólskra gyðinga, biðu bana. Fyrrnefnd lög taka þó ekki gildi fyrr en forseti landsins hefur samþykkt þau. Fastlega er þó búist við því að Andrzej Duda geri það án þess að hreyfa miklum mótbárum enda njóta lögin mikils stuðnings meðal pólskra þingmanna. Þannig greiddu 57 öldungadeildarþingmenn atkvæði með lögunum en 23 á móti samkvæmt talningu fréttastofu AFP.Alþjóðlegar afleiðingarForseti Ísraels, Benjamín Netanyahu, hafði barist opinberlega fyrir því að pólska þingið myndi einbeita sér að öðrum málum en „hagræðingu á sögunni,“ eins og hann komst að orði. „Ég er hjartanlega andsnúinn lögunum. Þú getur ekki breytt sögunni og Helförinni er ekki hægt að neita,“ sagði Netanyahu. Fyrrnefndur Duda gaf lítið fyrir ummæli ísraelska starfsbróður síns og sagði að Pólverjar hefðu fullan rétt á því að standa vörð um „söguleg sannindi.“ Bandaríkjamenn, sem lengi hafa verið dyggir stuðningsmenn Ísraelsríkis, hafa jafnframt farið fram á það við Pólverja að þeir endurskoði ákvörðun sína. Bandarísk stjórnvöld segja lögin grafa undan tjáningarfrelsinu og gætu orðið til þess að einangra Pólverja á hinu alþjóðlega sviði.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira