Kynntu vindorkuver fyrir heimamönnum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. febrúar 2018 19:15 Eigendur Storm Orku kynntu hugmyndir um vindorkuver fyrir heimamönnum í Dalabyggð í gærkvöldi. Viðræður hafa átt sér milli fyrirtækisins og Landsnets um orkuöflunina en annar eigandi fyrirtækisins segir verkefnið skammt á veg komið. Eigendur Storm Orku þeir Magnús og Sigurður Jóhannessynir mættu til fundarins í gær og kynntu fyrirhuguð áform fyrirtækisins. En þeir keyptu landið að Hróðnýjarstöðum með það í huga að virkja vindorkuna á svæðinu. Það var mikill áhugi hjá Dalamönnum um fyrirhugað vindorkuver að Hróðnýjarstöðum og var húsfyllir á íbúafundinum. Nokkrir íbúar Dalabyggðar komu í ræðustól og gagnrýndu sveitarstjórn fyrir slæleg vinnubrögð og leyndarhyggju í málinu og kröfðust sumir þess að málið yrði sett í biðstöðu þar til stjórnvöld hafi mótað heildstæða stefnu um nýtingu vindorku og um vindorkuver. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar sagði á fundinum í gær að sveitarstjórnin hefði fylgst með þeirri þróun sem hefur átt sér stað á Suðurlandi og Snæfellsbæ varðandi vindorkuvæðingu. Snæfellsbær hefur haft til skoðunar fjögur svæði undir vindorku á Snæfellsnesi. Í október á síðasta ári bókaði sveitarstjórn að vindmyllugarður í landi Elliða í Staðarsveit verði tekinn út úr tillögu að aðalskipulagi Snæfellsbæjar. Það vindorkuver var töluvert smærra í sniðum en það sem fyrirhugað er á Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð. Í greinargerð bæjarstjórnar Snæfellsbæjar segir„Ljóst er að vindmyllugarður af þessari stærðargráðu, allt að þrettán myllur, fimmtíu metra háar myndu hafa mjög mikil umhverfisáhrif á svæðinu og gjörbreyta ásýnd austasta hluta Snæfellsbæjar auk þess yrði hljóðmengun töluverð fyrir bæði fólk og skepnur. Það er því skoðun bæjarstjórnar að af umhverfis- og veðurfarslegum sjónarmiðum skuli ekki gert ráð fyrir vindmyllum á þessu svæði." Jafnframt var samþykkt að taka út tillögu um vindmyllugarð milli Hellissands og Rifs. Annar eigandi Storm Orku segir verkefni í Dalabyggð skammt á veg komið.Hvað kostar svona verkefni?„Veistu, ég veit það ekki. Það er svo rosalega dýrt. Það er mjög dýrt. Ég er bara umhverfismaðurinn, ég er ekki fjármálamaðurinn,“ segir Sigurður Jóhannesson, annars eigandi Storm Orku.Er búið að fjármagna verkefnið?„Nei, við erum að fjármagna þetta sjálfir. Við erum búnir að leggja gríðarlega vinnu í þetta,“ segir Sigurður.Nú hafið þið hugmyndir um að tengja þetta burðarneti Landsnets, hafið þið rætt við þá?„Já, við höfum átt fundi með Landsneti og þeir eru bara jákvæðir. Við erum búnir að sækja um hjá þeim og svo framvegis og þetta er bara í ferli en eins og ég segir þetta er svo stutt komið,“ segir Sigurður. Skipulag Snæfellsbær Umhverfismál Tengdar fréttir Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Eigendur Storm Orku kynntu hugmyndir um vindorkuver fyrir heimamönnum í Dalabyggð í gærkvöldi. Viðræður hafa átt sér milli fyrirtækisins og Landsnets um orkuöflunina en annar eigandi fyrirtækisins segir verkefnið skammt á veg komið. Eigendur Storm Orku þeir Magnús og Sigurður Jóhannessynir mættu til fundarins í gær og kynntu fyrirhuguð áform fyrirtækisins. En þeir keyptu landið að Hróðnýjarstöðum með það í huga að virkja vindorkuna á svæðinu. Það var mikill áhugi hjá Dalamönnum um fyrirhugað vindorkuver að Hróðnýjarstöðum og var húsfyllir á íbúafundinum. Nokkrir íbúar Dalabyggðar komu í ræðustól og gagnrýndu sveitarstjórn fyrir slæleg vinnubrögð og leyndarhyggju í málinu og kröfðust sumir þess að málið yrði sett í biðstöðu þar til stjórnvöld hafi mótað heildstæða stefnu um nýtingu vindorku og um vindorkuver. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar sagði á fundinum í gær að sveitarstjórnin hefði fylgst með þeirri þróun sem hefur átt sér stað á Suðurlandi og Snæfellsbæ varðandi vindorkuvæðingu. Snæfellsbær hefur haft til skoðunar fjögur svæði undir vindorku á Snæfellsnesi. Í október á síðasta ári bókaði sveitarstjórn að vindmyllugarður í landi Elliða í Staðarsveit verði tekinn út úr tillögu að aðalskipulagi Snæfellsbæjar. Það vindorkuver var töluvert smærra í sniðum en það sem fyrirhugað er á Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð. Í greinargerð bæjarstjórnar Snæfellsbæjar segir„Ljóst er að vindmyllugarður af þessari stærðargráðu, allt að þrettán myllur, fimmtíu metra háar myndu hafa mjög mikil umhverfisáhrif á svæðinu og gjörbreyta ásýnd austasta hluta Snæfellsbæjar auk þess yrði hljóðmengun töluverð fyrir bæði fólk og skepnur. Það er því skoðun bæjarstjórnar að af umhverfis- og veðurfarslegum sjónarmiðum skuli ekki gert ráð fyrir vindmyllum á þessu svæði." Jafnframt var samþykkt að taka út tillögu um vindmyllugarð milli Hellissands og Rifs. Annar eigandi Storm Orku segir verkefni í Dalabyggð skammt á veg komið.Hvað kostar svona verkefni?„Veistu, ég veit það ekki. Það er svo rosalega dýrt. Það er mjög dýrt. Ég er bara umhverfismaðurinn, ég er ekki fjármálamaðurinn,“ segir Sigurður Jóhannesson, annars eigandi Storm Orku.Er búið að fjármagna verkefnið?„Nei, við erum að fjármagna þetta sjálfir. Við erum búnir að leggja gríðarlega vinnu í þetta,“ segir Sigurður.Nú hafið þið hugmyndir um að tengja þetta burðarneti Landsnets, hafið þið rætt við þá?„Já, við höfum átt fundi með Landsneti og þeir eru bara jákvæðir. Við erum búnir að sækja um hjá þeim og svo framvegis og þetta er bara í ferli en eins og ég segir þetta er svo stutt komið,“ segir Sigurður.
Skipulag Snæfellsbær Umhverfismál Tengdar fréttir Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45
Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00
Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45