Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2018 09:30 Íslenskt stuðningsfólk á enn þá séns. Vísir/EPA Ekki er uppselt á leik Argentínu og Íslands á HM 2018 í Rússlandi sem fram fer 16. júní í Moskvu eins og greint var frá í gær.Nýr miðasölugluggi var opnaður í morgun þar sem fyrirkomulagið; fyrstur kemur, fyrstur fær, er notað og fær fólk rakleiðis svar um hvort miðakaupin hafi heppnast. Aftur á móti birti heimasíða FIFA frétt um það í gær, að ekki væri hægt að kaupa miða á tvo leiki mótsins í þessum miðasölufasa. Þeir leikir voru sjálfur úrslitaleikurinn og svo viðureign strákanna okkar og Argentínu. Ótrúlegt, en ekki satt. KSÍ krafðist svara frá FIFA um þennan Argentínuleik og hefur nú fengið viðbrögð við fyrirspurn sinni frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. Þar kemur fram að mögulega verði hægt að nálgast miða á leikinn á lokaspretti miðasölunnar. „Þar sem núverandi miðasölugluggi byggir á greiðslum sem fara í gegn gætu miðar komið til baka frá sumum hópum sem þýðir að hægt verður að fá miða á leik Argentínu og Íslands á síðustu mínútum miðasölunnar,“ segir í svari FIFA. „Með þetta í huga er mikilvægt að huga að því að orðið „uppselt“ gæti misskilist hjá fótboltaáhugamönnum þar sem hlutirnir geta enn þá breyst í miðasölunni,“ segja FIFA-menn.FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ um miðasöluna sem hófst í dag. Það má finna í uppfærðri frétt á síðu KSÍ.https://t.co/jfFSxkeTUJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 13, 2018 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Ekki er uppselt á leik Argentínu og Íslands á HM 2018 í Rússlandi sem fram fer 16. júní í Moskvu eins og greint var frá í gær.Nýr miðasölugluggi var opnaður í morgun þar sem fyrirkomulagið; fyrstur kemur, fyrstur fær, er notað og fær fólk rakleiðis svar um hvort miðakaupin hafi heppnast. Aftur á móti birti heimasíða FIFA frétt um það í gær, að ekki væri hægt að kaupa miða á tvo leiki mótsins í þessum miðasölufasa. Þeir leikir voru sjálfur úrslitaleikurinn og svo viðureign strákanna okkar og Argentínu. Ótrúlegt, en ekki satt. KSÍ krafðist svara frá FIFA um þennan Argentínuleik og hefur nú fengið viðbrögð við fyrirspurn sinni frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. Þar kemur fram að mögulega verði hægt að nálgast miða á leikinn á lokaspretti miðasölunnar. „Þar sem núverandi miðasölugluggi byggir á greiðslum sem fara í gegn gætu miðar komið til baka frá sumum hópum sem þýðir að hægt verður að fá miða á leik Argentínu og Íslands á síðustu mínútum miðasölunnar,“ segir í svari FIFA. „Með þetta í huga er mikilvægt að huga að því að orðið „uppselt“ gæti misskilist hjá fótboltaáhugamönnum þar sem hlutirnir geta enn þá breyst í miðasölunni,“ segja FIFA-menn.FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ um miðasöluna sem hófst í dag. Það má finna í uppfærðri frétt á síðu KSÍ.https://t.co/jfFSxkeTUJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 13, 2018
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24