Fótbolti

Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta er ekki góður fréttadagur fyrir Íslendinga. Fyrst slæmar fréttir af Gylfa og svo þetta.
Þetta er ekki góður fréttadagur fyrir Íslendinga. Fyrst slæmar fréttir af Gylfa og svo þetta. vísir/getty
Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun.

Nýr miðasölugluggi fyrir HM opnar í fyrramálið klukkan níu og eflaust margir sem ætluðu sér að reyna við miða á Argentínu-leikinn.

Fyrirkomulagið í fyrramálið er fyrstur kemur, fyrstur fær. Nema á tvo leiki. Úrslitaleik mótsins sem og á leik Íslands og Argentínu. Sjá má frétt FIFA um málið hér.

Miðar eru í boði á alla aðra leiki keppninnar en stóri leikurinn fyrir Ísland er úr sögunni. Því er nú miður og verr fyrir marga áhugasama.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×