Kvöldfréttir Stöðvar 2: Gift fullorðnum frænda sínum 11 ára gömul Hersir Aron Ólafsson skrifar 13. mars 2018 17:30 Hin tvítuga Najmo Fiyasko hefur búið á Íslandi undanfarin fjögur ár, gengur hér í skóla og er með háleit framtíðarmarkmið. Hún stýrir vinsælli Youtube-rás, er með tugþúsundir fylgjenda á Facebook og veitir konum í upprunalandi sínu, Sómalíu, innblástur í máli og mynd. Áður en hún kom hingað átti Najmo hins vegar ekki sjö dagana sæla. Þannig var hún 11 ára gömul flutt út í sveit í Sómalíu þar sem henni var gert að giftast 32 ára gömlum frænda sínum, en enn í dag þykir henni erfitt að tala um þann tíma. Hún ákvað hins vegar að flýja og leita sér betra lífs, en þær áætlanir leiddu hana vítt og breitt um heiminn þar sem hún þurfti sífellt að berjast fyrir tilvist sinni. Á leið sinni til fyrirheitna landsins Kanada endaði Najmo svo á Íslandi, þar sem hún hefur verið síðan. Í dag notar hún netmiðla til að dreifa hugleiðingum sínum um kvenréttindi í Sómalíu og berst af ákefð gegn barnabrúðkaupum, sem enn eru gríðarlega algeng þrátt fyrir að hafa fækkað talsvert á undanförnum árum. Najmo segir það ríkt í menningu Sómala að konur tali ekki um ofbeldi og misnotkun sem þær verða fyrir. Þannig séu slíkar frásagnir taldar til þess fallnar að kalla skömm yfir fjölskylduna. Þúsundir stúlkna hafi gengið í gegnum nákvæmlega sömu reynslu og hún, en segi ekkert, heldur geri einfaldlega það sem þær þurfa til að lifa af. Þetta verði að breytast. Sómalskar stúlkur þurfi að fá rödd og tækifæri til að segja frá - og vonandi breyta samfélaginu í leiðinni. Najmo flytur erindi á aðalfundi Íslandsdeildar Amnesty International á morgun, en viðtal við hana verður birt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Lengri útgáfa viðtalsins verður svo aðgengileg á Vísi. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Hin tvítuga Najmo Fiyasko hefur búið á Íslandi undanfarin fjögur ár, gengur hér í skóla og er með háleit framtíðarmarkmið. Hún stýrir vinsælli Youtube-rás, er með tugþúsundir fylgjenda á Facebook og veitir konum í upprunalandi sínu, Sómalíu, innblástur í máli og mynd. Áður en hún kom hingað átti Najmo hins vegar ekki sjö dagana sæla. Þannig var hún 11 ára gömul flutt út í sveit í Sómalíu þar sem henni var gert að giftast 32 ára gömlum frænda sínum, en enn í dag þykir henni erfitt að tala um þann tíma. Hún ákvað hins vegar að flýja og leita sér betra lífs, en þær áætlanir leiddu hana vítt og breitt um heiminn þar sem hún þurfti sífellt að berjast fyrir tilvist sinni. Á leið sinni til fyrirheitna landsins Kanada endaði Najmo svo á Íslandi, þar sem hún hefur verið síðan. Í dag notar hún netmiðla til að dreifa hugleiðingum sínum um kvenréttindi í Sómalíu og berst af ákefð gegn barnabrúðkaupum, sem enn eru gríðarlega algeng þrátt fyrir að hafa fækkað talsvert á undanförnum árum. Najmo segir það ríkt í menningu Sómala að konur tali ekki um ofbeldi og misnotkun sem þær verða fyrir. Þannig séu slíkar frásagnir taldar til þess fallnar að kalla skömm yfir fjölskylduna. Þúsundir stúlkna hafi gengið í gegnum nákvæmlega sömu reynslu og hún, en segi ekkert, heldur geri einfaldlega það sem þær þurfa til að lifa af. Þetta verði að breytast. Sómalskar stúlkur þurfi að fá rödd og tækifæri til að segja frá - og vonandi breyta samfélaginu í leiðinni. Najmo flytur erindi á aðalfundi Íslandsdeildar Amnesty International á morgun, en viðtal við hana verður birt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Lengri útgáfa viðtalsins verður svo aðgengileg á Vísi.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira