Undirstrikar að framboð á vændi er verulegt og heldur áfram að aukast Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2018 14:36 Snorri Birgisson er lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og fer fyrir mansalsteymi hennar. Vísir/Anton Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þeir níu einstaklingar sem fengu viðvörun frá lögreglu í vikunni vegna þess að þeir voru að auglýsa vændisstarfsemi sína hafi allt verið erlendir ríkisborgarar. Ólöglegt er að auglýsa vændi. Þá eru kaup á vændi einnig ólögleg og voru tveir kærðir fyrir það, einn Íslendingur og útlendingur með fasta búsetu hér. Um var að ræða átak sem var hluti af námskeiði innan lögreglunnar þar sem sænskir lögreglumenn komu hingað til lands með fræðslu um rannsóknir vændismála og aðgerðir tengdar þeim. Lögreglumenn frá öllum lögregluembættum landsins sátu námskeiðið og tóku þátt í átakinu þar sem afskipti voru höfð af ellefu einstaklingum vegna vændis. Vændið fór fram í leiguíbúðum miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og vissu eigendur íbúðanna ekki af því. Snorri segir að þessar aðgerðir lögreglunnar nú undirstriki að framboð á vændi er verulegt hér á landi.Dæmi um að fólk flakki á milli Norðurlandanna til að stunda vændi „Þetta hefur aukist og er að aukast þannig að þetta undirstrikar það sem við höfum bent á. Þessi markaður hefur færst út af hótelherbergjum og út í íbúðahverfin og í þessum tilfellum miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Snorri. Íbúðirnar hafi verið bókaðar í gegnum bókunarsíður á netinu en aðspurður hvort að einstaklingar séu þá að koma hingað í stuttan tíma til þess að stunda vændi segir Snorri að sumir komi hingað í fjóra til fimm daga og aðrir dvelji hér í allt að tvær vikur. „En kannski ekki mikið lengur en það. En við vitum það náttúrulega að þessir einstaklingar, og þeir greina frá því, að þeir flakka á milli Norðurlandanna. Við ræddum núna við aðila sem hafa verið hér áður,“ segir Snorri. Hann segir að allir þessi níu einstaklingar sem voru að auglýsa vændi á netinu hafi sagst vera sjálfstæðir og vildu þeir enga aðstoð þiggja. Þeim var bent á að auglýsingarnar væru ólöglegar og því beint til þeirra að loka síðunum, ella yrðu þeir kærðir fyrir brot á vændislöggjöfinni. Aðspurður hvernig tekið hafi verið í þessar viðvaranir segir Snorri að sumir hafi tekið þessu vel og eytt auglýsingunum strax en aðrir hafi séð þann kost að fara einfaldlega úr landi. Tengdar fréttir Höfðu afskipti af ellefu manns vegna vændis Lögreglan hafði afskipti af ellefu manns í vikunni vegna sölu og kaups á vændi og voru tveir kærðir vegna gruns um vændiskaup. 27. apríl 2018 13:52 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þeir níu einstaklingar sem fengu viðvörun frá lögreglu í vikunni vegna þess að þeir voru að auglýsa vændisstarfsemi sína hafi allt verið erlendir ríkisborgarar. Ólöglegt er að auglýsa vændi. Þá eru kaup á vændi einnig ólögleg og voru tveir kærðir fyrir það, einn Íslendingur og útlendingur með fasta búsetu hér. Um var að ræða átak sem var hluti af námskeiði innan lögreglunnar þar sem sænskir lögreglumenn komu hingað til lands með fræðslu um rannsóknir vændismála og aðgerðir tengdar þeim. Lögreglumenn frá öllum lögregluembættum landsins sátu námskeiðið og tóku þátt í átakinu þar sem afskipti voru höfð af ellefu einstaklingum vegna vændis. Vændið fór fram í leiguíbúðum miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og vissu eigendur íbúðanna ekki af því. Snorri segir að þessar aðgerðir lögreglunnar nú undirstriki að framboð á vændi er verulegt hér á landi.Dæmi um að fólk flakki á milli Norðurlandanna til að stunda vændi „Þetta hefur aukist og er að aukast þannig að þetta undirstrikar það sem við höfum bent á. Þessi markaður hefur færst út af hótelherbergjum og út í íbúðahverfin og í þessum tilfellum miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Snorri. Íbúðirnar hafi verið bókaðar í gegnum bókunarsíður á netinu en aðspurður hvort að einstaklingar séu þá að koma hingað í stuttan tíma til þess að stunda vændi segir Snorri að sumir komi hingað í fjóra til fimm daga og aðrir dvelji hér í allt að tvær vikur. „En kannski ekki mikið lengur en það. En við vitum það náttúrulega að þessir einstaklingar, og þeir greina frá því, að þeir flakka á milli Norðurlandanna. Við ræddum núna við aðila sem hafa verið hér áður,“ segir Snorri. Hann segir að allir þessi níu einstaklingar sem voru að auglýsa vændi á netinu hafi sagst vera sjálfstæðir og vildu þeir enga aðstoð þiggja. Þeim var bent á að auglýsingarnar væru ólöglegar og því beint til þeirra að loka síðunum, ella yrðu þeir kærðir fyrir brot á vændislöggjöfinni. Aðspurður hvernig tekið hafi verið í þessar viðvaranir segir Snorri að sumir hafi tekið þessu vel og eytt auglýsingunum strax en aðrir hafi séð þann kost að fara einfaldlega úr landi.
Tengdar fréttir Höfðu afskipti af ellefu manns vegna vændis Lögreglan hafði afskipti af ellefu manns í vikunni vegna sölu og kaups á vændi og voru tveir kærðir vegna gruns um vændiskaup. 27. apríl 2018 13:52 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Höfðu afskipti af ellefu manns vegna vændis Lögreglan hafði afskipti af ellefu manns í vikunni vegna sölu og kaups á vændi og voru tveir kærðir vegna gruns um vændiskaup. 27. apríl 2018 13:52