Spá allt að 25 stiga hita og sól í Reykjavík á sunnudag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júlí 2018 11:34 Spákort næstkomandi sunnudags. veðurstofa íslands Spákort næstkomandi sunnudags fyrir höfuðborgarsvæðið lítur ekki amalega út í augnablikinu en samkvæmt því má búast við 24 stiga hita og heiðskíru veðri í Reykjavík klukkan 14. Slíkt veður væri kærkomið þar sem íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa lítið séð til sólar það sem af er sumri og meira af rigningu. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hitinn gæti farið upp í allt að 25 stig á einhverjum stöðum í Reykjavík en slær þó töluverða varnagla á spánni þar sem allt þurfi að ganga upp til þess að hún gangi eftir. „Þetta kom svolítið snöggt inn í spárnar og ég er ekki alveg tilbúinn að gleypa þetta svona í fyrstu atrennu. Aðstæðurnar eru til staðar en það þarf í rauninni allt að ganga upp, eins og spáin lítur út núna þá virðist þetta ætla að ganga upp, en það má ofboðslega lítið út af bregða. Það verður hlýtt en hvort það fer yfir 20 gráður er svolítið viðkvæmt,“ segir Óli Þór í samtali við Vísi.Góða veðrið stoppar stutt við Hann segir þetta góða veður, ef spáin gengur eftir, standa tiltölulega stutt yfir, eða frá klukkan 10 til 11 um morguninn til klukkan 16 til 17 síðdegis. Um kvöldmatarleytið verður síðan farið að rigna, samkvæmt spánum eins og þær líta út núna. Spurður út í hvaða aðstæður þurfi að vera til staðar svo spáin gengur eftir segir Óli Þór: „Það er norðaustan átt og mjög hlýtt loft yfir landinu en þarf eiginlega að vera nægilega mikill vindur til að hafgolan nái ekki að vinna á móti og koma inn. Þá er þetta loft búið að ferðast þvert yfir landið og er að koma niður hérna mun þurrara en það lagði af stað við Austfirðina þar sem það kom að landi. Þá hlýnar það mun hraðar á leiðinni niður á láglendi hérna megin heldur en það kólnaði á leiðinni upp hinu megin. Þetta eru þessi svokölluðu hnjúkaþeysáhrif.“ Ef vindáttin er aðeins norðan við austur, austnorðaustan eða jafnvel norðaustan, þá getur spáin gengið eftir því hlýja loftið kemur niður af hálendinu. „En ef hann fer hins vegar aðeins lengra til suðurs og verður suðaustan þá fáum við þetta ekki. Þannig að þetta er svolítið viðkvæm staða en þetta eru þær aðstæður sem geta gefið okkur hlýjustu veðrin hér á suðvesturhorninu,“ segir Óli Þór.Yrði langbesti dagur sumarsinsEf þetta gengur eftir þá væri þetta væntanlega besti dagur sumarsins hér í Reykjavík? „Já, þetta verður klárlega langbesti dagur sumarsins ef þetta gengur eftir og verður meira að segja betri en besti dagurinn í fyrra,“ segir Óli Þór. Eins og áður segir gæti hitinn farið upp í allt að 25 gráður sums staðar í Reykjavík. „Ef allt gengur upp, alveg upp í topp. En ég yrði mjög ánægður ef við næðum 20 gráðum, bara þannig að við næðum að rjúfa 20 gráðurnar í ár,“ segir Óli Þór. Veður Tengdar fréttir Landinn aldrei leitað meira að góða veðrinu Íslendingar leita í gríð og erg að upplýsingum um veðrið. Ekki leitað meira að veðurtengdum leitarorðum á Google frá því að mælingar hófust. Veðurfræðingur segir sumarið slæmt sunnan- og vestanlands. Þó er von á ágætisveðri 27. júlí 2018 07:00 Veðrið býður upp á dagamun Austlæg eða breytileg átt og dálítil rigning um vestanvert landið í fyrstu, en það styttir upp og birtir til síðdegis. 27. júlí 2018 07:29 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Spákort næstkomandi sunnudags fyrir höfuðborgarsvæðið lítur ekki amalega út í augnablikinu en samkvæmt því má búast við 24 stiga hita og heiðskíru veðri í Reykjavík klukkan 14. Slíkt veður væri kærkomið þar sem íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa lítið séð til sólar það sem af er sumri og meira af rigningu. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hitinn gæti farið upp í allt að 25 stig á einhverjum stöðum í Reykjavík en slær þó töluverða varnagla á spánni þar sem allt þurfi að ganga upp til þess að hún gangi eftir. „Þetta kom svolítið snöggt inn í spárnar og ég er ekki alveg tilbúinn að gleypa þetta svona í fyrstu atrennu. Aðstæðurnar eru til staðar en það þarf í rauninni allt að ganga upp, eins og spáin lítur út núna þá virðist þetta ætla að ganga upp, en það má ofboðslega lítið út af bregða. Það verður hlýtt en hvort það fer yfir 20 gráður er svolítið viðkvæmt,“ segir Óli Þór í samtali við Vísi.Góða veðrið stoppar stutt við Hann segir þetta góða veður, ef spáin gengur eftir, standa tiltölulega stutt yfir, eða frá klukkan 10 til 11 um morguninn til klukkan 16 til 17 síðdegis. Um kvöldmatarleytið verður síðan farið að rigna, samkvæmt spánum eins og þær líta út núna. Spurður út í hvaða aðstæður þurfi að vera til staðar svo spáin gengur eftir segir Óli Þór: „Það er norðaustan átt og mjög hlýtt loft yfir landinu en þarf eiginlega að vera nægilega mikill vindur til að hafgolan nái ekki að vinna á móti og koma inn. Þá er þetta loft búið að ferðast þvert yfir landið og er að koma niður hérna mun þurrara en það lagði af stað við Austfirðina þar sem það kom að landi. Þá hlýnar það mun hraðar á leiðinni niður á láglendi hérna megin heldur en það kólnaði á leiðinni upp hinu megin. Þetta eru þessi svokölluðu hnjúkaþeysáhrif.“ Ef vindáttin er aðeins norðan við austur, austnorðaustan eða jafnvel norðaustan, þá getur spáin gengið eftir því hlýja loftið kemur niður af hálendinu. „En ef hann fer hins vegar aðeins lengra til suðurs og verður suðaustan þá fáum við þetta ekki. Þannig að þetta er svolítið viðkvæm staða en þetta eru þær aðstæður sem geta gefið okkur hlýjustu veðrin hér á suðvesturhorninu,“ segir Óli Þór.Yrði langbesti dagur sumarsinsEf þetta gengur eftir þá væri þetta væntanlega besti dagur sumarsins hér í Reykjavík? „Já, þetta verður klárlega langbesti dagur sumarsins ef þetta gengur eftir og verður meira að segja betri en besti dagurinn í fyrra,“ segir Óli Þór. Eins og áður segir gæti hitinn farið upp í allt að 25 gráður sums staðar í Reykjavík. „Ef allt gengur upp, alveg upp í topp. En ég yrði mjög ánægður ef við næðum 20 gráðum, bara þannig að við næðum að rjúfa 20 gráðurnar í ár,“ segir Óli Þór.
Veður Tengdar fréttir Landinn aldrei leitað meira að góða veðrinu Íslendingar leita í gríð og erg að upplýsingum um veðrið. Ekki leitað meira að veðurtengdum leitarorðum á Google frá því að mælingar hófust. Veðurfræðingur segir sumarið slæmt sunnan- og vestanlands. Þó er von á ágætisveðri 27. júlí 2018 07:00 Veðrið býður upp á dagamun Austlæg eða breytileg átt og dálítil rigning um vestanvert landið í fyrstu, en það styttir upp og birtir til síðdegis. 27. júlí 2018 07:29 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Landinn aldrei leitað meira að góða veðrinu Íslendingar leita í gríð og erg að upplýsingum um veðrið. Ekki leitað meira að veðurtengdum leitarorðum á Google frá því að mælingar hófust. Veðurfræðingur segir sumarið slæmt sunnan- og vestanlands. Þó er von á ágætisveðri 27. júlí 2018 07:00
Veðrið býður upp á dagamun Austlæg eða breytileg átt og dálítil rigning um vestanvert landið í fyrstu, en það styttir upp og birtir til síðdegis. 27. júlí 2018 07:29