Evrópuríki deila vegna andstöðu Ítala við flóttamenn Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2018 10:40 Salvini leiðir Bandalagið, öfgahægriflokk sem er andsnúinn innflytjendum. Vísir/EPA Ítalska ríkisstjórnin situr fast við sinn keip og ætlar að neita björgunarskipum sem taka upp flótta- og farandfólk á Miðjarðarhafi um leyfi til að koma til hafnar. Franska ríkisstjórnin deilir hart á afstöðu Ítala og fullyrðir að þeim beri skylda til að taka við fólkinu samkvæmt alþjóðalögum. Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu og leiðtogi öfgahægriflokksins Bandalagsins, bannaði fransk-þýska björgunarskipinu Aquarius að koma til hafnar þar með á sjöunda hundrað farandfólks á sunnudag. Síðan þá hefur skipið haldið kyrru fyrir á Miðjarðarhafi á meðan Evrópuríki þræta um örlög fólksins. „Við munum ekki breyta afstöðu okkar til skipa sem tilheyra félagasamtökum. Skip sem tilheyra erlendum stofnunum undir erlendum fánum geta ekki stýrt innflytjendastefnu Ítalíu,“ segir Salvini.Spænska ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka við fólkinu og er byrjað að flytja það til hafnar í Valencia á austurströnd Spánar.Frakkar og Ítalir skiptast á skotum Þrátt fyrir að Spánverjar hafi haldið samskiptum sínum við Ítali á diplómatískum nótum vegna málsins hafa stjórnvöld í Frakklandi brugðist harðar við, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Emmanuel Macron forseti hefur fordæmt ákvörðun ríkisstjórnar Ítalíu um að banna björgunarskipinu að koma til hafnar. „Það er viss hundingsháttur og ábyrgðarleysi í hegðun ítölsku ríkisstjórnarinnar varðandi þetta alvarlega mannúðarástand,“ segir talsmaður Macron að forsetinn hafi sagt við ríkisstjórn sína. Gabriel Attal, talsmaður flokks Macron, gekk enn lengra. „Afstaða Ítala lætur mig gubba,“ sagði Attal. Á móti sakaði Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, frönsk stjórnvöld um hræsni. Þau hefðu alltaf kosið að snúa bakinu við innflytjendamálum. Utanríkisráðuneyti Ítalíu kallaði svo franska sendiherrann í Róm á teppið vegna ummæla Macron í dag. Ítölsk stjórnvöld hafna því ennfremur að þau séu ómannúðlega eða haldin útlendingahatri. Vísa þau meðal annars til þess að skip ítölsku strandgæslunnar með rúmlega níu hundruð farandfólks um borð hafi komið til hafnar á Sikiley í dag. Flóttamenn Tengdar fréttir Spánn ætlar að taka við björgunarskipinu Stjórnvöld á Ítalíu og Möltu hafa neitað að leyfa skipinu með á sjöunda hundrað farandfólks að koma þar til hafnar. 11. júní 2018 14:05 Komast hvergi í land 629 flóttamönnum var bjargað á leið þeirra yfir miðjarðarhafið af skipinu Aquarius, skipið fær þó hvergi leyfi til að koma að landi. 10. júní 2018 22:44 Vill hleypa farandfólki í land í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar Borgarstjórinn í Palermo ætlar að standa upp í hárinu á nýrri ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna sem hafa bannað björgunarskipi með farandfólki að koma til hafnar á Ítalíu. 11. júní 2018 07:21 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Ítalska ríkisstjórnin situr fast við sinn keip og ætlar að neita björgunarskipum sem taka upp flótta- og farandfólk á Miðjarðarhafi um leyfi til að koma til hafnar. Franska ríkisstjórnin deilir hart á afstöðu Ítala og fullyrðir að þeim beri skylda til að taka við fólkinu samkvæmt alþjóðalögum. Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu og leiðtogi öfgahægriflokksins Bandalagsins, bannaði fransk-þýska björgunarskipinu Aquarius að koma til hafnar þar með á sjöunda hundrað farandfólks á sunnudag. Síðan þá hefur skipið haldið kyrru fyrir á Miðjarðarhafi á meðan Evrópuríki þræta um örlög fólksins. „Við munum ekki breyta afstöðu okkar til skipa sem tilheyra félagasamtökum. Skip sem tilheyra erlendum stofnunum undir erlendum fánum geta ekki stýrt innflytjendastefnu Ítalíu,“ segir Salvini.Spænska ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka við fólkinu og er byrjað að flytja það til hafnar í Valencia á austurströnd Spánar.Frakkar og Ítalir skiptast á skotum Þrátt fyrir að Spánverjar hafi haldið samskiptum sínum við Ítali á diplómatískum nótum vegna málsins hafa stjórnvöld í Frakklandi brugðist harðar við, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Emmanuel Macron forseti hefur fordæmt ákvörðun ríkisstjórnar Ítalíu um að banna björgunarskipinu að koma til hafnar. „Það er viss hundingsháttur og ábyrgðarleysi í hegðun ítölsku ríkisstjórnarinnar varðandi þetta alvarlega mannúðarástand,“ segir talsmaður Macron að forsetinn hafi sagt við ríkisstjórn sína. Gabriel Attal, talsmaður flokks Macron, gekk enn lengra. „Afstaða Ítala lætur mig gubba,“ sagði Attal. Á móti sakaði Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, frönsk stjórnvöld um hræsni. Þau hefðu alltaf kosið að snúa bakinu við innflytjendamálum. Utanríkisráðuneyti Ítalíu kallaði svo franska sendiherrann í Róm á teppið vegna ummæla Macron í dag. Ítölsk stjórnvöld hafna því ennfremur að þau séu ómannúðlega eða haldin útlendingahatri. Vísa þau meðal annars til þess að skip ítölsku strandgæslunnar með rúmlega níu hundruð farandfólks um borð hafi komið til hafnar á Sikiley í dag.
Flóttamenn Tengdar fréttir Spánn ætlar að taka við björgunarskipinu Stjórnvöld á Ítalíu og Möltu hafa neitað að leyfa skipinu með á sjöunda hundrað farandfólks að koma þar til hafnar. 11. júní 2018 14:05 Komast hvergi í land 629 flóttamönnum var bjargað á leið þeirra yfir miðjarðarhafið af skipinu Aquarius, skipið fær þó hvergi leyfi til að koma að landi. 10. júní 2018 22:44 Vill hleypa farandfólki í land í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar Borgarstjórinn í Palermo ætlar að standa upp í hárinu á nýrri ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna sem hafa bannað björgunarskipi með farandfólki að koma til hafnar á Ítalíu. 11. júní 2018 07:21 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Spánn ætlar að taka við björgunarskipinu Stjórnvöld á Ítalíu og Möltu hafa neitað að leyfa skipinu með á sjöunda hundrað farandfólks að koma þar til hafnar. 11. júní 2018 14:05
Komast hvergi í land 629 flóttamönnum var bjargað á leið þeirra yfir miðjarðarhafið af skipinu Aquarius, skipið fær þó hvergi leyfi til að koma að landi. 10. júní 2018 22:44
Vill hleypa farandfólki í land í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar Borgarstjórinn í Palermo ætlar að standa upp í hárinu á nýrri ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna sem hafa bannað björgunarskipi með farandfólki að koma til hafnar á Ítalíu. 11. júní 2018 07:21