Hannes segir Rúrik loksins fá þá viðurkenningu sem hann eigi skilið Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 20. júní 2018 08:06 Þrjár af fjölmörgum fréttum erlendra miðla af samfélagsmiðlafrægð Rúriks. 620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. Alfreð Finnbogason og Hannes Þór Halldórsson, hetjurnar úr 1-1 jafnteflinu gegn Argentínu, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Kabardinka í morgun. Eftir spurningar sem sneru að Nígeríuleiknum fóru spurningarnar á persónulegra stig. Meðal annars um nýlega frægð Rúriks Gíslasonar. „Rúrik er loksins að fá þá viðurkenningu sem hann á skilið,“ sagði Hannes Þór og uppskar mikinn hlátur meðal blaðamanna í tjaldinu.Létt var yfir Alfreð og Hannesi á blaðamannafundinum í morgun.Vísir/Vilhelm„Þetta er náttúrulega bara fyndið og léttmeti í hópnum, skemmtilegt fyrir hann og við hlæjum að þessu,“ segir Alfreð. Það hafi verið skrýtið inni í klefa eftir Argentínuleikinn þegar Rúrik kíkti á Instagram. Hann hafi aukið fylgjendafjöldann afar mikið og menn ekki áttað sig á því hvað væri í gangi. „Ég veit ekki hvað var í gangi í Suður-Ameríku,“ segir Alfreð. „En þetta er mjög jákvætt fyrir hann og hans markaðsvirði er að aukast.“Rúrik hefur verið lengi á Instagram, birt flottar myndir af sér en viðbrögðin núna eru ótrúleg. „Það var nú mikil vinna lögð í þetta fyrir,“ segir Alfreð. Rúrik hafi ekki sett inn mynd á Instagram í tvo til þrjá daga eftir leikinn. „Það eru fleiri fylgjendur sem þarf að sinna núna, leggja enn meiri vinnu í þetta,“ segir Alfreð og grínast. Greinilegt að landsliðsmennirnir hafa gaman af þessari nýju frægð Rúriks. Alfreð segir þetta skemmtilegt og dreifi athyglinni. „Ég get sagt ykkur að honum leiðist þetta ekkert.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. A documentary film about our World Cup adventure is being filmed. This evening it was my turn to tell a few stories and talk about my experience so far #FyrirIsland #FIFAWorldCup #Documentary #Interview #Iceland A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on Jun 19, 2018 at 2:14pm PDT HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Argentínsk ferðaskrifstofa notar fáklæddan Rúrik til að auglýsa flug til Íslands Í færslu, sem ferðaskrifstofan birti á Facebook, er vakin athygli á flugferðum til Íslands og mynd af Rúrik Gíslasyni, miðjumanni íslenska liðsins, látin fylgja með. 17. júní 2018 19:10 Á bak við tjöldin hjá landsliðinu með Þorgrími Þráins Þúsundþjalasmiðurinn kann svo sannarlega að taka flottar myndir. 19. júní 2018 14:32 Rúrik tryllir stelpurnar í Suður-Ameríku Þú ert kynþokkafullur sem ég elska þig Rurik giftist mér, segir ein með hjálp Google Translate. 18. júní 2018 11:30 Langmest skotið á Rúrik Pálsson Kominn með 500 þúsund fylgjendur á Instagram. 19. júní 2018 09:45 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Sjá meira
620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. Alfreð Finnbogason og Hannes Þór Halldórsson, hetjurnar úr 1-1 jafnteflinu gegn Argentínu, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Kabardinka í morgun. Eftir spurningar sem sneru að Nígeríuleiknum fóru spurningarnar á persónulegra stig. Meðal annars um nýlega frægð Rúriks Gíslasonar. „Rúrik er loksins að fá þá viðurkenningu sem hann á skilið,“ sagði Hannes Þór og uppskar mikinn hlátur meðal blaðamanna í tjaldinu.Létt var yfir Alfreð og Hannesi á blaðamannafundinum í morgun.Vísir/Vilhelm„Þetta er náttúrulega bara fyndið og léttmeti í hópnum, skemmtilegt fyrir hann og við hlæjum að þessu,“ segir Alfreð. Það hafi verið skrýtið inni í klefa eftir Argentínuleikinn þegar Rúrik kíkti á Instagram. Hann hafi aukið fylgjendafjöldann afar mikið og menn ekki áttað sig á því hvað væri í gangi. „Ég veit ekki hvað var í gangi í Suður-Ameríku,“ segir Alfreð. „En þetta er mjög jákvætt fyrir hann og hans markaðsvirði er að aukast.“Rúrik hefur verið lengi á Instagram, birt flottar myndir af sér en viðbrögðin núna eru ótrúleg. „Það var nú mikil vinna lögð í þetta fyrir,“ segir Alfreð. Rúrik hafi ekki sett inn mynd á Instagram í tvo til þrjá daga eftir leikinn. „Það eru fleiri fylgjendur sem þarf að sinna núna, leggja enn meiri vinnu í þetta,“ segir Alfreð og grínast. Greinilegt að landsliðsmennirnir hafa gaman af þessari nýju frægð Rúriks. Alfreð segir þetta skemmtilegt og dreifi athyglinni. „Ég get sagt ykkur að honum leiðist þetta ekkert.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. A documentary film about our World Cup adventure is being filmed. This evening it was my turn to tell a few stories and talk about my experience so far #FyrirIsland #FIFAWorldCup #Documentary #Interview #Iceland A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on Jun 19, 2018 at 2:14pm PDT
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Argentínsk ferðaskrifstofa notar fáklæddan Rúrik til að auglýsa flug til Íslands Í færslu, sem ferðaskrifstofan birti á Facebook, er vakin athygli á flugferðum til Íslands og mynd af Rúrik Gíslasyni, miðjumanni íslenska liðsins, látin fylgja með. 17. júní 2018 19:10 Á bak við tjöldin hjá landsliðinu með Þorgrími Þráins Þúsundþjalasmiðurinn kann svo sannarlega að taka flottar myndir. 19. júní 2018 14:32 Rúrik tryllir stelpurnar í Suður-Ameríku Þú ert kynþokkafullur sem ég elska þig Rurik giftist mér, segir ein með hjálp Google Translate. 18. júní 2018 11:30 Langmest skotið á Rúrik Pálsson Kominn með 500 þúsund fylgjendur á Instagram. 19. júní 2018 09:45 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Sjá meira
Argentínsk ferðaskrifstofa notar fáklæddan Rúrik til að auglýsa flug til Íslands Í færslu, sem ferðaskrifstofan birti á Facebook, er vakin athygli á flugferðum til Íslands og mynd af Rúrik Gíslasyni, miðjumanni íslenska liðsins, látin fylgja með. 17. júní 2018 19:10
Á bak við tjöldin hjá landsliðinu með Þorgrími Þráins Þúsundþjalasmiðurinn kann svo sannarlega að taka flottar myndir. 19. júní 2018 14:32
Rúrik tryllir stelpurnar í Suður-Ameríku Þú ert kynþokkafullur sem ég elska þig Rurik giftist mér, segir ein með hjálp Google Translate. 18. júní 2018 11:30