Hrakin út af mexíkóskum veitingastað eftir að hafa komið aðskilnaðarstefnunni í framkvæmd Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2018 15:24 Kirstjen Nielsen, ráðherra heimavarnarmála í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Mótmælendur gerðu hróp að ráðherra heimavarnarmála í Bandaríkjunum, Kirstjen Nielsen, í gær þar sem hún sat og borðaði á mexíkóskum veitingastað. Sem heimavarnarmálaráðherra framfylgdi Nielsen aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum, þ.e. að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó þegar fjölskyldurnar koma inn í landið. Mótmælendurnir kenna sig við samtökin The Metro DC Democratic Socialists of America og lýstu samtökin yfir ábyrgð á mótmælunum á Facebook-síðu sinni. Myndband af mótmælunum má sjá hér að neðan. „Skömm!“, „Hvernig sefurðu á næturnar?“, „Heyrirðu í börnunum gráta?“ og „Ert þú ekki móðir líka?“ var á meðal þess sem mótmælendur kölluðu að Nielsen þar sem hún sat og borðaði kvöldmat á mexíkóskum veitingastað í grennd við Hvíta húsið í gær. „Við erum meðvituð um kaldhæðnina,“ sagði enn fremur í téðri yfirlýsingu frá samtökunum en flestar innflytjendafjölskyldur, sem stefnu Bandaríkjastjórnar hefur verið beitt á undanfarnar vikur, eru frá Mexíkó. Stefna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans er afar óvinsæl í Bandaríkjunum og hefur einnig vakið mikla reiði víða um heim. Sjálfur hrósaði forsetinn Nielsen í hástert í vikunni fyrir að taka upp hanskann fyrir aðskilnaðarstefnuna af mikilli lagni á blaðamannafundi í vikunni. “We have to do our job. We will not apologize for doing our job,” says Homeland Security Secretary Kirstjen Nielsen on separating families at the border. “This administration has a simple message: If you cross the border illegally, we will prosecute you.” https://t.co/NdC1STntVi pic.twitter.com/Be3EMqHlWG— CNN (@CNN) June 18, 2018 Aðstoðarmaður Nielsen tísti um atvikið í gær og sagði Nielsen þar hafa veitt litlum hópi mótmælenda áheyrn. Þessir mótmælendur hefðu jafnframt viðrað áhyggjur sínar af innflytjendalöggjöfinni, sömu áhyggjur og Nielsen hefði af stöðu mála.While having a work dinner tonight, the Secretary and her staff heard from a small group of protestors who share her concern with our current immigration laws that have created a crisis on our southern border.— Tyler Q. Houlton (@SpoxDHS) June 20, 2018 Þá hafa fréttastofur ytra meðal annars komist yfir upptökur af grátandi börnum, í haldi bandarískra yfirvalda í flóttamannabúðum, sem öskra á foreldra sína af veikum mætti. Ásamt myndum af aðbúnaði barnanna, sem eru meðal annars geymd í gömlum vöruskemmum. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28 Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00 New York í mál við Bandaríkjastjórn New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. 20. júní 2018 14:06 Þingmaður segir Trump bera öll einkenni valdasjúks vitfirrings 20. júní 2018 15:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Mótmælendur gerðu hróp að ráðherra heimavarnarmála í Bandaríkjunum, Kirstjen Nielsen, í gær þar sem hún sat og borðaði á mexíkóskum veitingastað. Sem heimavarnarmálaráðherra framfylgdi Nielsen aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum, þ.e. að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó þegar fjölskyldurnar koma inn í landið. Mótmælendurnir kenna sig við samtökin The Metro DC Democratic Socialists of America og lýstu samtökin yfir ábyrgð á mótmælunum á Facebook-síðu sinni. Myndband af mótmælunum má sjá hér að neðan. „Skömm!“, „Hvernig sefurðu á næturnar?“, „Heyrirðu í börnunum gráta?“ og „Ert þú ekki móðir líka?“ var á meðal þess sem mótmælendur kölluðu að Nielsen þar sem hún sat og borðaði kvöldmat á mexíkóskum veitingastað í grennd við Hvíta húsið í gær. „Við erum meðvituð um kaldhæðnina,“ sagði enn fremur í téðri yfirlýsingu frá samtökunum en flestar innflytjendafjölskyldur, sem stefnu Bandaríkjastjórnar hefur verið beitt á undanfarnar vikur, eru frá Mexíkó. Stefna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans er afar óvinsæl í Bandaríkjunum og hefur einnig vakið mikla reiði víða um heim. Sjálfur hrósaði forsetinn Nielsen í hástert í vikunni fyrir að taka upp hanskann fyrir aðskilnaðarstefnuna af mikilli lagni á blaðamannafundi í vikunni. “We have to do our job. We will not apologize for doing our job,” says Homeland Security Secretary Kirstjen Nielsen on separating families at the border. “This administration has a simple message: If you cross the border illegally, we will prosecute you.” https://t.co/NdC1STntVi pic.twitter.com/Be3EMqHlWG— CNN (@CNN) June 18, 2018 Aðstoðarmaður Nielsen tísti um atvikið í gær og sagði Nielsen þar hafa veitt litlum hópi mótmælenda áheyrn. Þessir mótmælendur hefðu jafnframt viðrað áhyggjur sínar af innflytjendalöggjöfinni, sömu áhyggjur og Nielsen hefði af stöðu mála.While having a work dinner tonight, the Secretary and her staff heard from a small group of protestors who share her concern with our current immigration laws that have created a crisis on our southern border.— Tyler Q. Houlton (@SpoxDHS) June 20, 2018 Þá hafa fréttastofur ytra meðal annars komist yfir upptökur af grátandi börnum, í haldi bandarískra yfirvalda í flóttamannabúðum, sem öskra á foreldra sína af veikum mætti. Ásamt myndum af aðbúnaði barnanna, sem eru meðal annars geymd í gömlum vöruskemmum.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28 Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00 New York í mál við Bandaríkjastjórn New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. 20. júní 2018 14:06 Þingmaður segir Trump bera öll einkenni valdasjúks vitfirrings 20. júní 2018 15:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28
Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00
New York í mál við Bandaríkjastjórn New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. 20. júní 2018 14:06
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent