Spilltir umboðsmenn eru að eyðileggja belgískan fótbolta Hjörvar Ólafsson skrifar 29. október 2018 06:00 Peter Maes, þjálfari Lokeren, var handtekinn í vikunni. Nordicphotos/Getty Leiðindamál hafa verið í deiglunni í belgískum fótbolta undanfarið. Annars vegar hefur farið fram rannsókn á hagræðingu úrslita í leikjum í fallbaráttu belgísku efstu deildarinnar á síðustu leiktíð. Hins vegar er mál sem þykir stærra og landlægara vandamál þar í landi. Það eru skattsvik tveggja umboðsmanna sem tveir reynslumiklir þjálfarar í belgíska boltanum eru flæktir í. Fréttablaðið fékk Tom Boudeweel, íþróttafréttamann hjá belgíska fjölmiðlinum VRT, til þess að útskýra um hvað málið snýst. Hann segir vafasama háttsemi umboðsmanna hafa verið mikið vandamál í belgískum fótbolta og það verði að freista þess að spyrna við fótum. Málið hófst með handtöku Ivans Leko sem stýrir ríkjandi meisturum í Belgíu, Club Brugge, vegna vafasamra aðgerða Dejans Veljkovic, umboðsmanns hans, á meðan Leko var við störf hjá Oud-Heverlee Leuven fyrir þremur árum. Þar voru hann og umboðsmaðurinn í samstarfi um að stuðla að því að austur-evrópskir leikmenn kæmu í stórum stíl til liðsins og Veljkovic tók við greiðslum frá félaginu fyrir milligöngu sína um þær sölur. Leko hefur verið sleppt úr haldi fyrir sinn þátt í málinu og þar sem rannsóknin beindist ekki að brotum í starfi hans fyrir núverandi vinnuveitanda telur Tom Boudeweel að þetta muni ekki hafa áhrif á starfsöryggi hans. Peter Maes tók við stjórnartaumunum hjá Lokeren eftir að Rúnar Kristinsson var látinn taka pokann sinn árið 2107. Veljkovic er grunaður um að skjóta undan fjárhæðum við kaup og sölu leikmanna sem eru á hans snærum. Þá er Maes grunaður um að hafa komið sér undan því að borga skatt með því að geyma peninga sína á bankareikningi á Kýpur. Maes var hnepptur í gæsluvarðhald í vikunni, en hefur verið sleppt. Boudeweel telur að slæmur árangur Lokeren undir stjórn Maes og þetta vesen hans og umboðsmannsins muni leiða til þess að hann missi starf sitt hjá Lokeren. Hann telur enn fremur að hann muni þurfa að leiðrétta skattgreiðslu sína aftur í tímann en hljóti ekki frekari refsingu fyrir skattsvik sín. Maes hefur enn fremur tekið við greiðslum úr hendi Veljkovic fyrir að kaupa skjólstæðinga hans til Lokeren og láta þá svo spila þar. Mogi Bayat er svo umboðsmaður fjölmargra leikmanna bæði í Belgíu og Frakklandi. Hann er líkt og Veljkovic grunaður um að taka við greiðslum og setja í eigin vasa frá félögum þegar leikmenn sem eru á hans vegum semja við félögin. Þá hafa þeir mútað belgískum blaðamönnum til þess að skrifa góðar umsagnir um leikmenn hans og hækka einkunnir fyrir frammistöðu þeirra. Boudeweel segir að Veljkovic og Bayat séu krabbamein í belgískum fótbolta af tveimur ástæðum einna helst. Þeir hafa haft milligöngu um það að fjölga erlendum leikmönnum í tveimur efstu deildunum í landinu og hamla því þar af leiðandi að ungir og efnilegar Belgar fái brautargengi. Þá séu þeir og kollegar þeirra að mergsjúga belgísk félög fjárhagslega. Fé sem ætti að skila sér í bókhald félaganna skilar sér ekki þangað þar sem það fer þess í stað í skítugar hendur umboðsmannanna. Leikmenn, sem þeir koma að hjá belgísku félögunum, staldra stutt við þar og fara fyrir litlar upphæðir til stærri félaga í framhaldinu. Verst séu hins vegar fyrrgreind brot þeirra sem lúta að því að félögin greiði þeim háar fjárhæðir við undirskrift leikmanna sem þeir starfa fyrir og þá staðreynd að þeir komi peningum úr belgísku hagkerfi með því að greiða ekki skatta af tekjum leikmanna og þjálfara sem starfa í Belgíu þar í landi, heldur á lágskattasvæði á Kýpur. Belgíska lögreglan er með aðgerðir Veljkovic og Bayat og sjö annarra aðila til rannsóknar og áhugavert verður að sjá hvort lögregluyfirvöldum og belgíska knattspyrnusambandinu takist að sporna við því að svona lagað gerist aftur þar í landi. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Sjá meira
Leiðindamál hafa verið í deiglunni í belgískum fótbolta undanfarið. Annars vegar hefur farið fram rannsókn á hagræðingu úrslita í leikjum í fallbaráttu belgísku efstu deildarinnar á síðustu leiktíð. Hins vegar er mál sem þykir stærra og landlægara vandamál þar í landi. Það eru skattsvik tveggja umboðsmanna sem tveir reynslumiklir þjálfarar í belgíska boltanum eru flæktir í. Fréttablaðið fékk Tom Boudeweel, íþróttafréttamann hjá belgíska fjölmiðlinum VRT, til þess að útskýra um hvað málið snýst. Hann segir vafasama háttsemi umboðsmanna hafa verið mikið vandamál í belgískum fótbolta og það verði að freista þess að spyrna við fótum. Málið hófst með handtöku Ivans Leko sem stýrir ríkjandi meisturum í Belgíu, Club Brugge, vegna vafasamra aðgerða Dejans Veljkovic, umboðsmanns hans, á meðan Leko var við störf hjá Oud-Heverlee Leuven fyrir þremur árum. Þar voru hann og umboðsmaðurinn í samstarfi um að stuðla að því að austur-evrópskir leikmenn kæmu í stórum stíl til liðsins og Veljkovic tók við greiðslum frá félaginu fyrir milligöngu sína um þær sölur. Leko hefur verið sleppt úr haldi fyrir sinn þátt í málinu og þar sem rannsóknin beindist ekki að brotum í starfi hans fyrir núverandi vinnuveitanda telur Tom Boudeweel að þetta muni ekki hafa áhrif á starfsöryggi hans. Peter Maes tók við stjórnartaumunum hjá Lokeren eftir að Rúnar Kristinsson var látinn taka pokann sinn árið 2107. Veljkovic er grunaður um að skjóta undan fjárhæðum við kaup og sölu leikmanna sem eru á hans snærum. Þá er Maes grunaður um að hafa komið sér undan því að borga skatt með því að geyma peninga sína á bankareikningi á Kýpur. Maes var hnepptur í gæsluvarðhald í vikunni, en hefur verið sleppt. Boudeweel telur að slæmur árangur Lokeren undir stjórn Maes og þetta vesen hans og umboðsmannsins muni leiða til þess að hann missi starf sitt hjá Lokeren. Hann telur enn fremur að hann muni þurfa að leiðrétta skattgreiðslu sína aftur í tímann en hljóti ekki frekari refsingu fyrir skattsvik sín. Maes hefur enn fremur tekið við greiðslum úr hendi Veljkovic fyrir að kaupa skjólstæðinga hans til Lokeren og láta þá svo spila þar. Mogi Bayat er svo umboðsmaður fjölmargra leikmanna bæði í Belgíu og Frakklandi. Hann er líkt og Veljkovic grunaður um að taka við greiðslum og setja í eigin vasa frá félögum þegar leikmenn sem eru á hans vegum semja við félögin. Þá hafa þeir mútað belgískum blaðamönnum til þess að skrifa góðar umsagnir um leikmenn hans og hækka einkunnir fyrir frammistöðu þeirra. Boudeweel segir að Veljkovic og Bayat séu krabbamein í belgískum fótbolta af tveimur ástæðum einna helst. Þeir hafa haft milligöngu um það að fjölga erlendum leikmönnum í tveimur efstu deildunum í landinu og hamla því þar af leiðandi að ungir og efnilegar Belgar fái brautargengi. Þá séu þeir og kollegar þeirra að mergsjúga belgísk félög fjárhagslega. Fé sem ætti að skila sér í bókhald félaganna skilar sér ekki þangað þar sem það fer þess í stað í skítugar hendur umboðsmannanna. Leikmenn, sem þeir koma að hjá belgísku félögunum, staldra stutt við þar og fara fyrir litlar upphæðir til stærri félaga í framhaldinu. Verst séu hins vegar fyrrgreind brot þeirra sem lúta að því að félögin greiði þeim háar fjárhæðir við undirskrift leikmanna sem þeir starfa fyrir og þá staðreynd að þeir komi peningum úr belgísku hagkerfi með því að greiða ekki skatta af tekjum leikmanna og þjálfara sem starfa í Belgíu þar í landi, heldur á lágskattasvæði á Kýpur. Belgíska lögreglan er með aðgerðir Veljkovic og Bayat og sjö annarra aðila til rannsóknar og áhugavert verður að sjá hvort lögregluyfirvöldum og belgíska knattspyrnusambandinu takist að sporna við því að svona lagað gerist aftur þar í landi.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Sjá meira