Dómari leiksins frá Búlgaríu dæmdi þrjú víti þar á meðal annars eitt í uppbótartíma sem varð til þess að Valur komst ekki áfram.
Arnar Sveinn fékk dæmt á sig síðasta vítið og á Twitter eftir leik var hann mjög ósáttur með dómarann. Hann líkti þessu við fíaskóið sem hefur verið í kringum Evrópukeppninar í handbolta.
„Ég taldi mig vera að spila í Champions League fótbolta en ekki Áskorendakeppni Evrópu í handbolta,” skrifaði Arnar Sveinn á Twitter-síðu sína í kvöld.
Evrópuævintýri Vals er þó ekki búið því þeir mæta Santa Coloma í Evrópudeildinni í næstu viku. Það er hluti af annarri umferðinni þar.
Ég taldi mig vera að spila í Champions League fótbolta en ekki Áskorendakeppni Evrópu í handbolta.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) July 18, 2018