Læknir Hvíta hússins dregur sig í hlé í skugga ásakana um misferli 26. apríl 2018 12:50 Jackson vakti töluverða athygli þegar hann lofaði heilsu og gen Trump forseta í janúar. Vísir/AFP Uppljóstranir um fjölda ásakana á hendur lækni Hvíta hússins sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi sem ráðherra málefna uppgjafarhermanna urðu til þess að hann hætti við að gefa kost á sér í dag. Læknirinn hefur verið sakaður um áfengisdrykkju í vinnunni og óviðeigandi hegðun af ýmsu tagi. Ronny Jackson, sem hefur verið læknir Bandaríkjaforseta síðustu tólf árin, var óvænt tilnefndur til að stýra ráðuneyti málefna uppgjafarhermanna þrátt fyrir að hann hefði enga reynslu af slíkum stjórnunarstörfum. Ráðuneytið er næststærsta alríkisstofnun Bandaríkjanna með fleiri en 360.000 starfsmenn. Tilnefning Jackson var því umdeild frá upphafi. Ekki bætti úr skák þegar fregnir bárust af meintu misferli hans í starfi. Hann var sakaður um að hafa verið drukkinn í vinnunni, misfarið með ópíóíði og borið ábyrgð á fjandsamlegu starfsumhverfi þar sem undirmenn hans óttuðust hefndaraðgerðir. Demókratar í þingnefnd sem fjallar um málefni uppgjafarhermanna birtu ásakanirnar opinberlega en þær byggja á viðtölum við núverandi og fyrrverandi starfsmenn læknaliðs Hvíta hússins.Skemmdi bíl þegar hann ók fullur Í yfirlýsingu í dag hafnaði Jackson ásökununum og sagði þær tóman uppspuna. Þær hafi hins vegar orðið að truflun fyrir forsetann og þau mikilvægu mál sem hann þyrfti að sinna. Því gæfi hann ekki lengur kost á sér til að gegn ráðherraembættinu, að því er segir í frétt New York Times. Í tveggja blaðsíðna skjali demókrata kom fram að Jackson hefði meðal annars ítrekað skrifað upp á lyfseðilsskyld lyf til fólks án þess að þekkja til sjúkrasögu þess, hann hefði skrifað upp á lyf fyrir sjálfan sig auk þess að gera samstarfsmönnum sínum lífið leitt. Jackson á meðal annars að hafa skemmt bíl í eigu alríkisstjórnarinnar þegar hann ók fullur eftir samkvæmi og þá er hann sakaður um að hafa verið drukkinn og barið á dyr hótelherbergis samstarfskonu síðla nætur í vinnuferð erlendis. Svo mikill var hávaðinn að leyniþjónustan er sögð hafa skorist í leikinn af ótta við að Jackson myndi vekja Barack Obama, þáverandi forseta, að sögn CNN. Hvíta húsið hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir að gera enga bakgrunnskönnun á Jackson áður en Trump tilnefndi hann. Þingnefndin sem fjallaði um tilnefningu hans stöðvaði ferlið til að rannsaka ásakanirnar gegn honum sem kom fljótt á daginn þegar byrjað var að skoða bakgrunn Jackson. Engu að síður brást Trump reiður við því að Jackson hafi þurft frá að hverfa. Spáði hann því að John Tester, oddviti demókrata í þingnefndinni, myndi greiða mótspyrnu sína dýru verði í kosningum. Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Læknir Trump tekur við ráðherrastöðu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í dag enn einn ráðherra úr ríkisstjórn sinni. 28. mars 2018 22:35 Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Uppljóstranir um fjölda ásakana á hendur lækni Hvíta hússins sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi sem ráðherra málefna uppgjafarhermanna urðu til þess að hann hætti við að gefa kost á sér í dag. Læknirinn hefur verið sakaður um áfengisdrykkju í vinnunni og óviðeigandi hegðun af ýmsu tagi. Ronny Jackson, sem hefur verið læknir Bandaríkjaforseta síðustu tólf árin, var óvænt tilnefndur til að stýra ráðuneyti málefna uppgjafarhermanna þrátt fyrir að hann hefði enga reynslu af slíkum stjórnunarstörfum. Ráðuneytið er næststærsta alríkisstofnun Bandaríkjanna með fleiri en 360.000 starfsmenn. Tilnefning Jackson var því umdeild frá upphafi. Ekki bætti úr skák þegar fregnir bárust af meintu misferli hans í starfi. Hann var sakaður um að hafa verið drukkinn í vinnunni, misfarið með ópíóíði og borið ábyrgð á fjandsamlegu starfsumhverfi þar sem undirmenn hans óttuðust hefndaraðgerðir. Demókratar í þingnefnd sem fjallar um málefni uppgjafarhermanna birtu ásakanirnar opinberlega en þær byggja á viðtölum við núverandi og fyrrverandi starfsmenn læknaliðs Hvíta hússins.Skemmdi bíl þegar hann ók fullur Í yfirlýsingu í dag hafnaði Jackson ásökununum og sagði þær tóman uppspuna. Þær hafi hins vegar orðið að truflun fyrir forsetann og þau mikilvægu mál sem hann þyrfti að sinna. Því gæfi hann ekki lengur kost á sér til að gegn ráðherraembættinu, að því er segir í frétt New York Times. Í tveggja blaðsíðna skjali demókrata kom fram að Jackson hefði meðal annars ítrekað skrifað upp á lyfseðilsskyld lyf til fólks án þess að þekkja til sjúkrasögu þess, hann hefði skrifað upp á lyf fyrir sjálfan sig auk þess að gera samstarfsmönnum sínum lífið leitt. Jackson á meðal annars að hafa skemmt bíl í eigu alríkisstjórnarinnar þegar hann ók fullur eftir samkvæmi og þá er hann sakaður um að hafa verið drukkinn og barið á dyr hótelherbergis samstarfskonu síðla nætur í vinnuferð erlendis. Svo mikill var hávaðinn að leyniþjónustan er sögð hafa skorist í leikinn af ótta við að Jackson myndi vekja Barack Obama, þáverandi forseta, að sögn CNN. Hvíta húsið hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir að gera enga bakgrunnskönnun á Jackson áður en Trump tilnefndi hann. Þingnefndin sem fjallaði um tilnefningu hans stöðvaði ferlið til að rannsaka ásakanirnar gegn honum sem kom fljótt á daginn þegar byrjað var að skoða bakgrunn Jackson. Engu að síður brást Trump reiður við því að Jackson hafi þurft frá að hverfa. Spáði hann því að John Tester, oddviti demókrata í þingnefndinni, myndi greiða mótspyrnu sína dýru verði í kosningum.
Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Læknir Trump tekur við ráðherrastöðu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í dag enn einn ráðherra úr ríkisstjórn sinni. 28. mars 2018 22:35 Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15
Læknir Trump tekur við ráðherrastöðu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í dag enn einn ráðherra úr ríkisstjórn sinni. 28. mars 2018 22:35
Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58