Bröndby skoraði sigurmark á síðustu mínútum framlengingar og sló þar með Sönderjyske út úr dönsku bikarkeppninni í kvöld.
Daninn Christian Norgaard skoraði sigurmarkið á 118. mínútu eftir að hvorugu liði hafði tekist að koma boltanum í netið.
Bæði lið áttu þó nóg af marktækifærum, Bröndby átti 14 marktilraunir og Sönderjyske 12.
Eggert Gunnþór Jónsson og Hjörtur Hermannsson spiluðu báðir allan leikinn fyrir lið sín. Hjörtur fer áfram í undanúrslitin en Eggert Gunnþór og félagar sitja eftir.
Hjörtur sló Eggert úr bikarnum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti

„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn




Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn