Eigandi þriggja kílóa af kókaíni ófundinn Sveinn Arnarsson skrifar 18. júní 2018 08:00 Allir skipverjar hafa enn réttarstöðu sakbornings. Vísir/VIlhelm Þriggja kílóa kókaínsmygl í Skógafossi í lok júní fyrir þremur árum er enn óupplýst hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Enn liggja allir skipverjar Skógafoss undir grun og hafa réttarstöðu sakbornings. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir málið enn til rannsóknar og að lögreglan hafi ekki gefið rannsóknina upp á bátinn þó að henni hafi ekkert miðað áfram. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fundust efnin í bakpoka í gámi í skipinu sem notaður er af áhöfninni. Starfsmaður Tollstjóra á að hafa fundið efnin og byrjað að spyrjast fyrir um í skipinu hver ætti téðan bakpoka. Tollvörðurinn fór því samkvæmt þessu ekki eftir settum verklagsreglum en þegar efni sem þessi finnast á að kalla lögreglu til og tryggja vettvang svo að rannsóknarhagsmunir spillist ekki. Í þessu tilfelli var það ekki gert og skipverjum gert kunnugt að efni hefðu fundist í skipinu.Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónnStöð 2Lögreglan sendi rannsóknargögn til Svíþjóðar til frekari greiningar sumarið 2016. Sú rannsókn hefur hingað til ekki skilað neinum árangri. „Við erum með málið opið og erum ekki búnir að leggja það upp. Við erum ekki að gefast alveg upp. Ég er ekki með það á hreinu hversu margir hafa verið yfirheyrðir eða hvað það er búið að tala við marga,“ segir Margeir. „Málið er enn á sama stað og árið 2016. Við erum bara að reyna að sjá hvort við fáum eitthvað inn sem gæti leitt okkur á sporið. Við ljúkum ekki svona málum einn, tveir og þrír,“ bætir Margeir við. Götuvirði efnanna er í kringum eitt hundrað milljónir króna. Styrkleiki efna á götunni er oft mun minni en þeirra sem finnast í innflutningi og er virði efnanna oft margfaldað með því að drýgja þau. Á meðan málið er enn opið til rannsóknar eru allir skipverjar, hvort sem þeir voru í umræddri ferð eða voru í landi í fríi, grunaðir í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Þriggja kílóa kókaínsmygl í Skógafossi í lok júní fyrir þremur árum er enn óupplýst hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Enn liggja allir skipverjar Skógafoss undir grun og hafa réttarstöðu sakbornings. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir málið enn til rannsóknar og að lögreglan hafi ekki gefið rannsóknina upp á bátinn þó að henni hafi ekkert miðað áfram. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fundust efnin í bakpoka í gámi í skipinu sem notaður er af áhöfninni. Starfsmaður Tollstjóra á að hafa fundið efnin og byrjað að spyrjast fyrir um í skipinu hver ætti téðan bakpoka. Tollvörðurinn fór því samkvæmt þessu ekki eftir settum verklagsreglum en þegar efni sem þessi finnast á að kalla lögreglu til og tryggja vettvang svo að rannsóknarhagsmunir spillist ekki. Í þessu tilfelli var það ekki gert og skipverjum gert kunnugt að efni hefðu fundist í skipinu.Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónnStöð 2Lögreglan sendi rannsóknargögn til Svíþjóðar til frekari greiningar sumarið 2016. Sú rannsókn hefur hingað til ekki skilað neinum árangri. „Við erum með málið opið og erum ekki búnir að leggja það upp. Við erum ekki að gefast alveg upp. Ég er ekki með það á hreinu hversu margir hafa verið yfirheyrðir eða hvað það er búið að tala við marga,“ segir Margeir. „Málið er enn á sama stað og árið 2016. Við erum bara að reyna að sjá hvort við fáum eitthvað inn sem gæti leitt okkur á sporið. Við ljúkum ekki svona málum einn, tveir og þrír,“ bætir Margeir við. Götuvirði efnanna er í kringum eitt hundrað milljónir króna. Styrkleiki efna á götunni er oft mun minni en þeirra sem finnast í innflutningi og er virði efnanna oft margfaldað með því að drýgja þau. Á meðan málið er enn opið til rannsóknar eru allir skipverjar, hvort sem þeir voru í umræddri ferð eða voru í landi í fríi, grunaðir í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira