Eigandi þriggja kílóa af kókaíni ófundinn Sveinn Arnarsson skrifar 18. júní 2018 08:00 Allir skipverjar hafa enn réttarstöðu sakbornings. Vísir/VIlhelm Þriggja kílóa kókaínsmygl í Skógafossi í lok júní fyrir þremur árum er enn óupplýst hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Enn liggja allir skipverjar Skógafoss undir grun og hafa réttarstöðu sakbornings. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir málið enn til rannsóknar og að lögreglan hafi ekki gefið rannsóknina upp á bátinn þó að henni hafi ekkert miðað áfram. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fundust efnin í bakpoka í gámi í skipinu sem notaður er af áhöfninni. Starfsmaður Tollstjóra á að hafa fundið efnin og byrjað að spyrjast fyrir um í skipinu hver ætti téðan bakpoka. Tollvörðurinn fór því samkvæmt þessu ekki eftir settum verklagsreglum en þegar efni sem þessi finnast á að kalla lögreglu til og tryggja vettvang svo að rannsóknarhagsmunir spillist ekki. Í þessu tilfelli var það ekki gert og skipverjum gert kunnugt að efni hefðu fundist í skipinu.Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónnStöð 2Lögreglan sendi rannsóknargögn til Svíþjóðar til frekari greiningar sumarið 2016. Sú rannsókn hefur hingað til ekki skilað neinum árangri. „Við erum með málið opið og erum ekki búnir að leggja það upp. Við erum ekki að gefast alveg upp. Ég er ekki með það á hreinu hversu margir hafa verið yfirheyrðir eða hvað það er búið að tala við marga,“ segir Margeir. „Málið er enn á sama stað og árið 2016. Við erum bara að reyna að sjá hvort við fáum eitthvað inn sem gæti leitt okkur á sporið. Við ljúkum ekki svona málum einn, tveir og þrír,“ bætir Margeir við. Götuvirði efnanna er í kringum eitt hundrað milljónir króna. Styrkleiki efna á götunni er oft mun minni en þeirra sem finnast í innflutningi og er virði efnanna oft margfaldað með því að drýgja þau. Á meðan málið er enn opið til rannsóknar eru allir skipverjar, hvort sem þeir voru í umræddri ferð eða voru í landi í fríi, grunaðir í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Þriggja kílóa kókaínsmygl í Skógafossi í lok júní fyrir þremur árum er enn óupplýst hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Enn liggja allir skipverjar Skógafoss undir grun og hafa réttarstöðu sakbornings. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir málið enn til rannsóknar og að lögreglan hafi ekki gefið rannsóknina upp á bátinn þó að henni hafi ekkert miðað áfram. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fundust efnin í bakpoka í gámi í skipinu sem notaður er af áhöfninni. Starfsmaður Tollstjóra á að hafa fundið efnin og byrjað að spyrjast fyrir um í skipinu hver ætti téðan bakpoka. Tollvörðurinn fór því samkvæmt þessu ekki eftir settum verklagsreglum en þegar efni sem þessi finnast á að kalla lögreglu til og tryggja vettvang svo að rannsóknarhagsmunir spillist ekki. Í þessu tilfelli var það ekki gert og skipverjum gert kunnugt að efni hefðu fundist í skipinu.Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónnStöð 2Lögreglan sendi rannsóknargögn til Svíþjóðar til frekari greiningar sumarið 2016. Sú rannsókn hefur hingað til ekki skilað neinum árangri. „Við erum með málið opið og erum ekki búnir að leggja það upp. Við erum ekki að gefast alveg upp. Ég er ekki með það á hreinu hversu margir hafa verið yfirheyrðir eða hvað það er búið að tala við marga,“ segir Margeir. „Málið er enn á sama stað og árið 2016. Við erum bara að reyna að sjá hvort við fáum eitthvað inn sem gæti leitt okkur á sporið. Við ljúkum ekki svona málum einn, tveir og þrír,“ bætir Margeir við. Götuvirði efnanna er í kringum eitt hundrað milljónir króna. Styrkleiki efna á götunni er oft mun minni en þeirra sem finnast í innflutningi og er virði efnanna oft margfaldað með því að drýgja þau. Á meðan málið er enn opið til rannsóknar eru allir skipverjar, hvort sem þeir voru í umræddri ferð eða voru í landi í fríi, grunaðir í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira