Laura Bush segir grimmt og ómannúðlegt af Trump að aðskilja börn frá foreldrum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 18. júní 2018 07:41 Laura Bush naut töluverðra vinsælda á tíð sinni sem forsetafrú, þrátt fyrir að vinsældir eiginmanns hennar döluðu mikið þegar leið á Laura Bush, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, skrifar opið bréf í dagblaðið Washington Post í dag þar sem hún fordæmir innflytjendastefnu Trump stjórnarinnar sem hefur sundrað þúsundum fjölskyldna. Hún tekur þannig undir með fjölmörgum gagnrýnisröddum en í gær var það núverandi forsetafrú, Melania Trump, sem sagði opinberlega að henni þætti sárt að sjá börn aðskilin frá foreldrum sínum vegna stefnunnar. Talskona Melaniu sagði raunar að það væri Demókrataflokkurinn sem bæri ábyrgð á löggjöfinni umdeildu en það er með öllu rangt. Það var Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Trumps, sem innleiddi stefnubreytingu í síðasta mánuði sem leiddi til aðskilnaðar meira en tvö þúsund barnafjölskyldna. Engu að síður hafa bæði Donald Trump forseti og Melania eiginkona hans hvatt demókrata á þingi til að koma að borðinu til samningaviðræðna. Enginn veit um hvað þær samningaviðræður ættu að snúast, enda þarf þingsins ekki að njóta við til að snúa við nýrri, einhliða stefnu dómsmálaráðherra. Staðan er nú sú að þúsundir barna, sem komu yfir landamærin frá Mexíkó með foreldrum sínum, hafa verið aðskilin frá þeim og eru í haldi bandarískra stjórnvalda við aðstæður sem hafa verið harðlega gagnrýndar. Börnin eru meðal annars geymd í bókstaflegum vöruhúsum og gömlum matvörubúðum. Á meðan eru foreldrar þeirra í fangelsi og fá ekki að vitja barna sinna. Þetta ástand hefur varað vikum saman í sumum tilvikum. Mörg málin virðast föst í kerfinu. Í opnu bréfi Lauru Bush, sem er eiginkona George W. Bush fyrrverandi forseta og flokksbróður Trumps í Repúblikanaflokknum, segir að stefna núverandi stjórnvalda sé grimmileg, siðferðislega röng og fái hjarta sitt til að bresta. Fjölmiðlar vestanhafs segja margir í fyrirsögnum að Laura Bush sé þannig að taka undir með Melaniu Trump, að tvær forsetafrúr beiti sér gegn stefnu Trumps. Greinin hefur þó að öllum líkindum verið skrifuð áður en Melania tjáði sig í gær. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00 Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16 Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Laura Bush, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, skrifar opið bréf í dagblaðið Washington Post í dag þar sem hún fordæmir innflytjendastefnu Trump stjórnarinnar sem hefur sundrað þúsundum fjölskyldna. Hún tekur þannig undir með fjölmörgum gagnrýnisröddum en í gær var það núverandi forsetafrú, Melania Trump, sem sagði opinberlega að henni þætti sárt að sjá börn aðskilin frá foreldrum sínum vegna stefnunnar. Talskona Melaniu sagði raunar að það væri Demókrataflokkurinn sem bæri ábyrgð á löggjöfinni umdeildu en það er með öllu rangt. Það var Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Trumps, sem innleiddi stefnubreytingu í síðasta mánuði sem leiddi til aðskilnaðar meira en tvö þúsund barnafjölskyldna. Engu að síður hafa bæði Donald Trump forseti og Melania eiginkona hans hvatt demókrata á þingi til að koma að borðinu til samningaviðræðna. Enginn veit um hvað þær samningaviðræður ættu að snúast, enda þarf þingsins ekki að njóta við til að snúa við nýrri, einhliða stefnu dómsmálaráðherra. Staðan er nú sú að þúsundir barna, sem komu yfir landamærin frá Mexíkó með foreldrum sínum, hafa verið aðskilin frá þeim og eru í haldi bandarískra stjórnvalda við aðstæður sem hafa verið harðlega gagnrýndar. Börnin eru meðal annars geymd í bókstaflegum vöruhúsum og gömlum matvörubúðum. Á meðan eru foreldrar þeirra í fangelsi og fá ekki að vitja barna sinna. Þetta ástand hefur varað vikum saman í sumum tilvikum. Mörg málin virðast föst í kerfinu. Í opnu bréfi Lauru Bush, sem er eiginkona George W. Bush fyrrverandi forseta og flokksbróður Trumps í Repúblikanaflokknum, segir að stefna núverandi stjórnvalda sé grimmileg, siðferðislega röng og fái hjarta sitt til að bresta. Fjölmiðlar vestanhafs segja margir í fyrirsögnum að Laura Bush sé þannig að taka undir með Melaniu Trump, að tvær forsetafrúr beiti sér gegn stefnu Trumps. Greinin hefur þó að öllum líkindum verið skrifuð áður en Melania tjáði sig í gær.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00 Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16 Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00
Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16
Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28