Leicester City vildi ekki selja Riyad Mahrez á lokadegi félagsskiptagluggans þrátt fyrir að hafa fengið risatilboð frá Manchester City. Leicester hafnaði tilboðinu og City hætti við að eltast við leikmanninn.
Riyad Mahrez var talinn vera 65 milljón punda virði en Leicester vildi fá að minnsta kosti 80 milljón punda fyrir hann.
Þetta var fjórði félagsskiptaglugginn í röð þar sem framtíð Riyad Mahrez var mikið í umræðunni og ljóst á öllum fréttum að málinu síðan að þolinmæði leikmannsins sé á þrotum.
Mirror segir frá því Riyad Mahrez hafi ekki sést hjá Leicester síðan að það var ljóst að félagið ætlaði ekki að selja hann til Manchester City. Það veit enginn innan félagsins hvar hann er niðurkominn.
Riyad Mahrez 'madness' continues with Leicester star set to be AWOL for a fourth day and risk wrath of drug testers https://t.co/BabjeQQRbLpic.twitter.com/ZdwuqiEyh3
— Mirror Football (@MirrorFootball) February 2, 2018
Forráðamenn Leicester hafa einnig miklar áhyggjur af því að nú vita þeir ekki hvar Riyad Mahrez sé staddur fari svo að hann verði kallaður í lyfjapróf. Það er þeirra skylda að geta sagt lyfjaeftirlitinu hvar leikmanninn sé að finna.
Vinir Riyad Mahrez segja hann vera þunglyndan vegna þess að missa af möguleikanum á því að komast til Manchester City en janframt kemur fram í Mirror að liðsfélagar hans hjá Leicester beri engan kala til Mahrez vegna viðbragða hans og munu fagna endurkomu hans í liðið.