Jamie Carragher spyr á Sky: Hversu langan tíma fær titlalaus Jürgen Klopp? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2018 14:00 Jürgen Klopp. Vísir/Getty Jamie Carragher vann á sínum tíma ellefu titla á sautján árum með Liverpool. Nú veltir hann fyrir sér hversu langur tími líður þar til að stuðningsmenn Liverpool fara að snúast gegn Jürgen Klopp. Carragher er á því að Klopp sé að gera góða hluti með Liverpool liðið en telur jafnframt að þýsku stjórinn muni fara að fá á sig meiri gagnrýni ef Liverpool liðið bætir ekki árangur sinn á næstu tólf mánuðum.Carragher spyr: Hversu langan tíma fær titlalaus Jürgen Klopp áður en stuðningsmenn fara að gagnrýna hann? Klopp er búinn að sitja í meira en tvö ár í knattspyrnustjórastólnum á Anfield og liðið hefur bætt sig á þeim tíma. Liðið hefur hinsvegar ekki enn tekist að vinna titil undir hans stjórn. Liverpool hefur tapað tveimur úrslitaleikjum undir stjórn Þjóverjans, úrslitaleik deildabikarsins og úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Báðir þeir leikir komu á hans fyrsta fulla tímabili. Carragher spáir því að pressan fari að aukast á Klopp muni þetta ekki breytast á næstu tólf mánuðum en eini raunhæfi möguleiki liðsins á titli á þessari leiktíða er að vinna Meistaradeildina sem er fjarlægur draumur. „Ef hann heldur liðinu í Meistaradeildinni þá telst þetta vera gott tímabil fyrir Liverpool. Það er auðvitað hægt að nefna til titla og að vinna ensku úrvalsdeildina en Liverpool þarf fyrst og fremst að verða stöðugt Meistaradeildarfélag,“ sagði Jamie Carragher við Sky Sports.WATCH: Did @LFC have a successful transfer window? Watch #TheDebate with @GNev2 and @Carra23 live on Sky Sports Premier League now. pic.twitter.com/aV7miiD0mo — Sky Sports PL (@SkySportsPL) February 1, 2018 „Liverpool hefur verið tvisvar sinnum í Meistaradeildinni á síðustu tíu árum og eina ástæðan fyrir því að þeir komst þangað aftur var af því að þeir voru lausir við Evrópukeppnina það tímabil. Það væri því afrek fyrir Klopp takist honum að halda Liverpool í Meistaradeildarsæti,“ sagði Carragher. „Ég hef gagnrýnt Arsene Wenger fyrir að vera í topp fjögur svo lengi og taka ekki næsta skref í deild eða Meistaradeild. Ef Klopp er ennþá bara að ná inn á topp fjögur eftir fjögur eða fimm ár og ekki kominn nær því að vinna úrvalsdeildina eða Meistaradeildina þá væri það ekki nógu gott,“ sagði Carragher. „Eins og staðan er núna þá getur hann gert Liverpool að liði sem er alltaf í Meistaradeildinni og liði sem mun vinna titla. Takist það þá verða stuðningsmenn Liverpool mjög ánægðir með hann,“ sagði Carragher en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Jamie Carragher vann á sínum tíma ellefu titla á sautján árum með Liverpool. Nú veltir hann fyrir sér hversu langur tími líður þar til að stuðningsmenn Liverpool fara að snúast gegn Jürgen Klopp. Carragher er á því að Klopp sé að gera góða hluti með Liverpool liðið en telur jafnframt að þýsku stjórinn muni fara að fá á sig meiri gagnrýni ef Liverpool liðið bætir ekki árangur sinn á næstu tólf mánuðum.Carragher spyr: Hversu langan tíma fær titlalaus Jürgen Klopp áður en stuðningsmenn fara að gagnrýna hann? Klopp er búinn að sitja í meira en tvö ár í knattspyrnustjórastólnum á Anfield og liðið hefur bætt sig á þeim tíma. Liðið hefur hinsvegar ekki enn tekist að vinna titil undir hans stjórn. Liverpool hefur tapað tveimur úrslitaleikjum undir stjórn Þjóverjans, úrslitaleik deildabikarsins og úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Báðir þeir leikir komu á hans fyrsta fulla tímabili. Carragher spáir því að pressan fari að aukast á Klopp muni þetta ekki breytast á næstu tólf mánuðum en eini raunhæfi möguleiki liðsins á titli á þessari leiktíða er að vinna Meistaradeildina sem er fjarlægur draumur. „Ef hann heldur liðinu í Meistaradeildinni þá telst þetta vera gott tímabil fyrir Liverpool. Það er auðvitað hægt að nefna til titla og að vinna ensku úrvalsdeildina en Liverpool þarf fyrst og fremst að verða stöðugt Meistaradeildarfélag,“ sagði Jamie Carragher við Sky Sports.WATCH: Did @LFC have a successful transfer window? Watch #TheDebate with @GNev2 and @Carra23 live on Sky Sports Premier League now. pic.twitter.com/aV7miiD0mo — Sky Sports PL (@SkySportsPL) February 1, 2018 „Liverpool hefur verið tvisvar sinnum í Meistaradeildinni á síðustu tíu árum og eina ástæðan fyrir því að þeir komst þangað aftur var af því að þeir voru lausir við Evrópukeppnina það tímabil. Það væri því afrek fyrir Klopp takist honum að halda Liverpool í Meistaradeildarsæti,“ sagði Carragher. „Ég hef gagnrýnt Arsene Wenger fyrir að vera í topp fjögur svo lengi og taka ekki næsta skref í deild eða Meistaradeild. Ef Klopp er ennþá bara að ná inn á topp fjögur eftir fjögur eða fimm ár og ekki kominn nær því að vinna úrvalsdeildina eða Meistaradeildina þá væri það ekki nógu gott,“ sagði Carragher. „Eins og staðan er núna þá getur hann gert Liverpool að liði sem er alltaf í Meistaradeildinni og liði sem mun vinna titla. Takist það þá verða stuðningsmenn Liverpool mjög ánægðir með hann,“ sagði Carragher en það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira