Arsenal keypti Pierre-Emerick Aubameyang frá Dortmund í vikunni fyrir metfé og hann var byrjaður að æfa með liðinu.
Enska veðrið hefur farið eitthvað illa með hann því hann er veikur og mikil óvissa með þáttöku hans um helgina.
Arsenal mun meta það í kvöld hvort Pierre-Emerick Aubameyang geti spilað leikinn á móti Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton annað kvöld.
UPDATES ON AUBA, JACK AND WELBZ https://t.co/7alGVYnK7a
— Arsenal FC (@Arsenal) February 2, 2018
„Ég verð að skoða það betur hvernig hann er andlega og hvernig honum líður. Hann var með hita og gat ekki æft mikið. Hann byrjaði að æfa í gær en var ekki orðinn góður. Ég mun fara yfir þetta með læknaliðinu,“ sagði Wenger.
Pierre-Emerick Aubameyang og Henrikh Mkhitaryan náðu frábærlega saman á sínum tíma hjá Dortmund og stuðningsmenn Arsenal geta örugglega ekki beðið eftir því að sjá þá spila saman í búningi Skyttanna.
Næsti leikur Arsenal á eftir Everton-leiknum er leikur á móti Tottenham 10. febrúar næstkomandi.