Minnka sykur í kóki til að bregðast við offituvandanum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. janúar 2018 20:00 Dregið verður úr sykurnotkun í vörulínum Coca-Cola á Íslandi um tíu prósent fram til ársins 2020. Yfirmaður samfélagsábyrgðar segir fyrirtækið viðurkenna sinn þátt í offituvandanum og vilja axla ábyrgð. Janúarráðstefna Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð, var haldin í dag undir yfirskriftinni „Ábyrgð er arðsöm". Þar kynnti yfirmaður samfélagsábyrgðar hjá Coca-Cola áform fyrirtækisins um að draga úr sykurnotkun í vörum sínum hér á landi. Hann segir Coca-cola þurfa að axla sína ábyrgð á offituvandanum. „Við erum hluti vandans en það eru margar leiðir til að nálgast sykur og fleiri þættir valda offitu. En við þurfum að vera hluti lausnarinnar og þess vegna erum við að skuldbinda okkur með þessum hætti," segir Per Hynne, yfirmaður samskipta og samfélagsábyrgðar hjá Coca-Cola European Partners. Markmiðið er að draga úr heildarsykurnotkun Coca-Cola á Íslandi um 10% fyrir árið 2020 en sykurnotkunin hefur þegar dregist saman um 15% frá árinu 2010. Hinar klassísku vörur Coca-Cola verða áfram eins en til þess að ná markmiðinu verður lögð áhersla á hollari valkosti. „Við munum passa upp á upphaflegu vörurnar til þess að fólk geti ennþá keypt þær. En auk þess að breyta uppskriftum til þess að draga úr sykurmagni ætlum við að fjárfesta meira í kynningu á vörum sem eru sykurlausar og gefa þeim meira vægi," segir Per. Þetta þýðir einnig að nýjar og hollari vörur verða kynntar á næstu misserum. „Förum úr því að einblína bara á gos og yfir í nýjar vörur, það gætu verið mjólkurvörur eða úr plöntum. Það eru að minnsta kosti nýjar vörur á leiðinni," segir Per. Heilbrigðismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Dregið verður úr sykurnotkun í vörulínum Coca-Cola á Íslandi um tíu prósent fram til ársins 2020. Yfirmaður samfélagsábyrgðar segir fyrirtækið viðurkenna sinn þátt í offituvandanum og vilja axla ábyrgð. Janúarráðstefna Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð, var haldin í dag undir yfirskriftinni „Ábyrgð er arðsöm". Þar kynnti yfirmaður samfélagsábyrgðar hjá Coca-Cola áform fyrirtækisins um að draga úr sykurnotkun í vörum sínum hér á landi. Hann segir Coca-cola þurfa að axla sína ábyrgð á offituvandanum. „Við erum hluti vandans en það eru margar leiðir til að nálgast sykur og fleiri þættir valda offitu. En við þurfum að vera hluti lausnarinnar og þess vegna erum við að skuldbinda okkur með þessum hætti," segir Per Hynne, yfirmaður samskipta og samfélagsábyrgðar hjá Coca-Cola European Partners. Markmiðið er að draga úr heildarsykurnotkun Coca-Cola á Íslandi um 10% fyrir árið 2020 en sykurnotkunin hefur þegar dregist saman um 15% frá árinu 2010. Hinar klassísku vörur Coca-Cola verða áfram eins en til þess að ná markmiðinu verður lögð áhersla á hollari valkosti. „Við munum passa upp á upphaflegu vörurnar til þess að fólk geti ennþá keypt þær. En auk þess að breyta uppskriftum til þess að draga úr sykurmagni ætlum við að fjárfesta meira í kynningu á vörum sem eru sykurlausar og gefa þeim meira vægi," segir Per. Þetta þýðir einnig að nýjar og hollari vörur verða kynntar á næstu misserum. „Förum úr því að einblína bara á gos og yfir í nýjar vörur, það gætu verið mjólkurvörur eða úr plöntum. Það eru að minnsta kosti nýjar vörur á leiðinni," segir Per.
Heilbrigðismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira