Kæra lögreglu vegna lélegrar rannsóknar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. september 2018 06:00 Kærurnar varða meðferð tveggja mála sem barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar tilkynnti til lögreglu árin 2014 og 2016. Vísir/Daníel Mál hafnfirskra systra, sem komst í hámæli í vor vegna afskipta Braga Guðbrandssonar, fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu, hafa að mati lögmanns þeirra enn ekki fengið eðlilega rannsókn hjá lögreglu. Hann hefur lagt fram kærur fyrir hönd systranna og móður þeirra, bæði til ríkissaksóknara og héraðssaksóknara, þar sem kærðir eru ótilgreindir starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, vegna þeirrar málsmeðferðar sem tilkynningar barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar um möguleg kynferðisbrot föður stúlknanna fengu hjá lögreglu. „Ég tel að lögreglu hafi verið óheimilt að rannsaka ekki málin,“ segir Jóhann Baldursson, lögmaður mæðgnanna. Um er að ræða tvær kærur, aðra til héraðssaksóknara og hina til ríkissaksóknara. Kærurnar varða meðferð tveggja mála sem barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar tilkynnti til lögreglu með tæplega tveggja ára millibili, annars vegar í lok árs 2014 og hins vegar í árslok 2016. Fyrri kæran var send ríkissaksóknara fyrir rúmum tveimur mánuðum og varðar tilkynningu barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar til lögreglu í desember 2016 um sterkar vísbendingar um brot gegn stúlkunum sem fram komu í meðferð og viðtölum hjá meðferðaraðila. Engin lögreglurannsókn mun hafa farið fram í kjölfar þeirrar tilkynningar. Síðari kæran var hins vegar send héraðssaksóknara fyrir rúmum tveimur vikum og varðar meinta óeðlilega meðferð rannsóknarlögreglu í kjölfar fyrri tilkynningar barnaverndarnefndar vegna gruns um brot föðurins í lok árs 2014. Lögmaður mæðgnanna segist geta fullyrt að möguleg refsiverð háttsemi sem lögregla hafði upplýsingar um hafi ekki verið rannsökuð. Héraðssaksóknari rannsakar meint brot lögreglumanna í starfi og staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir að embættið hafi til meðferðar mál um hvort lögreglumenn hafi gerst sekir um refsivert athæfi við meðferð máls sem var lokið fyrir nokkru. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega slasaður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Sjá meira
Mál hafnfirskra systra, sem komst í hámæli í vor vegna afskipta Braga Guðbrandssonar, fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu, hafa að mati lögmanns þeirra enn ekki fengið eðlilega rannsókn hjá lögreglu. Hann hefur lagt fram kærur fyrir hönd systranna og móður þeirra, bæði til ríkissaksóknara og héraðssaksóknara, þar sem kærðir eru ótilgreindir starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, vegna þeirrar málsmeðferðar sem tilkynningar barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar um möguleg kynferðisbrot föður stúlknanna fengu hjá lögreglu. „Ég tel að lögreglu hafi verið óheimilt að rannsaka ekki málin,“ segir Jóhann Baldursson, lögmaður mæðgnanna. Um er að ræða tvær kærur, aðra til héraðssaksóknara og hina til ríkissaksóknara. Kærurnar varða meðferð tveggja mála sem barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar tilkynnti til lögreglu með tæplega tveggja ára millibili, annars vegar í lok árs 2014 og hins vegar í árslok 2016. Fyrri kæran var send ríkissaksóknara fyrir rúmum tveimur mánuðum og varðar tilkynningu barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar til lögreglu í desember 2016 um sterkar vísbendingar um brot gegn stúlkunum sem fram komu í meðferð og viðtölum hjá meðferðaraðila. Engin lögreglurannsókn mun hafa farið fram í kjölfar þeirrar tilkynningar. Síðari kæran var hins vegar send héraðssaksóknara fyrir rúmum tveimur vikum og varðar meinta óeðlilega meðferð rannsóknarlögreglu í kjölfar fyrri tilkynningar barnaverndarnefndar vegna gruns um brot föðurins í lok árs 2014. Lögmaður mæðgnanna segist geta fullyrt að möguleg refsiverð háttsemi sem lögregla hafði upplýsingar um hafi ekki verið rannsökuð. Héraðssaksóknari rannsakar meint brot lögreglumanna í starfi og staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir að embættið hafi til meðferðar mál um hvort lögreglumenn hafi gerst sekir um refsivert athæfi við meðferð máls sem var lokið fyrir nokkru.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega slasaður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Sjá meira
Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54
Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52
Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10