Efling þrýstir á samflot með því að skila inn samningsumboði Heimir Már Pétursson skrifar 26. september 2018 19:00 Efling skilað samningsumboði sínu til Starfsgreinasambandsins í dag og undirstrikar þar með vilja sinn til samflots nítján félaga innan sambandsins með VR og öðrum félögum innan Landssambands verslunarmanna í komandi kjaraviðræðum. Formenn stærstu verkalýðsfélaganna eru sammála um að stjórnvöld verði að koma með ríkum hætti að samningunum. Ríkur vilji er meðal forystufólks margra aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og innan VR til samflots í komandi kjaraviðræðum en ef að því yrði stæðu um 70 prósent verkafólks að baki slíku samfloti. Verkalýðsfélögin hafa að undanförnu verið að móta kröfugerð sína en samningar á almennum vinnumarkaði renna út um áramótin. Framsýn birti kröfugerð sína í gær þar sem farið er fram á að lágmarkslaun verði 375 þúsund og að vinnuvikan verði stytt. Að auki krefst Framsýn þess meðal annars að áttatíu prósenta vaktavinna teljist til fullrar vinnu. Þessar kröfur eiga hljómgrunn hjá Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar og Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR. „Stemmingin og áherslurnar eru að mörgu leyti mjög svipaðar. Sérstaklega þær sem snúa að stjórnvöldum,” segir Ragnar Þór. „Mér líst til dæmis vel á hugmyndir um styttingu vinnuvikunnar. Ég held að það sé að verða meiri og meiri stemming fyrir því í röðum verka- og láglaunafólks. Mér líst mjög vel á að fólk sem vinnur vaktavinnu fái greitt eins og fyrir fullt starf þótt það vinni um áttatíu prósent vinnu,” segir Sólveig Anna. Formenn Eflingar og VR eru sammála um að ríkisvaldið verði að koma að samningum með mun ríkari hætti en hingað til. Þróun launa æðstu embættismanna og yfirmanna, skerðingar bóta og þróun skattkerfisins á undanförnum árum hafi þjappað félögunum saman. Vonandi taki stjórnvöld hlutverk sitt alvarlega. „Hversu stórt hlutverk ríkið spilar í lausninni á komandi kjarasamningum. Ef þau gerða það ekki er það nánast ávísun á átök,” segir Ragnar Þór. Sólveig segir mikinn baráttuhug og vilja til samflots hafa komið fram á samninganefndarfundi Eflingar í gær. „Þar samþykktum við að skila inn samningsumboði okkar til Starfsgreinasambandsins sem við gerðum nú í dag. En það sé gert með fyrirvörum um að kröfur Eflingar nái fram í kröfugerð aðildarfélaganna. „Við viljum leggja alla áherslu á að það verði af þessu stóra samstarfi á milli Starfsgreinasambandsins og verslunarmanna,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaramál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Efling skilað samningsumboði sínu til Starfsgreinasambandsins í dag og undirstrikar þar með vilja sinn til samflots nítján félaga innan sambandsins með VR og öðrum félögum innan Landssambands verslunarmanna í komandi kjaraviðræðum. Formenn stærstu verkalýðsfélaganna eru sammála um að stjórnvöld verði að koma með ríkum hætti að samningunum. Ríkur vilji er meðal forystufólks margra aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og innan VR til samflots í komandi kjaraviðræðum en ef að því yrði stæðu um 70 prósent verkafólks að baki slíku samfloti. Verkalýðsfélögin hafa að undanförnu verið að móta kröfugerð sína en samningar á almennum vinnumarkaði renna út um áramótin. Framsýn birti kröfugerð sína í gær þar sem farið er fram á að lágmarkslaun verði 375 þúsund og að vinnuvikan verði stytt. Að auki krefst Framsýn þess meðal annars að áttatíu prósenta vaktavinna teljist til fullrar vinnu. Þessar kröfur eiga hljómgrunn hjá Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar og Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR. „Stemmingin og áherslurnar eru að mörgu leyti mjög svipaðar. Sérstaklega þær sem snúa að stjórnvöldum,” segir Ragnar Þór. „Mér líst til dæmis vel á hugmyndir um styttingu vinnuvikunnar. Ég held að það sé að verða meiri og meiri stemming fyrir því í röðum verka- og láglaunafólks. Mér líst mjög vel á að fólk sem vinnur vaktavinnu fái greitt eins og fyrir fullt starf þótt það vinni um áttatíu prósent vinnu,” segir Sólveig Anna. Formenn Eflingar og VR eru sammála um að ríkisvaldið verði að koma að samningum með mun ríkari hætti en hingað til. Þróun launa æðstu embættismanna og yfirmanna, skerðingar bóta og þróun skattkerfisins á undanförnum árum hafi þjappað félögunum saman. Vonandi taki stjórnvöld hlutverk sitt alvarlega. „Hversu stórt hlutverk ríkið spilar í lausninni á komandi kjarasamningum. Ef þau gerða það ekki er það nánast ávísun á átök,” segir Ragnar Þór. Sólveig segir mikinn baráttuhug og vilja til samflots hafa komið fram á samninganefndarfundi Eflingar í gær. „Þar samþykktum við að skila inn samningsumboði okkar til Starfsgreinasambandsins sem við gerðum nú í dag. En það sé gert með fyrirvörum um að kröfur Eflingar nái fram í kröfugerð aðildarfélaganna. „Við viljum leggja alla áherslu á að það verði af þessu stóra samstarfi á milli Starfsgreinasambandsins og verslunarmanna,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaramál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira