Lögreglustjóri í fangelsi vegna aðgerðar gegn blaðamönnum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Lögreglustjórinn Moe Yan Naing yfirgefur réttarsal. Tveir blaðamenn voru leiddir í gildru af lögreglu. Vísir/AFP Moe Yan Naing, mjanmarskur lögreglustjóri, hefur verið dæmdur í fangelsi í ótilgreindan tíma fyrir að brjóta gegn agareglum lögreglunnar þar í landi. Brot Niang felst í því að hafa upplýst um að tveir blaðamenn Reuters hafi verið ginntir til lögbrota. Frá í janúar hafa staðið yfir í Yangoon, fyrrverandi höfuðborg landsins, réttarhöld yfir blaðamönnunum tveimur. Þeim Wa Lone og Kyaw Soe Oo er gefið að sök að hafa brotið gegn upplýsingalögum með því að taka við leyniskjölum mjanmarskra stjórnvalda. Á verknaðarstundu voru mennirnir tveir að vinna að umfjöllun um þjóðernishreinsanir stjórnvalda á Róhingjamúslimum í Rakhine-héraði. Talið er að minnst þúsund hafi týnt lífi í þeim og um 700 þúsund hafi flúið landið til að freista þess að bjarga lífi sínu. Fjórtán ára fangelsisrefsing liggur við brotum gegn lögunum. Fyrrnefndur Naing stýrði aðgerðum sem leiddu til handtöku blaðamannanna þann 12. desember síðastliðinn. Blaðamennirnir höfðu mælt sér mót við uppljóstrara á veitingastað sem ætlaði að afhenda þeim gögnin. Sá maður hafði hins vegar verið sendur af lögreglu. Þegar hann rétti mönnunum skjölin voru þeir handteknir nær samstundis. Naing var handtekinn sama dag.Blaðamaðurinn Wa Lone var leiddur fyrir dómara þann 4. apríl síðastliðinn.Vísir/gettyÞann 20. apríl síðastliðinn var Naing leiddur fyrir dóminn sem vitni. Í skýrslu hans kom fram að honum hefði verið fyrirskipað af yfirmanni sínum að leggja gildru fyrir blaðamennina með það að markmiði að handtaka þá. Hann sagði einnig að frá þeim degi hafi hann verið í varðhaldi vegna brota í starfi. Frá þeim tíma hafi hann hvorki fengið að hitta né heyra í fjölskyldu sinni. Í yfirlýsingu frá talsmanni mjanmörsku lögreglunnar, sem send var Reuters í gær, segir að Niang hafi verið dæmd refsing í kjölfar réttarhalda fyrir lögreglurétti. Afplánun refsingar hans hafi hafist um leið en ekki var tekið fram hve löng hún var. Spurningum Reuters þess efnis og hvar réttarhöldin fóru fram var ekki svarað. „Refsingin felst í fangelsisvist. Hvað hitt varðar verður þú að finna það út sjálfur,“ sagði Myo Thu Soe, talsmaður lögreglunnar, við blaðamann Reuters. „Hann er í höndum herforingjanna og þeir gera það sem þeir vilja við hann,“ segir eiginkona Niang, Tu Tu. Hún hafði ekki fengið vitneskju um refsingu eiginmanns síns fyrr en með yfirlýsingu lögreglunnar. Tu Tu og börn hennar voru flutt af heimili sínu af lögreglumönnum innan sólarhrings frá því að Niang bar vitni. Stjórnendur lögreglunnar segja að sú ákvörðun hafi ekki tengst þeim upplýsingum sem fram komu í máli hans. Dómari málsins mun á miðvikudag kveða upp úrskurð um það hvort framburður Niang verði metinn áreiðanlegur eður ei. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Tengdar fréttir Blaðamennirnir leiddir í gildru Lögreglustjóri í Mjanmar skipaði lögregluþjónum að leiða tvo blaðamenn Reuters í gildru. 21. apríl 2018 07:45 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Moe Yan Naing, mjanmarskur lögreglustjóri, hefur verið dæmdur í fangelsi í ótilgreindan tíma fyrir að brjóta gegn agareglum lögreglunnar þar í landi. Brot Niang felst í því að hafa upplýst um að tveir blaðamenn Reuters hafi verið ginntir til lögbrota. Frá í janúar hafa staðið yfir í Yangoon, fyrrverandi höfuðborg landsins, réttarhöld yfir blaðamönnunum tveimur. Þeim Wa Lone og Kyaw Soe Oo er gefið að sök að hafa brotið gegn upplýsingalögum með því að taka við leyniskjölum mjanmarskra stjórnvalda. Á verknaðarstundu voru mennirnir tveir að vinna að umfjöllun um þjóðernishreinsanir stjórnvalda á Róhingjamúslimum í Rakhine-héraði. Talið er að minnst þúsund hafi týnt lífi í þeim og um 700 þúsund hafi flúið landið til að freista þess að bjarga lífi sínu. Fjórtán ára fangelsisrefsing liggur við brotum gegn lögunum. Fyrrnefndur Naing stýrði aðgerðum sem leiddu til handtöku blaðamannanna þann 12. desember síðastliðinn. Blaðamennirnir höfðu mælt sér mót við uppljóstrara á veitingastað sem ætlaði að afhenda þeim gögnin. Sá maður hafði hins vegar verið sendur af lögreglu. Þegar hann rétti mönnunum skjölin voru þeir handteknir nær samstundis. Naing var handtekinn sama dag.Blaðamaðurinn Wa Lone var leiddur fyrir dómara þann 4. apríl síðastliðinn.Vísir/gettyÞann 20. apríl síðastliðinn var Naing leiddur fyrir dóminn sem vitni. Í skýrslu hans kom fram að honum hefði verið fyrirskipað af yfirmanni sínum að leggja gildru fyrir blaðamennina með það að markmiði að handtaka þá. Hann sagði einnig að frá þeim degi hafi hann verið í varðhaldi vegna brota í starfi. Frá þeim tíma hafi hann hvorki fengið að hitta né heyra í fjölskyldu sinni. Í yfirlýsingu frá talsmanni mjanmörsku lögreglunnar, sem send var Reuters í gær, segir að Niang hafi verið dæmd refsing í kjölfar réttarhalda fyrir lögreglurétti. Afplánun refsingar hans hafi hafist um leið en ekki var tekið fram hve löng hún var. Spurningum Reuters þess efnis og hvar réttarhöldin fóru fram var ekki svarað. „Refsingin felst í fangelsisvist. Hvað hitt varðar verður þú að finna það út sjálfur,“ sagði Myo Thu Soe, talsmaður lögreglunnar, við blaðamann Reuters. „Hann er í höndum herforingjanna og þeir gera það sem þeir vilja við hann,“ segir eiginkona Niang, Tu Tu. Hún hafði ekki fengið vitneskju um refsingu eiginmanns síns fyrr en með yfirlýsingu lögreglunnar. Tu Tu og börn hennar voru flutt af heimili sínu af lögreglumönnum innan sólarhrings frá því að Niang bar vitni. Stjórnendur lögreglunnar segja að sú ákvörðun hafi ekki tengst þeim upplýsingum sem fram komu í máli hans. Dómari málsins mun á miðvikudag kveða upp úrskurð um það hvort framburður Niang verði metinn áreiðanlegur eður ei.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Tengdar fréttir Blaðamennirnir leiddir í gildru Lögreglustjóri í Mjanmar skipaði lögregluþjónum að leiða tvo blaðamenn Reuters í gildru. 21. apríl 2018 07:45 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Blaðamennirnir leiddir í gildru Lögreglustjóri í Mjanmar skipaði lögregluþjónum að leiða tvo blaðamenn Reuters í gildru. 21. apríl 2018 07:45