Rússar sagðir hafa reynt að hjálpa Corbyn í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2018 07:29 Rannsakendurnir telja að bottarnir sem þeir fundu og Corbyn naut góðs af séu aðeins toppur ísjakans þegar kemur að tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar. Vísir/EPA Þúsundir rússneskra botta reyndu að hafa áhrif á þingkosningarnar í Bretlandi í fyrra í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter samkvæmt niðurstöðum rannsóknar breska blaðsins The Sunday Times og Swansea-háskóla. Langflestir þeirra tístu stuðningi við Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins. Af þeim um 6.500 Twitter-reikningum sem rannsóknin leiddi í ljós að svonefndir bottar, gervigreindarforrit sem geta samið og birt færslur sjálfkrafa, stæðu á bak við voru um 80% stofnaðir síðustu vikurnar fyrir þingkosningarnar sem Theresa May, forsætisráðherra, boðaði skyndilega til í fyrra. Bottarnir eru sagðir hafa þóst vera enskar konur. Níu af hverjum tíu tístum þeirra um Corbyn studdu framboð Verkamannaflokksins en átta af hverjum tíu um May og Íhaldsflokkinn voru neikvæð. Íhaldsflokkurinn var áfram stærsti flokkurinn eftir kosningarnar en missti mikið fylgi. May þarf nú að reiða sig á stuðning norður-írskra sambandssinna á breska þinginu til að verja minnihlutastjórn sína.Telja stefnumál sin andstæð stefnu Pútín Rússar reyndu einnig að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Þeir beittu meðal annars bottum til að dreifa áróðri á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Twitter. Bandaríska leyniþjónustan hefur ályktað að markmið þeirra hafi verið að hjálpa framboði Donalds Trump sem hafði á endanum sigur í kosningunum. Verkamannaflokkurinn sagði í yfirlýsingu vegna rannsóknarinnar nú að stefnumál flokksins um herferð gegn skattaundanskotum, misheppnaðri einkavæðingu og spilltum ólígörkum færu gegn íhaldssamri stefnu bæði May og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Flokkurinn hafi ekki vitað af bottaherferðinni og hafi ekki greitt fyrir þá. Kosningar í Bretlandi Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Sjá meira
Þúsundir rússneskra botta reyndu að hafa áhrif á þingkosningarnar í Bretlandi í fyrra í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter samkvæmt niðurstöðum rannsóknar breska blaðsins The Sunday Times og Swansea-háskóla. Langflestir þeirra tístu stuðningi við Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins. Af þeim um 6.500 Twitter-reikningum sem rannsóknin leiddi í ljós að svonefndir bottar, gervigreindarforrit sem geta samið og birt færslur sjálfkrafa, stæðu á bak við voru um 80% stofnaðir síðustu vikurnar fyrir þingkosningarnar sem Theresa May, forsætisráðherra, boðaði skyndilega til í fyrra. Bottarnir eru sagðir hafa þóst vera enskar konur. Níu af hverjum tíu tístum þeirra um Corbyn studdu framboð Verkamannaflokksins en átta af hverjum tíu um May og Íhaldsflokkinn voru neikvæð. Íhaldsflokkurinn var áfram stærsti flokkurinn eftir kosningarnar en missti mikið fylgi. May þarf nú að reiða sig á stuðning norður-írskra sambandssinna á breska þinginu til að verja minnihlutastjórn sína.Telja stefnumál sin andstæð stefnu Pútín Rússar reyndu einnig að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Þeir beittu meðal annars bottum til að dreifa áróðri á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Twitter. Bandaríska leyniþjónustan hefur ályktað að markmið þeirra hafi verið að hjálpa framboði Donalds Trump sem hafði á endanum sigur í kosningunum. Verkamannaflokkurinn sagði í yfirlýsingu vegna rannsóknarinnar nú að stefnumál flokksins um herferð gegn skattaundanskotum, misheppnaðri einkavæðingu og spilltum ólígörkum færu gegn íhaldssamri stefnu bæði May og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Flokkurinn hafi ekki vitað af bottaherferðinni og hafi ekki greitt fyrir þá.
Kosningar í Bretlandi Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Sjá meira