Mælir með því að eignast barn með gjafasæði: „Núna er ég ekki bundin barnsföður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2018 10:49 Sunna Rós ásamt börnunum sínum tveimur Axel Helga og Jasmín. Sunna Rós Baxter, einstæð tveggja barna móðir, mælir með því að eignast barn ein með gjafasæði líkt og hún sjálf gerði í fyrra. Hún segir það algjörlega þess virði þar sem hún sé ekki bundin af neinum barnsföður í tilfelli sonar síns en fyrir átti hún dóttur og á hún föður. Sunna Rós ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun og mætti með son sinn í stúdíóið sem fæddist í október síðastliðnum. Einhverjir muna eflaust eftir fæðingunni þar sem Sunna Rós sýndi frá henni á Snapchat en fjallað var um fæðinguna í fréttum Stöðvar 2. Þá var rætt við Sunnu Rós í DV um helgina. „Ég veit ekki betur en að það sé ólöglegt að feðra barn. Þú verður að feðra barnið þitt og þá þarft þú að deila með þessum manni barninu þínu. Það eru jól og páskar og sumarfrí og samskipti við þennan mann sem ég verð að segja eins og er, þó svo að ég hafi borgað 170 þúsund fyrir þetta barn hérna, þá er þetta algjörlega þess virði þó sv að það hafi verið frítt að fara niður í bæ og tjútta og fara með einhverjum heim,“ sagði Sunna í Bítinu í morgun. Aðspurð hvort hún sæi kosti við þetta sagði hún svo vera. „Já núna er ég ekki bundin barnsföður. Ég á barnsföður og þá hefði ég endað með tvo. Það hljómaði ekki vel í mínum eyrum þannig að þetta var útkoman og ég er mjög ánægð með hana.“ Sunna fékk sæðið í gegnum sæðisbanka í Danmörku en fór í tæknisæðinguna hér heima. Hún segist hafa fundið fyrir einhverjum fordómum en þá aðallega frá ókunnugu fólki sem þekki hana ekkert sem hefur til dæmis tjáð sig í kommentakerfum á netinu. Enginn hafi hins vegar sagt neitt neikvætt um þessa ákvörðun hennar beint við hana og þá kveðst hún ekki taka þá neikvæðu hluti sem fólk segir á netinu nærri sér. Hlusta má á viðtalið við Sunnu Rós í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Fjögur þúsund fylgdust með fæðingunni Um fjögur þúsund manns fylgdust með fæðingu barns sem kom í heiminn í Keflavík á föstudag. Móðirin var með beina útsendingu frá fæðingunni á Snapchat. 16. október 2017 20:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Sunna Rós Baxter, einstæð tveggja barna móðir, mælir með því að eignast barn ein með gjafasæði líkt og hún sjálf gerði í fyrra. Hún segir það algjörlega þess virði þar sem hún sé ekki bundin af neinum barnsföður í tilfelli sonar síns en fyrir átti hún dóttur og á hún föður. Sunna Rós ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun og mætti með son sinn í stúdíóið sem fæddist í október síðastliðnum. Einhverjir muna eflaust eftir fæðingunni þar sem Sunna Rós sýndi frá henni á Snapchat en fjallað var um fæðinguna í fréttum Stöðvar 2. Þá var rætt við Sunnu Rós í DV um helgina. „Ég veit ekki betur en að það sé ólöglegt að feðra barn. Þú verður að feðra barnið þitt og þá þarft þú að deila með þessum manni barninu þínu. Það eru jól og páskar og sumarfrí og samskipti við þennan mann sem ég verð að segja eins og er, þó svo að ég hafi borgað 170 þúsund fyrir þetta barn hérna, þá er þetta algjörlega þess virði þó sv að það hafi verið frítt að fara niður í bæ og tjútta og fara með einhverjum heim,“ sagði Sunna í Bítinu í morgun. Aðspurð hvort hún sæi kosti við þetta sagði hún svo vera. „Já núna er ég ekki bundin barnsföður. Ég á barnsföður og þá hefði ég endað með tvo. Það hljómaði ekki vel í mínum eyrum þannig að þetta var útkoman og ég er mjög ánægð með hana.“ Sunna fékk sæðið í gegnum sæðisbanka í Danmörku en fór í tæknisæðinguna hér heima. Hún segist hafa fundið fyrir einhverjum fordómum en þá aðallega frá ókunnugu fólki sem þekki hana ekkert sem hefur til dæmis tjáð sig í kommentakerfum á netinu. Enginn hafi hins vegar sagt neitt neikvætt um þessa ákvörðun hennar beint við hana og þá kveðst hún ekki taka þá neikvæðu hluti sem fólk segir á netinu nærri sér. Hlusta má á viðtalið við Sunnu Rós í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Fjögur þúsund fylgdust með fæðingunni Um fjögur þúsund manns fylgdust með fæðingu barns sem kom í heiminn í Keflavík á föstudag. Móðirin var með beina útsendingu frá fæðingunni á Snapchat. 16. október 2017 20:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Fjögur þúsund fylgdust með fæðingunni Um fjögur þúsund manns fylgdust með fæðingu barns sem kom í heiminn í Keflavík á föstudag. Móðirin var með beina útsendingu frá fæðingunni á Snapchat. 16. október 2017 20:00